Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 19
Íslensku jólasveinarnir
í Þjóðminjasafninu
Jólasveinarnir koma alla daga 12.- 24. desember
kl. 11 virka daga (og á aðfangadag) en kl. 14 um helgar
Hurðaskellir sunnudag 18. desember kl. 14
Skyrgámur mánudag 19. desember kl. 11
Bjúgnakrækir þriðjudag 20. desember kl. 11
Gluggagægir miðvikudag 21. desember kl. 11
Gáttaþefur fimmtudag 22. desember kl. 11
Ketkrókur föstudag 23. desember kl. 11
Kertasníkir laugardag 24. desember kl. 11
Hvar er jólakötturinn?
Leikur fyrir alla
fjölskylduna
Á aðfangadagskvöld ræður íhaldssemin ríkjum og við borðum svínahamborg-arhrygg. Það hefur verið venjan á heimilum okkar Silju (Rutar Ragnars-dóttur) og heldur því áfram hjá okkur. Rjúpan kemur ekki við sögu, þótt
hún sé æðisleg. Litla fjölskyldan er alltaf saman á aðfangadag og opnar pakkana, svo
er farið í heimsókn. Systkinahópurinn er stór og við skiptumst á að halda kaffiboð
seinna um kvöldið. Á jóladag er fjölskylduboð hjá bróður mínum, þar sem við borð-
um hangikjöt. Annan jóladag er misjafnt hvað við gerum, hann er mun frjálslegri. Á
gamlárskvöld er fjölskyldan saman eins og á aðfangadagskvöld, síðan safnast fólk
saman einhvers staðar, jafnvel heima hjá okkur því við búum hátt uppi og erum með
gott útsýni á flugeldana. Þá er misjafnt hvað við borðum, stundum kalkún eða lamba-
kjöt. En jólunum hróflum við ekki við. Mér finnst reyndar ómissandi að fara í kirkju á
jólunum og vandist því þegar ég var barn á Ísafirði að fara í miðnæturmessu. Einnig
förum við í kirkjugarðinn milli fjögur og sex á aðfangadag.
Dætur okkar eiga báðar afmæli í desember, 18. og 29., og höldum við upp á af-
mælin þeirra saman. Það er því mikið að gera við jólahald, afmæli, útgáfu, spila-
mennsku og skemmtanir, segir Bjarni Arason um jólin hjá fjölskyldunni.
Bjarni Ara – Svíng
Á Svíng leikur Bjarni Ara sér að íslenskum og erlendum dægurperlum við undirleik
stórsveitar undir styrkri stjórn Þóris Úlfarssonar. Platan inniheldur meðal annars lögin
Allur lurkum laminn og Ástar óður en þar nýtur Bjarni aðstoðar Helga Björnssonar
söngvara. Útgefandi: Sena.
Bjarni Arason og fjölskylda
Íhaldssemin
allsráðandi
Silja, Bjarni, Thelma Ósk, sem
er að verða tíu ára, og Kamilla
Rós, sem verður sex ára í dag.
L
jó
sm
yn
d:
G
ol
li