Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI Glænýr Saab Við kynnum SAAB í sínu náttúrulega umhverfi. Komdu og skoðaðu nýjan og endurhannaðan Saab 95. Þessi kraftmikli og öruggi bíll er fullkominn í skíðaferðina eða í bústaðinn, enda þrífst hann best við erfiðar íslenskar aðstæður. Fágaðar línurnar og einstakt útlitið vekja athygli allra sem á hann líta. Rétti bíllinn fyrir veturinn í norðri. Verð frá 2.980.000,- Reynsluaktu nýjum SAAB 95. Hann er margverðlaunaður fyrir öryggi og hannaður fyrir akstur á norðurslóðum. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 BÓKASAFN Jafnréttisstofu hefur verið afhent Bókasafni Háskólans á Akureyri að gjöf og sam- einað því. Safnið hefur verið skráð í Gegni, lands- kerfi bókasafna. Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisstofu, sagði að safnið sem byggt hefði verið upp um árabil hefði ekki nýst nægilega vel fram til þessa, ekki verið nægilega aðgengilegt almenningi, enda engin aðstaða fyrir hendi til út- lána. Nú ættu mun fleiri að hafa að því aðgang og vænti hún þess að það myndi einnig hafa þau áhrif að fleiri nemendur myndu leggja fyrir kynjarann- sóknir. Jafnréttisstofa mun að sögn Margrétar halda áfram að gefa Bókasafni HA bækur og rit. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Ak- ureyri, þetta mikilvæga bókagjöf og þakkaði það traust sem sýnt væri með því að afhenda safnið til varðveislu og útlána. Hann sagði safnið nýtast vel öllum deildum háskólans, „þetta eru bækur sem koma að miklu gangi,“ sagði hann en þær næðu yfir öll fræðasvið háskólans og væru mikilvæg viðbót við þann safnakost sem fyrir væri. Þá gat Þorsteinn þess að bækurnar myndu einnig nýtast öllum al- menningi sem og þeim sem sinntu fræðistörfum. Þorsteinn sagði bókagjöfina hvatningu til annarra stofnana, sem ekki hefðu bókakost aðgengilegan. Jafnréttisstofa gefur bókasafn sitt Morgunblaðið/Kristján Bókasafn Jafnréttisstofa hefur fært bókasafni Há- skólans á Akureyri bókasafn stofnunarinnar að gjöf. Á myndinni eru Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og Margrét María Sigurðardóttir, fram- kvæmdaststjóri Jafnréttisstofu. Söngnemar | Tónleikar söngnem- enda Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir í Laugarborg sunnu- daginn 18. desember og hefjast þeir kl. 13:30. Fram koma flestallir nem- endur söngdeildarinnar. Söngkenn- ari er Þuríður Baldursdóttir og und- irleikari Daníel Þorsteinsson. Styrkur | Á fundi menningarmála- nefndar var tekið fyrir erindi frá Björgu Þórhallsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk til að mæta kostn- aði við áheyrnarpróf og markaðs- setningu í óperusöng fyrir umboðs- menn og óperuhús í Evrópu. Menningarmálanefnd heimilar að menningarfulltrúi gangi frá styrkt- arsamningi við Björgu um stuðning upp á kr. 400.000. Fyrri helmingur komi til greiðslu á þessu ári en sá seinni á árinu 2006. Í samkomulag- inu felist jafnframt að Björg haldi tónleika á Akureyri á næsta ári, t.d. á Akureyrarvöku.    Fíkniefnavandi | Á formannafundi Íþróttabandalags Akureyrar, ÍBA, í vikunni var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við aðgerðir lögreglunnar og forvarn- arfulltrúa Akureyrar sem og bæj- aryfirvalda í baráttunni við fíkni- efnavandann, sem því miður er orðinn staðreynd hér í bæ. Íþrótta- hreyfingin á Akureyri heitir því að beita öllum tiltækum ráðum í sam- starfi við þar til bær yfirvöld til að uppræta þennan vágest.    