Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 53 MINNINGAR starfsmaður minn hjá Hagfræðideild Reykjavíkurborgar. Hann var þá starfsmaður Rafmagnsveitu Reykja- víkur og þar hafði hann staðið sig vel, eins og hann gerði raunar hvar sem var fyrr og síðar. Vel má vera, að hann hafi verið bú- inn að frétta af samdrætti okkar Sig- urlaugar, konu minnar heitinnar, um þetta leyti og hugsað sem svo, að úr því að hún þyldi mig hlyti hann að geta gert það líka. Svo var mál með vexti, að Reynir og Guðríður kona hans höfðu kynnst Sigurlaugu á menntaskólaárunum og þekktu hana af góðu einu. Hvað um það. Reynir var fljótur að hugsa og leyfði mér að stela sér frá Rafmagnsveitunni í óþökk allra, sem þar höfðu unnið með honum. Í hönd fóru fjögur viðburðarík og skemmtileg starfsár frá hausti 1973 til ársloka 1976. Fræðilega stóð Reyn- ir mun betur að vígi en ég, og svona móralskt séð hefðum við fljótlega átt að hafa hlutverkaskipti, en hann kærði sig kollóttan og ég bar mig vel. Óhjákvæmilegt er að geta hér tveggja samstarfsmanna okkar, Sig- urðar heitins Sigmundssonar og Hilmars Bierings sem enn er á lífi, því við orðuðum það jafnan þannig, að Reynir reiknaði, ég hugsaði og Sig- urður og Hilmar sæju um rest. Það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Þannig er mál með vexti, að ég hafði lengi verið illa hald- inn af gyllinæð. Þetta spurðist fyrst út meðal skipsfélaga minna á Hval 5. Þá var einmitt verið að sýna átakanlega mynd með Frank Sinatra í einhverju kvikmyndahúsanna í Reykjavík, ,,The man with the golden arm“. Samúðin meðal skipsfélaganna á Hval 5 reynd- ist nú ekki meiri en svo, að þeir tóku að kalla mig ,,The man with the gol- den tharm“. Reynir hafði ekki lengi verið í þjónustu hagfræðideildar, þeg- ar ,,hugsandi yfirmaður hans“ átti þess kost að fá bót sinna meina, sem hann og gerði. Og viti menn! Barst þá ekki einmitt inn á borð hagfræðideild- arinnar verkefni, sem tengdist alveg nýrri leið á Íslandi til fjáröflunar vegna framkvæmda. Það er skemmst frá því að segja, að það var gæfa beggja, að Reynir skyldi bera hitann og þungann af þessu verkefni, sem hann lauk með miklum sóma. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð ég vitni að því, hvernig hann leiðrétti á sinn hægláta hátt útreikninga sjóaðra starfsmanna fjármálafyrirtækja í fremstu röð í Bandaríkjunum. Reynir var alltof öflugur til að í- lendast hjá mér, en þegar hann lauk störfum í hagfræðideildinni var hann orðinn ,,Reynir afi“. Eldri sonur okk- ar Sigurlaugar, Tómas Guðni, var þá óðum að ná tökum á málinu, ríflega tveggja ára og bróðir hans Eiríkur Áki, fæddur 1977 sá ekki ástæðu til að breyta neinu, þótt afarnir væru á tímabili þrír. Eiginkonur okkar tóku oftast ýms- um þreytandi uppátækjum okkar af stökustu þolinmæði, en meðal þess sem við gerðum okkur til dundurs á ferðalögum var að þýða íslenzk ör- nefni á ensku og láta viðstadda síðan ráða í heitið. Stoltastir vorum við af þýðingunni á Veiðileysufirði, ,,The firth of the angle in the arse“, kannski vegna þess, að við komum báðir oftar en aðrir úr veiðiferðum með öngulinn í rassinum. Samstarfsmaðurinn Reynir hvarf til nýrra viðfangsefna, sem hann topp- aði með aðild sinni að Hvalfjarðar- göngunum, en vinirnir Reynir og Guðríður urðu eftir hjá okkur. Við átt- um þau svo sem ekki ein. Ég held að færri hafi komist að en vildu. Guð- ríður má vita það, að hún getur leitað til okkar feðga hvenær sem þarf lítils við og Ingibjörgu, Nínu, Þorbjörgu og Gísla sendum við okkar einlægustu samúðarkveðjur. Eggert Jónsson. Hálfur annar áratugur