Morgunblaðið - 18.12.2005, Page 6
6 | 18.12.2005
F
luga hefur heyrt svo mikið af barokki og Bach í desember
að hún óttast að bera ekki barr sitt yfir hátíðina. Vissu-
lega jólaleg tónlist á sinn hátt en öllu má nú ofgera. Svo
finnst henni hún líka vera lögð í einelti af stórsöngvaranum
Garðari Thór Cortes en rödd hans fylgir henni hvert fótmál;
hann er á öllum útvarpsstöðvum, sjónvarpinu og er engum blöð-
um um það að fletta, þessi fagri drengur brosir alls staðar blítt
til Flugunnar.
Hrollvekjuþema aðventunnar í ár hefur ekki farið framhjá
mörgum en innreið svörtu jólatrjánna er nú í algleymingi. Tar-
antino-jól. Ansi spes en bara frekar flott. Svakalega dularfull og
dramatísk tré. Svo er auðvitað freistandi að fá sér bleikt skvísu-
jólatré og leikur einn er að finna flippað jólaskraut á það í öll-
um litlu hryllingsbúðunum í verslunarmiðstöðvunum. Vest-
urbæingar eru ,,smart shoppers“, það hefur alltaf verið á hreinu
og var sannkallaður stjörnufans í verslun Krónunnar um helgina
en þar sást sjónvarpsmaðurinn sjarmerandi Logi
Bergmann Eiðsson í matarinnkaupum með börn-
unum sínum, og sjónvarpskonan Sigríður Arn-
ardóttir, öðru nafni Sirrý. Bragi Ólafsson rit-
höfundur er einnig hagsýnn í nýlenduvöru-
verslunum og sparaði krónuna í Krónunni
ásamt systkinunum Svölu og Krumma
Björgvinsbörnum Halldórssonar, sem komu
þó hvort í sínu lagi. Krumminn með þung-
an, seiðandi rakspíra.
Flugustelpa er með einkaþjálfara á sínum
snærum í ræktinni eins og hinar stjörnurnar.
Hún hefur rekist á ýmsa þekkta aðila sem púla
þar í sælu svitabaði en er ekki nægilega ,,nastí til að
nafngreina þá. Einkaþjálfarinn skipaði Flugustelpu
nýlega með þjósti að fara í afvötnun næstu tíu daga
eða fram að jólum. Stúlkan rak upp stór augu, beit
sakbitin í neðri vörina og spurði hvort það væri nú ekki bara við
hæfi að dreypa á góðu rauðvíni á aðventunni. Í ljós kom að um ann-
ars konar afvötnun var að ræða; nefnilega losa aukavatn úr lík-
amanum, stundum nefnt bjúgur. Enda gengur einkaþjálfarinn nú
undir gælunafninu Bjúgkrækir.
Ef maður þarf hins vegar ekki endilega að komast í kjólinn fyrir
jólin er tilvalið að vakna snemma á sunnudagsmorgnum og fá sér
himneskan morgunverð á Gráa kettinum við Hverfisgötu. Um
helgina mátti sjá þar eiganda staðarins, listakonuna Huldu Hákon,
með fallega hundinn sinn, svipmikinn bolabít, og Gunnar Smára
Egilsson fjölmiðlamann, sem kom líka til að fá sér í gogginn. Mæli
sérstaklega með amerísku pönnukökun-
um með sírópi og kúbönsku samlok-
unni.
Undarlegt fyrirbrigði þessi Coca Cola-
lest sem tætti og tryllti um borgina með
ljósasjóvi miklu og músíkspili. Bein út-
sending var frá ferðalagi eimreiðarinnar
eymdarlegu í útvarpinu en því lauk auð-
vitað í Smáralindinni. Ung kona skrækti
af hrifningu þegar lestin nam loks stað-
ar: „Nú eru jólin sko komin! Ég syng nú
bara: „Búum til betri heim … samein-
umst, hjálpum þeim. | flugan@mbl.is
Barokk, Bach og
innrás svörtu jólatrjánna
FLUGAN
TRÍÓ ÓLAFS STEPHENSENS hélt
tónleika í verslun Sævars Karls.
Í HÁSKÓLABÍÓI
voru sinfóníu-
tónleikar þar sem
óperusöngvarinn
heimskunni frá
Wales, Bryn Terfel,
söng með
hljómsveitinni.
Þröstur Ólafsson, Margrét Hauksdóttir
og Guðni Ágústsson.
Vigdís Sigur-
björnsdóttir og
Guðmundur
Bjarnason.
Jón Ásgeirsson,
Garðar Thór Cortes,
Garðar Cortes og
Elísabet Þorgeirsdóttir.
Baltasar Samper, Kristjana
Samper, Ólafur Egilsson
og Ragna Ragnars.
Bylgja Rún Svansdóttir
og Árni Örn Arnarson.
Ágúst Orri
Sigurðsson
og Gerður
Guðlaugsdóttir.
Elísabet Jó-
hannesdóttir
og Gunnlaugur
Haraldsson.
Á LAUGAVEGINUM
voru jólainnkaupin
í algleymingi.
Sólveig Þorvaldsdóttir og
Kristbjörg Jakobsdóttir.
Anna Kristín Daníelsdóttir og
Anna Sigríður Stefánsdóttir.
L
jó
sm
yn
di
r:
Á
rn
i T
or
fa
so
n
Steinunn Jónsdóttir og
Herdís Sif Þorvaldsdóttir.
Birna Jakobsdóttir, Björg Ingólfsdóttir, Hrund
Finnbogadóttir og Árný Hlín Hilmarsdóttir.
L
jó
sm
yn
di
r:
Á
rn
i T
or
fa
so
n
. . . enda gengur einkaþjálfarinn nú undir gælunafninu Bjúgkrækir . . .
Hörður Sigurbjarnarson
og Þórunn Harðardóttir.
L
jó
sm
yn
di
r:
S
ve
rr
ir
Herra Karl Sigurbjörnsson biskup, Valerie Amos barónessa, Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, Dorrit Moussaieff og Kristín Guðjónsdóttir.
Anna Vilborg Gunnarsdóttir, Halldór
Guðmundsson og Ingimundur Sigfússon.