Morgunblaðið - 18.12.2005, Qupperneq 46
46 | 18.12.2005
SMÁMUNIR …
Býr lítil Imelda Marc-
os í þér? Áttu skó í
hundraðatali en engar
hallir til að geyma þá
í? Lendirðu gjarnan í
glímu við skópör sem
þvælast hver um önn-
ur þver í fataskápnum,
á forstofugólfinu,
undir rúmi og bara
hvar sem er? Þá gætu
Clear Box öskjurnar
verið lausnin. Þær eru
í mismunandi stærð-
um sem henta undir
skófatnaðinn, hattana
og annað sem þarf
geymslu við. Gegn-
sætt plastið tryggir að
ekki þarf að kafa ofan
í kassana til að sjá
hvaða eftirlætisskópar þeir geyma og boxin gera það
að verkum að hægt er að stafla dýrgripunum án þess
að þeir fari í hrúgu eða rispi hvern annan. Öskjurnar er
hægt að panta á vefsíðunni www.theclearbox.com en
þar er m.a.að finna íslenskan birgi sem sendir vöruna
heim að dyrum innan þriggja til fjögurra daga. Pakki
með 10 skóboxum kostar 3.950 krónur og sama verð
er á fimm stígvélaboxum en ýmsar útfærslur eru á
pökkunum. Boxin koma samanbrotin en ku vera ein-
föld að setja saman. Rúsínan í pylsuendanum er að þau
eru framleidd úr umhverfisvænu efni sem skaðar ekki
náttúruna.
L
jó
sm
yn
d:
S
ve
rr
ir
Skipulag fyrir skófíkla
Innblásturinn fyrir nýja herrailminn
frá Gant, Adventure, er sóttur á haf
út. Hugmyndin er að hrífa notandann
frá hávaða, þrengslum og malbiki
stórborgarinnar, ef ekki í eigin per-
sónu þá í huga sér hvenær sem er. Og
hvert skal þá haldið? Auðvitað út á
sjó í sjávarúðann, salta loftið og
frískan vind í seglum. Ilmberinn getur
nánast fundið fyrir mildu viðardekk-
inu undir fótum sér og endalausum
blámanum yfir höfði sér. Við þetta
blandast angan af greipávexti og
koriander og allt á þetta að fram-
kalla tilfinningu af frelsi, gleði og
ævintýri.
L
jó
sm
yn
d:
G
ol
li
Þar sem hafið
mætir himninum
Nú er kominn sá tími ársins þegar allir eiga aðvera rosalega jákvæðir og ástríkir og hlakka tilallan sólarhringinn. „Éééég hlakka svo til,“
gaular alls staðar og misfærir jólasveinar dúkka upp
með minnsta fyrirvara. Grýla og Leppalúði líta aldrei
eins út milli daga þar sem þau hræða börn landsins og
fólk jarmar yfir því hvað sé erfitt að finna jólagjafir og
að það sé bara búið að baka svo og svo margar sortir af
jólakökum og hafi áhyggjur af því að hafa ekki pantað
nógu snemma jólahlaðborð. Það er sungið um hvernig
allt breytist við það eitt að jólin komi og fólk verður
hreinlega ástfangið bara út af jólunum. Búðir fyllast af
hljómplötum og bókum. Í ár er það smart að gefa út
hljómplötu út á það eitt að geta sungið lög eftir aðra.
Sjálfsagt er það „ædol“-væðingin sem veldur þessu, nú
þykir orðið stórmerkilegt að fólk haldi lagi. Annar hver
rithöfundur er farinn að skrifa
glæpasögur og menn móðga hver
annan með ævisögum. Allt eins og
það á að vera fyrir jólin.
Ég er ekki að reyna að eyði-
leggja jólastemninguna fyrir les-
endum en allt frá því ég komst á
unglingsaldur hætti ég að hlakka
til jólanna. Ég veit bara að þau
koma, enda er maður minntur á
það frá miðjum nóvember að þau
séu að koma. Jólin eru eins og
rússíbanaferð sem er alltof stutt. Vagninn er rosalega
lengi að silast upp fyrstu brekkuna og brunar svo niður
eina litla lykkju. Jólin eru hátíð barna og kvenna. Börn-
in hlakka fyrst og fremst til pakkanna. Konur hlakka til
þess að skreyta, baka, kaupa jólagjafir, jólatré … í það
minnsta þær sem ég þekki. Þær hafa gaman af því að
ráfa búð úr búð og kaupa og kaupa. Ég þekki fáa karl-
menn sem hafa gaman af því. En það er markaðsaflanna
að sannfæra alla um að þeir hlakki í raun og veru til
jólanna, það sé hreinlega eitthvað að manni að hlakka
ekki til jólanna! Ég viðurkenni að ég fer að hlakka til
jólanna en ekki fyrr en í kringum 22. desember. Þá
hlakka ég til þess að komast í jólafrí, borða jólamat og
að sjá mína nánustu taka upp jólagjafirnar sínar. Þar er
minni tilhlökkun lokið.
Ég kemst alveg í hátíðarskap þótt úti „séu“ snjór og
krap, eins og Helga Möller orðaði það. Það er kærustu
minni að þakka að ég kemst í eitthvert jólaskap yfirleitt.
Hún kreistir það út úr mér, jólabarnið að tarna. Það er
allt breytt vegna þín, þú komst með jólin til mín, eins
og Bó Hall myndi orða það. „Finnst þér þetta ekki sætt
jólaskraut,“ spyr hún. Jújú, voða sætt jólaskraut.
„Finnst þér aðventukransinn ekki fallegur?“ Jú, allra
kransa fegurstur. Síðan misþyrmir hún mér með leið-
inlegum jólalögum, hlustar meira að segja á þau í bíln-
um á leiðinni í vinnuna! „Já ég vild’ að alla daga væru
jóóóól,“ syngur Eiríkur Hauksson. Ert’ ekki að grínast
Eiríkur? Þá væru allir landsmenn ýmist í skuldafangelsi
eða dauðir úr offitu. Allt er nú gott í hófi, Eiríkur!
Það vill oft loða við pistla eins og þennan að höfund-
arnir hafi allt á hornum sér og þyki allt ómögulegt. Ég
er nú vonandi ekki svo mikill Skröggur. Mér finnst jólin
frábær þegar þau loksins koma, enda mikið matargat og
söngelskur. Mér finnst jólastemningin mest þegar maður
er nýkominn úr baði, finnur lyktina af rauðkáli og heyr-
ir kórsöng í útvarpinu. Ekki verra að snjói stórum flygs-
um. Jólin eiga ekki að vera eitthvert stress-rugl þar sem
fólk hleypur móðursjúkt um Kringluna seint á Þorláks-
messukvöld. Rólegan æsing, þetta eru nú bara jólin.
Gleðileg jól! | helgisnaer@mbl.is
Ég hlakka (ekki) svo til
Pistill
Helgi
Snær
Jólin eru eins og
rússíbanaferð sem er
alltof stutt.