af nánu og góðu samstarfi um margskonar og miserfið verkefni gerir menn að vin- um. Ég verð víst að þakka norsku stjórnarmönnunum í Járnblendifélag- inu að leiðir okkar Stefáns Reynis lágu saman. Þeir stálu fjármálastjór- anum mínum og þrátt fyrir glæsilegar auglýsingar fékk ég ekki umsóknir um starfið, sem mér þóttu nógu góð- ar. Ég fór að ráðgast við vini mína og kollega. Þegar ég hafði heyrt sama nafnið þrisvar hringdi ég í Stefán Reyni, þar sem hann var við einhver störf á Akureyri, og réð hann gegn- um síma. Hann varð mér og Járnblendi- félaginu mikill happafengur. Hann var eitursnjall, vel að sér, fljótvirkur, stundum dálítið fljóthuga en aldrei svo að það kæmi að sök og saman tók- um við á verkefnunum sem að okkur bar, bæði þegar vel gekk og illa. Þegar leiðir skilur eins og nú hefur gerst er orða vant og raunar ekkert að gera annað en þakka fyrir elsku- lega viðkynningu við góðan dreng. Það geri ég fyrir mína hönd og konu minnar og tel mig geta sömuleiðis gert það fyrir hönd allrar áhafnar Járnblendifélagsins á þeim tíma sem hér var frá sagt. Eins verkefnis, sem Stefán Reynir vann fyrir Járnblendifélagið, ber að geta. Félagið var meðal frumkvöðl- anna, sem unnu að því að grafa jarð- göngin undir Hvalfjörð, og tók Stefán Reynir að sér að vera í fyrirsvari í því efni af félagsins hálfu. Ég tel mig geta fullyrt að sú bráðsnjalla lausn, sem fannst á fjármögnun þess verk- efnis og gerði það yfirhöfuð mögu- legt, hefði aldrei orðið til, ef ekki hefði notið við framlags þriggja manna, Erlendar Magnússonar, sem nú mun starfa hjá Íslandsbanka og þá vann hjá japönsku fjármálafyrir- tæki í London, Stefáns Reynis og Gylfa Þórðarsonar, þáverandi fram- kvæmdastjóra Sementsverksmiðj- unnar. Hlutur Stefáns Reynis í því vel heppnaða ævintýri, sem þetta mannvirki er, má ekki gleymast. Að lokum sendum við hjónin Guð- ríði og fjölskyldunni okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur í von um að þeim gefist styrkur til að takast á við þá sorg, sem að þeim hefur borið. Jón Sigurðsson. Fallinn er frá góður kunningi og náinn samstarfsmaður um árabil eft- ir harða baráttu við illvígan sjúkdóm undanfarin ár. Þó að við Stefán Reynir værum nánast jafnaldrar, vissum við varla hvor af öðrum fyrr en hann tók að sér starf fjármálastjóra hjá Íslenska járnblendifélaginu hf. fyrir tæpum aldarfjórðungi. Þegar það gerðist hafði myndast góð samvinna á milli forsvarsmanna Járnblendiverksmiðj- unnar og Sementsverksmiðjunnar sem átti eftir að aukast verulega á ár- unum sem í hönd fóru. Viðamesta og árangursríkasta samstarfið tengdist undirbúningi og gerð Hvalfjarðarganga. Járnblendi- menn höfðu um árabil velt fyrir sér hugmyndum um hvernig stytta mætti leiðina fyrir Hvalfjörð. Haustið 1988 stóðu verksmiðjurnar, ásamt fleiri að- ilum, að gerð skýrslu um hagkvæmni jarðgangagerðar undir Hvalfjörð. Það má segja að þessi skýrsla hafi velt boltanum af stað sem endaði með því að Spölur hf. var stofnaður í janúar 1991. Að undirlagi Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Járnblendiverk- smiðjunnar, atvikaðist svo að við Stefán Reynir vorum tilnefndir fulltrúar verk- smiðjanna í stjórn félagsins. Með því hófst mikið og einstaklega gott samstarf sem stóð allar götur síðan. Það tók 5 ár að koma verkefninu á koppinn og gekk á ýmsu á þeim tíma enda margir sem þurftu að reka hornin í það og jafnframt að láta vita að þeir sem stóðu helst í eldlínunni fyrir félagið væru að minnsta kosti ævintýramenn ef ekki meira. Stefán Reynir lék stórt hlutverk í undirbúningi og við samningagerð. Hann bjó