THOMAS C. Kenny, framkvæmdastjóri þýska verktakafyrirtækisins Proworks, efndi til opins fundar á Akureyri í gær- kvöld, en hann freist- ar þess nú að ná sam- stöðu meðal lánar- drottna Slippstöð- varinnar og fá þá til að leita sameiginlega leiða til að gæta rétt- ar síns. Fyrirtæki hans tapaði um 20 milljónum króna í kjölfar gjaldþrots Slippstöðvarinnar í byrjun október síðastliðins, en Proworks var undirverktaki við stórt verkefni sem Slippstöðin vann við sem undirverktaki þýska fyrirtækisins DSD við Kára- hnjúka. Hann telur sig hafa leitað allra annarra leiða til að fá lausn sinna mála, en hvarvetna rekið sig á vegg. Nokkur fyrirtæki á Akureyri eiga hagsmuna að gæta í tengslum við gjald- þrot Slippstöðvarinnar, s.s. Sandblástur og málmhúðun, Rafeyri, Lostæti og fleiri. Kenny telur að þýska fyrirtækið DSD beri mesta ábyrgð á þeim vandræðum sem upp komu við verkið á síðastliðnu sumri. Hann segir að Slippstöðin, lítið og fjárvana fyrirtæki, hafi ekki haft bol- magn til að standa gegn hinu stóra og al- þjóðlega verktakafyrirtæki, DSD. Slipp- stöðin vann við að fóðra tvö lóðrétt aðrennslisgöng í Valþjófsstaðafjalli í Fljótsdal og áfram að túrbínum Kára- hnjúkavirkjunar. Tafir komu upp við framkvæmd verks- ins, illa gekk að setja upp aðrennslispípur og segir Kenny að nánast alfarið megi skrifa þær tafir á DSD, þeim hafi m.a. gengið erfiðlega að stöðva leka í berginu. Kenny gagnrýnir mjög 135 milljóna króna greiðslu Landsbankans til DSD í lok september, nokkrum dögum áður en Slippstöðin var lýst gjaldþrota. Hann segir að DSD hafi ekki greitt Slippstöð- inni frá 1. júlí síðastlið sumar fyrir vinnu á Kárahnjúkum og stöðin hafi því heldur ekki getað greitt sínum undirverktökum frá sama tíma. Kenny vonaðist til þess að með því að hóa hagsmunaaðilum saman til fundar og fara yfir stöðu mála, myndu Landsvirkj- un og Landsbankinn skoða þessi mál upp á nýtt og leiðrétta þau mistök sem Kenny telur að hafi verið gerð í aðdraganda og við gjaldþrot Slippstöðvarinnar. Kröfuhafi í þrotabú Slippstöðvarinnar boðaði til almenns fundar Hvetur aðra kröfuhafa til samstöðu Thomas C. Kenny JÓLASVEINAHÓPURINN Söngva Sveinar hefur fært Þroskahjálp á Norðurlandi eystra skemmtilega gjöf, nýja geisladiska sem hópurinn hefur verið að vinna að. Í umslaginu er annars vegar hljómdiskur með 10 jólalögum og hins vegar mynddiskur með þremur mynd- skeiðum með söng. Þroskahjálp mun gefa diskana á öll sambýli á Akureyri. Forsaga málsins er sú, að þegar þessir sveinar voru að syngja og skemmta fyr- ir jólin í fyrra kom til þeirra fötluð stúlka sem ekki gat tjáð sig með orðum en var afskap- lega hrifin af þeim sveinum og klappaði þeim mikið. Í kjölfarið fóru þeir að velta fyrir sér hvað hægt væri að gera til að gleðja stúlkuna og önnur fötluð börn og útkoman var þessi diskur. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Gjafmildir Kolbrún Ingólfsdóttir, formaður Þroskahjálpar Norðurlandi eystra, með Söngva Sveinum. Gjafmildir jólasveinar ÞRIÐJUNGUR verslana í miðbæ Akureyrar er með góðar eða við- unandi verðmerkingar í gluggum. Engar verðmerkingar er að finna í 60% tilfella. Neytendasamtökin könnuðu verðmerkingar í gluggum 30 versl- ana í miðbæ Akureyrar 12. desem- ber síðastliðinn. Í ljós kom að ein- ungis 40% verslana í miðbænum eru með góðar eða þokkalegar verðmerkingar í gluggum. Alltof margar verslanir eru með engar eða ófullnægjandi verðmerkingar eða 60%. Samkvæmt lögum er skylt að verðmerkja vörur í sýningar- gluggum. Markmið laganna er að efla verðvitund neytenda og efla þannig samkeppnina. Fyrri kannanir Neytendasamtak- anna hafa sýnt að mjög fáar versl- anir verðmerkja vörur sem stillt er út í sýningarglugga. Ástandið hef- ur þó aðeins skánað, en í könnun sem gerð var árið 2004 voru ein- ungis 20% verslana vel merktar. Gluggar í miðbæ illa merktir   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.