Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 32
KRABBINN
Krabbinn tengist fjórða húsinu; heimili, fjöl-
skyldu og bernsku í sólarkortinu, sem hafa
má í huga við gjafainnkaupin. Inniskór,
myndaalbúm, matreiðslubók eða hvaðeina
sem hann getur notið á heimili sínu eða bætir
lífið innan fjögurra veggja slær ábyggilega í
gegn. En það er ekki bara heimilið sem krabb-
inn einbeitir sér að, ættfræðiforrit gæti verið
eitthvað fyrir hann. Krabbinn er vatnsmerki og
því tilfinningavera, gjafir sem höfða til við-
kvæmni hans eru enn eitt, eitthvað heimatilbú-
ið sem táknar samband þitt og hans snertir
hann djúpt. Matur og heimili tengjast órjúf-
anlegum böndum, svo allt sem tengist matbún-
ingi, til dæmis námskeið eða gjafakarfa, er vel
þegið.
HUGMYNDIR
Konfekt, bækur, inniskór (kona), gjafabréf í
byggingavöruverslun, íþróttagalli, gjafakarfa
með mat, dúkur (kona), myndaalbúm, eldhús-
áhöld eða græjur (kona), dagbók, matreiðslu-
bók, grill, matreiðslunámskeið, ættfræðiforrit,
kerti (kona), gjafabréf í búsáhaldaverslun,
handklæði (kona), hvíld á heilsuhæli.
Djúpur hiti í leirbaði slakar á vöðvum og linar verki í stoðkerfi.
Leirbað kostar 3.000 kr. hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði,
einnig er hægt að panta sérstaka heilsudaga.
New Wave-kaffistell, frá Villeroy & Boch. Kaffibolli og
undirskál 1.980 kr. Hliðardiskur 1.590 kr. Teskeið 990 kr.
og 1.200 kr. Verslunin Villeroy & Boch í Kringlunni.
Í Ostabúðinni við Skólavörðustíg er hægt að fá körfur með ýmsum
íslenskum og erlendum ostum, sérlagaða rjómaosta sem eru
hrærðir í Ostabúðinni, sultur, kex eða baguette ( heimalagað
brauð). Þær eru á verðbilinu 3.000 kr. og upp úr.
Kerti sem skapar
réttu stemninguna
fyrir krabbann
(og sporðdrekann).
Blómálfurinn,
Vesturgötu.
1.150 kr.
Hlýjaðu krabbanum á fótunum
(og um hjartað). Mokkainniskór, 995 kr.
Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind.
Súkkulaði, það besta,
gæti líka verið upp-
lögð gjöf. 2.490 kr.
Penninn.
On food and
cooking sviptir
hulunni af
leyndardómum
matargerðar,
Kokka, 3.950 kr.
Krabbinn hefur dálæti á því sem
tengist heimilinu og matargerð.
Ætigarðurinn nefnist handbók
grasnytjungsins,
3.490 kr. Penninn.
VIÐKVÆMA, LEYNDARDÓMSFULLA
OG TILFINNINGARÍKA
Vatnsmerkin eru fjórði og síðasti flokkurinn í umfjöllun
Tímaritsins um stjörnumerkin og gjafahugmyndir. Minnt er
á að hafa ber í huga að hver og einn er yfirleitt samsettur úr
nokkrum stjörnumerkjum. Til þess að gaumgæfa það
nánar þarf stjörnukort og fæðingartíma þiggjandans.
GJAFAHANDBÓK DÝRAHRINGSINS
Fyrir