yfir mikilli reynslu úr öðr- um störfum, einkum er varðaði fjár- málasamskipti við erlenda aðila, sem nýttust afar vel í þeirri miklu vinnu sem þarna átti sér stað. Hann var afar tölug- löggur og dró hvergi af sér við að reyna að finna lausn á hinum ýmsu vanda- málum sem upp komu. Það var því mjög vel við hæfi að ráða Stefán Reyni sem fyrsta framkvæmdastjóra Spalar ehf. í aðdraganda opnunar ganganna árið 1998. Stefán Reynir var hlédrægur að eðlisfari, forðaðist að vera í sviðsljós- inu og vildi láta það öðrum eftir. Hann virkaði á flesta frekar hrjúfur við fyrstu kynni en reyndist vera einstakt ljúf- menni þegar menn náðu að komast inn úr skelinni. Hann fór hratt yfir, vildi láta hlutina ganga og hafði illan bifur á alls konar kerfiskörlum, en á þeim var enginn skortur við undirbúning Hvalfjarðarganga. Atvikin haga því svo að ég verð er- lendis þegar útför Stefáns Reynis fer fram. Ég og annað samstarfsfólk og sambýlingar á skrifstofunum á Akra- nesi senda Guðríði og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Ég þakka Stefáni Reyni árangurs- ríkt samstarf og önnur samskipti sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning hans. Gylfi Þórðarson. Það kom ekki á óvart að sjá til- kynningu um andlát Stefáns Reynis Kristinssonar. Síðast þegar að fund- um okkar bar saman, snemma á þessu ári, sagði hann mér af heilsu sinni og þá mátti ljóst vera hvert stefndi. Fyrstu kynni okkar Stefáns Reyn- is voru fyrir rúmlega tveimur áratug- um síðan, þegar fyrirtæki þau sem við störfuðum hjá áttu í viðskiptum. Ég kynntist Stefáni hins vegar mun betur árið 1992 þegar Nomura Bank, sem ég starfaði þá hjá í London, tók að sér ráðgjöf um verkefnisfjár- mögnun Hvalfjarðarganganna. Stef- án Reynir sat þá í stjórn Spalar, sem á þeim tíma var fyrst og fremst félag um hugmynd forsvarsmanna nokk- urra fyrirtækja og sveitarfélaga um byggingu og rekstur jarðganga í einkaeign undir Hvalfirði, hugmynd sem ýmsum fannst ævintýraleg og jafnvel óraunhæf í þá daga. Stefán var sá stjórnarmanna Spalar sem hélt utan um fjármögnunarmál, en hans aðal starf á þeim tíma var að stýra fjármálum Íslenska járnblendi- félagsins á Grundartanga. Næstu fjörur árin má segja að vart hafi sá vinnudagur liðið að við Stefán Reynir ættum ekki samtal í síma eða hittumst á fundum á Grundartanga, í Reykjavík, London, Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi eða Boston. Oft náðu vinnudagar okkar langt fram á rauða nótt og það þurfti úthald og út- sjónarsemi til þess að komast framhjá hverri hindruninni af ann- arri, svo að hugmynd Spalarmanna gæti orðið að raunveruleika. Hvers vegna tók þetta svo mikinn tíma og krafðist svo mikillar vinnu? Jú, við vorum, ásamt nokkrum öðrum góð- um mönnum, að vinna að verkefni sem átti sér enga beina fyrirmynd. Það þurfti því að sannfæra marga og skýra út fyrir þeim af hverju þessi viðskiptahugmynd ætti að geta geng- ið upp. Sagan hefur síðan sýnt að sá þétti hópur sem stóð að Speli hafði rétt fyrir sér og meira til, því það eru fá verkefni á sviði samgöngumála í Evrópu allri sem hafa skilað jafn- miklum ávinningi og Hvalfjarðar- göngin hafa gert. Þegar menn vinna náið saman að úrlausn verkefna eins og við Stefán Reynir gerðum í nokkur ár, fer ekki hjá því að menn kynnist persónu hvors annars nokkuð vel. Það var ávallt gott að starfa með Stefáni Reyni og það bar aldrei skugga á samstarf okkar. Stefán var bráð- greindur, einlægur og heiðarlegur í öllum verkum sínum. Hann hafði einnig gott auga fyrir hinu skoplega í umhverfinu, sem hafði jákvæð áhrif á þá sem með honum störfuðu. Allir þeir sem sátu við samningaborðið með honum, hverrar þjóðar sem var eða hverra hagsmuna þeir voru að gæta, báru virðingu fyrir Stefáni Reyni. Stór verkefni eins og bygging Hvalfjarðarganganna verða aldrei einum manni þökkuð. Slík verkefni verða aðeins að raunveruleika leggi margir hönd á plóginn. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að Stefán Reynir hafi verið einn af mikilvæg- ustu mönnum sem að því verki komu og mér er ekki grunlaust um að án hans aðkomu væru jafnvel enn í dag engin jarðgöng undir Hvalfirði, svo mikilvægan þátt átti hann í mótun og gerð þess verkefnis. Ég votta eiginkonu hans, dóttur og öðrum aðstandendum einlæga sam- úð mína. Megi Stefán Reynir hvíla í friði. Erlendur Magnússon. Okkur félögunum í gönguklúbbn- um Smá-Speli langar í nokkrum orð- um að minnast góðs vinar og félaga Stefáns Reynis Kristinssonar fram- kvæmdastjóra Spalar ehf. Reynir var nýorðinn sextugur þeg- ar hann lést og flest okkar höfum verið vinir hans frá unglingsárum, eða á fimmta áratug. Við höfum deilt saman lífinu í sorg og gleði. Gildi vin- áttu sem verður til á unglingsárum og hefur einungis aukist og dýpkað í áranna rás er okkur ómetanleg. Við fráfall hans er höggvið stórt skarð í hópinn. Reynir hafði sérstaka nærveru, var áhugasamur og góður hlustandi, laus við dómhörku. Þetta skynjuðu börn vel enda kölluðu þau hann Reyni afa. Hann var einstaklega já- kvæður, hafði ljúfa lund og aldrei var neinn hávaði eða læti í kringum hann. Reynir hafði ást á bókum, las mikið og átti gott bókasafn, en þekk- ing hans á landi og þjóð, mönnum og málefnum var mikil. Hann var hrað- ur, eldfljótur að hugsa, greina og spá í þróun mála. Í æsku, meðfram námi í menntaskóla og háskóla vann hann við mælingar hjá Vegagerð ríkisins og ferðast víða um land. Eftir þá reynslu þekkti hann nánast hvern bæ og hafði á hraðbergi sögur af ábú- endum og rakti ættir þeirra. Ekki var Reynir síður vel að sér í alþjóð- legum og klassískum fræðum. Allt vissi Reynir. Þegar verið var að ræða eitthvert málefni sagði hann oft: „Já, einhvern tíma las ég bók um þetta mál“. Minninu mátti treysta. Reynir var ráðgjafi vina sinna og ef hann taldi aðra geta betur sagði hann oft: „Ég er með mann í þessu.“ Fyrir tæpum tveimur áratugum stofnuðum við, ásamt Reyni og Guð- ríði gönguklúbbinn okkar. Reynir hafði yndi af útivist, var mikill göngugarpur og gekk bæði hratt og lengi. Hann var því oftast fremstur í flokki í ferðalögum klúbbsins, hvort heldur var í styttri göngutúrum eða lengri ferðum innanlands og erlend- is. Ótal hefðir hafa orðið til í þeirri samveru og þær lifa áfram með okk- ur. Í baráttu Reynis við illvígan sjúk- dóm kom í ljós hvílíkur kjarkmaður hann var og æðruleysið ótrúlegt. En enginn má sköpum renna. Við vinir hans og félagar stöndum döpur eftir, en minningin um góðan dreng lifir um ókomin ár. Elsku Guðríður, miss- ir þinn er mestur. Missir Ingibjarg- ar, Gísla, Nínu og Þorbjargar litlu er einnig mikill og fjölskyldunnar allr- ar. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni og hjálpa ykkur að styrkja hvert annað. Blessuð sé minning Stefáns Reynis Kristinssonar. Álfheiður Steinþórsdóttir, Hans Agnarsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Nína Birg- isdóttir, Pétur Lúðvígsson, Vilhjálmur Rafnsson. Skarð er fyrir skildi þar sem fall- inn er nú frá Stefán Reynir Krist- insson, góður vinur og samstarfs- maður. Hann er kvaddur með söknuði og þeirri ómældu virðingu sem hann verðskuldar af samferða- fólki sínu. Stefán Reynir verðskuldar ekki síður aðdáun allra