Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 22 TÍMAMÓT Krýndur fyrir 25 árum bls. 22 FIMMTUDAGUR bls. 6 179. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 19. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Kosningar í Þýskalandi FUNDUR Félag stjórnmálafræð- inga og sendiráð Þýskalands á Ís- landi boða til fund- ar um þýsku kosn- ingarnar í kvöld klukkan 20.00. Fundurinn verður haldinn í þýska sendiráðinu að Laufásvegi 31. Stjórnmálafræðingarnir Auðunn Arnórsson og Rósa Erlingsdóttir munu flytja stutt erindi í upphafi fundar og sendiherrann býður fólk velkomið. Kosið verður í Þýska- landi á sunnudaginn. Hvað kostar að reka fyrirtæki? RANNSÓKN Iðnaðar- og viðskiptaráð- herra kynnir í dag niðurstöðu nýrr- ar alþjóðlegrar samanburðarrann- sóknar á stofn- og rekstrarkostn- aði fyrirtækja. Markmið rannsókn- arinnar var að fá samanburð á kostnaði við að stofna og reka fyr- irtæki í mismunandi atvinnugrein- um hérlendis og erlendis. Náði könnunin til 14 flokka atvinnu- greina í hátt í hundrað borgum í níu löndum, auk Íslands. Álgjörningur á Austurvelli UPPÁKOMA Þeir sem staðið hafa fyr- ir mótmælum á Austurvelli undan- farið vegna virkjanaframkvæmda fyrir austan ætla að vera með ál- gjörning á hádegi í dag. Gjörning- urinn heitir Ál-konurnar afhjúpað- ar og verður fluttur af tveimur konum. PERSÓNAN Mannfræðingum smalað saman DÝRAHALD Hundar í lýtaaðgerð ÍÞRÓTTIR Hver er hann? SÍÐA 14 SÍÐA 12 Hörð barátta framundan TÓNLIST ÞETTA HELST Réttarhald yfir konunni semákærð er fyrir að hafa banað dóttur sinni var lokað í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Konan mætti ekki við þingfestingu málsins vegna mistaka. bls. 2 Búist er við að Skaftárhlaupiðnái hámarki í morgunsárið. Líklegt er að rennslið sé yfir 1.000 rúmmetrar á sekúndu. bls. 2 Samkvæmt nýju frumvarpi tilbarnalaga, sem kynnt hefur verið í ríkisstjórn, verður hægt að þvinga fram umgengnisrétt með beinni aðfarargerð. bls. 4 Séra Flóki Kristinsson, sóknar-prestur á Staðarhóli, segist hafa kýlt listmálara í sjálfsvörn. bls. 4 REYKJAVÍK Suðaustan 5-10 m/s og súld eða dálítil rigning. Hiti 7 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 8 Akureyri 3-5 Léttskýjað 7 Egilsstaðir 3-5 Skýjað 7 Vestmannaeyjar 5-10 Súld 10 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á fimmtudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 18,6% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuðborgarsvæðinu á fimmtu- dögum? 48,0% 55,7% VIÐSKIPTI Stjórnir Kaupþings og hlutabréfasjóðsins Auðlindar hafa undirritað samrunaáætlun. Auðlind sem er sjóður í vörslu Kaupþings mun samkvæmt áætl- uninni sameinast Kaupþingi banka. Samkomulagið felur í sér að hluthafar Auðlindar fá 14% yf- irverð fyrir bréf sín, en það verð- ur greitt með hlutabréfum í Kaupþingi. Þeir hluthafar sem þess óska geta selt bréf sín í Kaupþingi á genginu 12,5 óháð því hvort það lækkar fram að hluthafafundi sem halda á í nóvember. Ástæðuna fyrir þessum sam- runa má einkum rekja til tveggja þátta. Annars vegar til rekstrar- umhverfis hlutabréfasjóða. Hins vegar mun eigið fé Kaupþings styrkjast