Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 10
Þ að er hræðilegt að vera með Jóni Geir í hljóm- sveit,“ segir Svavar Knútur Kristinsson, söngv- ari og foringi hinnar bráðskemmtilegu sveitar Hrauns. „Þegar jafnfjölhæfur músíkant, skemmtilegur og flinkur, er annars vegar verð- ur maður að hafa sig allan við svo hann skyggi ekki á mann,“ bæt- ir hann við hlæjandi. „Söngvari í skugga trommuleikara er ekki í góðum málum!“ Og það verður ekki af Jóni Geir Jóhannssyni skafið: Svo fjöl- hæfur er hann að sjálfur kallar hann það ofvirkni. Fyrir utan að vera trommari og meðsöngvari í Hrauni gegnir hann svipuðum hlutverkum í hljómsveitinni Ampop sem hafið hefur landvinn- inga ytra, er nýkomin úr tónleikaferð um Bretland þar sem smá- skífa hennar er í dagsspilun á XFM og Radio 2 hjá BBC, og sendir frá sér breiðskífu á Íslandi nú fyrir jólin. Hann er einnig áhuga- leikari og á sviðinu í Tjarnarbæ þessar vikurnar í uppfærslu Hug- leiks á Jólaævintýri Dickens, þar sem hann bæði leikur og tekur þátt í tónlistarflutningnum. Hann smíðar trommusett fyrir sjálfan sig og aðra. Hann hefur stundað mannfræðinám við Háskóla Ís- lands þótt BA-ritgerðin bíði enn ókláruð. Ásamt konu sinni Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur heldur hann á sumrin slagverks- námskeið fyrir ungt fólk. Ef einhverjum sýnist fáar smugur eftir í deginum er því við að bæta að Jón Geir Jóhannsson vinnur í fullu starfi sem verslunarstjóri Dressmann í Kringlunni. Á þessum síðustu dögum fyrir jól ætti það sannarlega að vera fullt starf. „Mér líður einsog loðnuskipstjóra á miðri vertíð,“ segir Jón Geir. „Kúnnarnir koma í torfum. Þetta er ákaflega skemmti- legt.“ En hvernig kemst þetta allt fyrir í einum og sama manninum og á 24 klukkutím- um sólarhringsins? „Ég veit það varla,“ svarar hann. „Sjaldan rekst þetta saman, af einhverjum ástæðum. Félagar mínir tveir í Ampop búa báðir erlendis þannig að sú sveit starfar mest í törnum. Þegar við spilum ytra hef ég þurft að fá kannski vikufrí. Við förum í stutta tónleikaferð um Bretland í janúar sem lýkur með tónleikum hér í Reykjavík og jafnvel víðar um landið og þá verð ég að fá mig lausan úr vinnunni. En yfirleitt næst að raða þessu öllu farsællega saman.“ Ertu svona skipulagður? „Nei, en konan mín er það! Hún er eiginlega umboðsmaðurinn minn. Fólk er fyrir löngu búið að læra að ekki þýðir að hringja í mig og treysta því að ég muni allt sem ég á að gera. Það hringir því í hana og hún sér svo um að sparka mér af stað í rétta átt hverju sinni.“ Betri tónlistarmaður en leikari | Jón Geir hefur verið í Ampop í eitt og hálft ár en sveitin var stofnuð 1998. „Ampop var tölvutónlistarband í upphafi en hefur nú tekið miklum breytingum. Þegar ég kom inní bandið voru félagar mínir að mestu búnir að semja lögin á nýju plötuna en ég tók þó þátt í samningu þriggja þeirra síð- ustu. Í framtíðinni munum við hins vegar vinna tónlistina saman. Ampop flytur núna þægilega popptónlist, þar sem eimir enn eftir af áhrifum tölvutónlistarinnar í bakgrunninum, mjúkum „ambient“ hljóðum og mottum.“ Sjálfum finnst Jóni Geir skemmtilegast að hlusta á „heavy metal“ tónlist. „Iron Maiden eru í guðatölu hjá mér og melódískt þýskt og finnskt „speed-metal“. Am- pop-liðar skilja alls ekki þessa áráttu mína og þykir skelfileg tónlist. En þótt hún sé langt frá því sem bæði Ampop og Hraun flytja hefur hún mikil áhrif á allt sem ég geri. Í henni er einhver ofsaleg tjáningargleði. Í rauninni flokkast hún undir afreks- íþróttir.“ Hljómsveitin Hraun, sem hefur starfað í þrjú ár, er sumsé enn annar tebolli. „Besta lýsing sem ég hef heyrt á frumsamda efninu okkar er „þerapísk þjóðlaga- tónlist“, sem helgast af því hversu mikil ást er í hljómsveitinni! Við erum hópur manna sem aldrei þarf að tala saman, sem er stórkostlegt. Tónleikar Hrauns byrja yfirleitt í algjöru svartnætti og þunglyndi en taka svo smátt og smátt sveifluna uppá við og enda með algjöru partíi þar sem okkur er ekkert heilagt. Til dæmis ákváðum við um daginn að víxla hljóðfærum seinni hluta tónleika. Það var alveg stór- skemmtilegt. Ég spilaði þá á tamborínu sem var eina hljóðfærið sem var laust!“ Hann hefði eflaust geta gripið í eitthvert annað og meira hljóðfæri, eins og til dæmis franskt horn eða trompet, sem hann lærði á í Laugarnesskólanum í Reykja- vík og spilaði á í lúðrasveit skólans. Laugarnesskólinn var örlagaríkur skóli fyrir Jón Geir, því þar steig hann einnig sín fyrstu skref á leiksviðinu. „Laugarnesskól- inn hefur það framyfir flesta skóla, sem ég þekki til, að þar er ýtt undir virka þátt- töku í listgreinum á borð við leiklist og tónlist. Þar var t.d. alltaf morgunsöngur. Síðar nam ég bæði og kenndi við Tónlistarskólann á Ísafirði.“ Jón Geir, sem núna er þrítugur, er fæddur og að mestu uppalinn á Ísafirði. Hann Jón Geir Jóhannsson segist ömurlegur í prjónaskap. Fátt annað er þessum fjölþætta hæfileikamanni óviðkomandi, hvorki í tónlist, leiklist, mannfræði, fatatísku né verslunarrekstri. Eftir Árna Þórarinsson AMPOPPAÐUR, HRAUNAÐUR, HUGLEIKINN, DRESSMANNAÐUR OG … Jón Geir: Buxnaskjóni … L jó sm yn d: S ve rr ir 10 | 18.12.2005

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.