sem fylgdust með því hvernig hann æðrulaus og óbugaður til síðustu stundar glímdi við þann sjúkdóm sem þó að lokum lagði hann að velli. Þegar öll sund virtust lokuð var það óvenju sterkur lífsvilji sem fleytti honum yfir erfiða hjalla. Þannig var Stefán reyndar í öllu sínu lífshlaupi, dugmikill, ósér- hlífinn og viljasterkur maður, skarp- greindur og snjall í því sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrir tæpum 18 árum, í þá daga sem Stefán Reynir var fjármálastjóri Íslenska járnblendifélagsins hf. lágu leiðir okkar fyrst saman í þeim hópi manna sem lét sér detta það í huga að gera göng undir Hvalfjörðinn. Áð- ur hafði ég heyrt af Stefáni sem öfl- ugum fjármálstjóra Járnblendi- félagsins og tryggum vörslumanni hafnarsjóðs Grundartangahafnar, en hugmyndin um neðansjávargöng sem vegfarendur greiddu fyrir með veggjaldi varð hins vegar sá þráður sem tengt hefur okkur og aðra öfluga samverkamenn traustum böndum um langa og viðburðarríka tíð. Ekki verður sagan um tilurð og byggingu Hvalfjarðarganga sögð hér, en það eitt sagt að þar var Stefán Reynir óbilandi og ómissandi liðsmaður, sem lagði mikilvægan skerf af mörkum til að verkefnið fengi þann framgang sem raun hefur orðið. Margir vilja þá Lilju kveða sem Hvalfjarðargöng eru og margir eiga þakkir skildar fyrir liðsinni við verkefnið, en Stefán Reynir er í hópi þeirra sem svo sann- arlega geta kallað til höfundarréttar í því efni. Þegar sá dagur kom að ráða skyldi framkvæmdastjóra fyrir Spöl ehf. árið 1998 var enginn betur til þess fallinn en Stefán að taka það sæti og því starfi gegndi hann til hinsta dags. Fyrir nokkrum árum kenndi Stefán veikinda, sem gengu hart að heilsu hans. Ótrauður hélt hann þó verki sínu áfram og nú í byrjun þessa árs lukum við saman því verkefni ásamt góðum samverka- mönnum að endurfjármagna lán Spalar ehf. og lækka verulega gjald- skrá félagsins. Það verkefni var ekki vandalaust, en aldrei kom Stefáni Reyni annað til hugar en ljúka því verki með heiðri og sóma þótt þrek hans færi minnkandi – rétt eins og þeim öðrum verkum sem honum á lífsleið sinni var falið að leysa. Það er með djúpu þakklæti og virðingu sem ég og annað samstarfs- fólk hans hjá Speli ehf. kveðjum Stef- án Reyni hinstu kveðju. Hann naut vináttu, virðingar og umhyggju starfsmanna sinna hjá Speli ehf. og hjá stjórn félagsins. Á þeim árum sem liðin eru frá því leiðir okkar lágu saman hefur það verið heiður og ánægja, sem á stundum er yfir æv- intýraljómi, að hafa fengið tækifæri til að vinna með Stefáni Reyni. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna Spalar ehf. færi ég Guðríði, eiginkonu Stef- áns, Ingibjörgu dóttur hans og fjöl- skyldunni allri innilegustu samúðar- kveðjur og bið þeim styrks og huggunar. Með Stefáni Reyni er genginn góður drengur, vinur og samverkamaður til margra ára. Megi blessun fylgja minningu hans um alla framtíð. Gísli Gíslason, formaður stjórnar Spalar ehf.  Fleiri minningargreinar um Stefán Reyni Kristinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Atli Rúnar Halldórsson; Jón Hálfdán- arson; Sigurður K. Þórisson; Helgi Þór Ingason. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, Dælengi 1, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnun- ar Suðurlands og göngudeildar krabbameinslækninga, Landspítala, fyrir góða umönnun. Gleðileg jól. Skúli Guðjónsson, Magnús Skúlason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Kolbrún Skúladóttir, Sigurbergur Brynjólfsson, Aðalbjörg Skúladóttir, Bárður Árnason og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.