til muna við samrunan. Eigið fé Kaupþings hefur verið í lægra lagi miðað við fyrirtæki í sambærilegri starfsemi. Veik eiginfjárstaða getur reynst fjár- festingarbönkum og tryggingafé- lögum þung í skauti ef markaðs- verð bréfa í eigu fyrirtækjanna lækkar. Hreiðar Már Sigurðsson að- stoðarforstjóri Kaupþings segir sjóðina litla og þeir séu tvískatt- aðir. Auk þess muni skattaafslátt- ur vegna hlutabréfakaupa verða afnuminn við lok þessa árs. Auk sameiningarinnar við Auðlind stefnir Kaupþing að yfir- töku JP Nordiska bankans. Gangi báðar þessar áætlanir eftir verða eignir Kaupþings um 200 millj- arðar. Eigið fé verður eftir sam- runana um 18 milljarðar. „Ef að þetta gengur eftir verðum við með svipað eigið fé og Lands- banki og Íslandsbanki. Eiginfjár- hlutfallið verður töluvert hærra.,“ segir Hreiðar Már. Hann telur boðið hagstætt fyr- ir hluthafa Auðlindar. Varðandi JP Nordiska segir Hreiðar Már að bankinn sé á góðu verði. Kaup- þing hefur boðað til hluthafa- fundar til að skipta um stjórn í bankanum. Kaupþing hefur tryg- gt sér stuðning 57% hluthafa bankans. Allar líkur eru því á að skipt verði um stjórn og bankinn síðan yfirtekinn. hafldid@frettabladid.is Kaupþing á stærð við Landsbanka Hlutabréfasjóðurinn Auðlind og Kaupþing vilja sameinast. Rekstrarumhverfi hlutabréfasjóða er óhagstætt. Kaupþing borgar yfirverð og styrkir um leið eiginfjárstöðu sína. Allt stefnir í yfirtöku sænsks banka. Yfirtökur og samruni þýða að eigið fé Kaupþings verður svipað og Landsbanka eða Íslandsbanka. SAMRUNI OG SÓKN Kaupþing er á hraðri leið að stækka efna- hagsreikning sinn með samruna og yfir- töku Auðlindar og JP Nordiska. JERÚSALEM, AP Palestínumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í gær í norðurhluta Ísraels. Ísraelskur lögreglumaður lét lífið og tveir menn særðust. Þetta var fyrsta sjálfsmorðsárás Palestínumanna eftir sex vikna hlé. Í gærmorgun var ísraelskur ökumaður myrtur á Vesturbakkan- um í skotárás, sem samtökin Al Aksa segjast bera ábyrgð á. Ísraelsmenn segja að það hlé, sem varð á hryðjuverkum Palest- ínumanna, megi þakka umfangs- miklum hernaðaraðgerðum Ísraels á herteknu svæðunum. Frá því í júní hefur Ísraelsher setið um allar helstu byggðir Palestínumanna á Vesturbakkanum með hörmuleg- um afleiðingum fyrir efnahag og daglegt líf Palestínumanna. Alþjóðakvartettinn, sem svo hefur verið nefndur, það er að segja fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins, sendi á þriðjudaginn frá sér gróf drög að friðaráætlun handa Palestínu- mönnum og Ísraelsmönnum. Kvar- tettnum tókst ekki að koma sér saman um nákvæma tímaáætlun eins og Palestínumenn höfðu von- að. Hugmyndir hópsins gera ráð fyrir að Palestínumenn og Ísra- elsmenn nái að sættast á frið í þremur áföngum, sem ljúki árið 2005 með varanlegum friðar- samningi.  Daginn eftir friðartillögur „kvartettsins“: Sjálfsmorðsárás eftir sex vikna hlé UNDIR HERNÁMI Ísraelsmenn segja að sex vikna hlé á sjálfsmorðsárásum Palestínumanna megi þakka ísraelska hernum, sem liggur eins og mara á Palestínumönnum á Vesturbakkanum. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.