Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 19. september 2002 MOSKVA Rússneski rithöfundurinn Dimitri Yemets vísar því algjör- lega á bug að nýútkomin bók hans, Tanya Grotter and the Magical Double Bass, sé eftirlíking af Harry Potter. Tanya, sem er með kringlótt gleraugu, flýgur um á töfrahljóðfæri, er með fæðingar- blett á nefinu og stundar nám í Abracadabra-skólanum fyrir ung- ar nornir, á þó óneitnalega grun- samlega margt sameiginlegt með Harry Potter. Höfundurinn heldur því þó fram að sagan sé byggð á rússneskum þjóðsögum og munn- mælum og endurspegli rússneska menningu. Útgefendur Harry Pott- er-bókanna líta málið allt öðrum augum. Talsmaður þeirra segir bókina vera hneyksli og grófan rit- stuld. Bókin er nú til skoðunar í London þar sem ákvörðun verður tekin um hvort Dimitri Yemets verður lögsóttur. Á sama tíma geta útgefendur Potter-bókanna ekki gefið upp neina dagsetningu á það hvenær fimmta bókin um galdra- strákinn kemur út, en tvö ár eru liðin síðan bók númer fjögur var gefin út og orðrómur hefur verið á kreiki um að höfundurinn, J. K. Rowlilng, sé haldin ritstíflu. TÓNLIST Flestum á óvörum var það hin unga Ms Dynamite sem hreppti Mercury verðlaunin í ár fyrir plötu sína „A Little Deeper“. Verðlaunin voru afhent á þriðju- dagskvöldið og höfðu flestir spáð eins manns hip-hop sveitinni The Streets verðlaununum. Sigurinn kom einnig afar flatt upp á stúlk- una og sagðist hún ekki skilja af hverju hún hefði unnið frekar en The Streets, The Coral eða goðið David Bowie. Aðrir sem voru tilnefndir í ár voru Beverly Knight, The Bees, Doves, The Electric Soft Parade, Gemma Hayes, Guy Barker, Joanna MacGregor og Roots Manuva. Ms Dynamite hef- ur átt mikilli vel- gengni að fagna í heimalandi sínu frá því að hún gaf út frumraun sína og er til dæmis tilnefnd í sex flokkum á Mobo verðlaunahátíðinni sem haldin verður í október. Í verðlaun fékk stúlkan af- henta ávísun upp á 20 þúsund pund (rúmar 2,7 millj- ónir ísl. kr.). Stúlkan sagðist ætla að gefa alla upphæðina til góðgerðamála en sagðist enn eiga eftir að gera upp hug sinn á milli málefna. Ms Dynamite heit- ir réttu nafni Naomi McLean-Daley og hef- ur vakið mikla athygli fyrir að fara sínar eig- in leiðir þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Hún semur og útsetur sjálf. Hún hefur feng- ið lof fyrir frumlegar textasmíðar sínar og þykir skarta fallegri söngrödd. Stærstu smellir hennar í heima- landinu hafa verið lögin „Dy-na- mi-tee“ og „It Takes More“.  MEÐ RITSTÍFLU? Höfundur Harry Potter er ekki enn tilbúinn með fimmtu bókina um stráksa, tveimur árum eftir að sú fjórða kom út. Rússneskur rithöfundur gæti átt yfir höfði sér lögsókn fyrir að stæla sögurnar. Rússnesk saga um galdrastelpu: Sögð vera eftirlík- ing af Harry Potter MS DYNAMITE Ung og efnileg snót sem kann að svara fyrir sig. Hingað til hefur það að vinna Mercury verðlaunin verið mikil lyfti- stöng fyrir tónlistarmenn og því óhætt að búast við því að þessi stúlka verði vel sjáanleg í framtíðinni. Mercury verðlaunin 2002: Ms Dynamite vann MERCURY SIGURVERAR 1992 Primal Scream 1993 Suede 1994 M People 1995 Portishead 1996 Pulp 1997 Roni Size & Reprazent 1998 Gomez 1999 Talvin Singh 2000 Badly Drawn Boy 2001 PJ Harvey 2002 Ms Dynamite FLUGMÁL Varnarliðið hefur afhent flugminjasafninu að Hnjóti við Patreksfjörð gamla flutninga- flugvél, sem staðið hefur sem minnisvarði á Keflavíkurflug- velli undanfarinn aldarfjórðung. Flugvélin, sem er af gerðinni Douglas C-117D og nefnd hefur verið „súper þristur,“ er endur- bætt útgáfa af hinum fræga Douglas DC-3 eða „þristi.“ Flugvélar af þessari gerð voru m. a. notaðar við björgun- arstörf hér við land og kom ein slík við sögu í Vestmannaeyja- gosinu árið 1973. Sú flugvél sem afhent verður flugminjasafninu var smíðuð árið 1944. Hún þjón- aði lengi í flutningadeildum flot- ans við Kyrrahaf og víðar, en kom til varnarliðsins í septem- ber árið 1973.  KVIKMYNDIR Klámmyndakóngurinn Ron Jeremy er væntanlegur til landsins til að vera viðstaddur sýn- ingu heimildarmyndar um sjálfan sig sem nefnist Pornstar; The Legend of Ron Jeremy. Myndin verður sýn í Háskólabíó á vegum Film - Undur en kvikmyndaklúbb- ur með því nafni hefur vetrarstarf sitt í vikunni. Ron Jeremy er orð- inn goðsögn í lifanda lífi og þykir með athyglisverðustu klámmynd- stjörnum sem fram hafa komið á síðustu áratugum. Hann hefur þó verulega dregið úr leik í klám- myndum með aldrinum og þá sér- staklega vegna þess að hann hefur fitnað verulega. Ron Jeremy mæt- ir á forsýningu myndarinnar um sig og gefst áhorfendum tækifæri til að „spyrja hann spjörunum úr“ eins og segir í tilkynningu frá Film - Undur. Kvikmyndaklúbburinn stefnir að því að vera með sýningar á at- hyglisverðum myndum fjórum sinnum í viku í allan vetur.  Heimildamyndin Pornstar sýnd hérlendis: Klámkóngur á leið til landsins Varnarliðið: Flugminjasafnið fær „súper þrist“ RON JEREMY Klámstjarna með stíl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.