Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 14
Bono, söngvari hljómsveitar-innar U2, steig óvænt á svið með rokkurunum í The Rolling Stones í Chicago fyrir skömmu. Flutti hann þar lagið „It’s Only Rock and Roll.“ Birtist söngvar- inn öllum að óvörum á tón- leikunum, sem haldnir voru í 5.000 manna tón- leikahöll. Eftir að hafa sungið lagið gekk hann af sviðinu án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. Bono var staddur í Chicago vegna upptöku á sjónvarpsþætti Oprah Winfrey þar sem hann var gestur. Thom Yorke, söngvari hljóm-sveitarinnar Radiohead, ætl- ar að koma fram einsamall á góðgerðartónleikum í Bandaríkj- unum í lok októ- ber. Gamla kempan Neil Young er einn af stofnendum styrktarsjóðsins sem stendur fyr- ir tónleikunum. Radiohead eru miklir aðdáend- ur Young og hafa oft spilað lag hans, „Cinnamon Girl,“ á tónleik- um sínum. Foo Figthers, Ryan Adams og Neil Young sjálfur munu einnig troða upp á tónleik- unum. Óskarsverðlaunahafinn TomHanks hefur ákveðið að gefa leikstjóraferilinn upp á bátinn. Hanks, sem hef- ur leikstýrt kvikmyndinni „That Thing You Do,“ og fram- haldsþáttunum „Band of Brothers,“ seg- ist ekki hafa tíma til að leik- stýra fleiri myndum vegna þess að þær taki of mikinn tíma frá fjölskyldunni. 14 19. september 2002 FIMMTUDAGUR THE SWEETEST THING kl. 8 MINORITY REPORT b.i. 14 kl. 5 og 8 LITLA LIRFAN - Stutt kl. 4 og 4.30 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40 b.i. 14 Sýnd kl. 4.45, 7.30 og 10.10 Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i. 12 kl. 8 SIGNS kl. 5.45 og 10.15MAÐUR EINS OG ÉG THE SUM OF ALL FEARS kl. 8 24 HOUR PARTY P. kl. 5.45 og10.20 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.40 og 10.15 MAÐUR EINS OG ÉG 8 og 10.15 VIT422LILO OG STITCH kl. 4 og 6 VIT 430 LILO OG STITCH ísl. tali kl. 4 VIT429 SIGNS kl. 5.50, 8 og 10.15 VIT427 PLUTO NASH kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT432 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10 VIT 435 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VIT 433 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VIT 440 kl. 10.30 FILMUNDUR BATTLE ROYALE FRÉTTIR AF FÓLKI KVIKMYNDIR Eina óveðursnótt fær sjómaður á Miðjarðarhafi ungan mann með tvö skotsár á bakinu í net sitt. Í fyrstu telur hann manninn af en hann sýnir fljót- lega lífsmark. Það eina sem mað- urinn hefur á sér er númer á svissneskum bankareikningi. Þegar hann rankar við sér getur hann ómögulega munað nafn sitt eða neitt um fortíð sína. Hann eltir því einu vísbendingu sína til Zurich. Í bankahólfinu þar uppgötvar hann nafn sitt, Jason Bourne, safn vegabréfa sem geyma öll mynd af honum en mismunandi nöfn og stóran bunka af seðlum. Bourne kemst fljótlega að því að hópur manna vill hann feigan og svífst einskis til þess að ná því takmarki. Það kemur sér því ekki illa fyrir hann að hann virð- ist eiga afar auðvelt með að bjar- ga sér út úr erfiðum aðstæðum. Hann leggst því í það verkefni, ásamt stúlkunni Marie sem slæst í för með honum, að elta þær vísbendingar sem geta hugsanlega fært honum fortíð hans á nýjan leik. Að sjálfsögðu með sérþjálfaða leyniþjónustu- menn á hælunum sem vilja hon- um ekki vel. „The Bourne Identity“ er gerð eftir samnefndri skáldsögu höfundarins Robert Ludlum sem hann gaf út árið 1980. Bókin varð sú fyrsta af þremur um ævintýri Jason Bourne. Ludlum lést í fyrra eftir hjartaáfall. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem leyndardómurinn um Jason Bourne kemst fyrir framan myndavélina því árið 1988 var gerð sjónvarpsmynd eftir bók- inni. Þá lék leikarinn Richard Chamberlain (“The Towering In- ferno (‘74)“, „The Three Musket- eers (‘73)“ og „King Salomons Mines (‘85)“ ) minnislausa huldumanninn. Í nýju útgáfunni þreytir leik- arinn Matt Damon (“The Talented Mr. Ripley“ og „Good Will Hunting“) frumraun sína sem hasarmyndahetja en hann hefur fram að þessu aðeins tekið að sér alvarlegri hlutverk. Aðrir leikarar í myndinni eru Franka Potente (“Rennt Lola, Rennt“), Chris Cooper (“The Patriot“) og Julia Stiles (“O“ og „Save the Last Dance“). Myndinni er leikstýrt af hin- um bráðefnilega leikstjóra Doug Liman sem meðal annars gerði myndirnar „Swingers“ og „Go“. biggi@frettabladid.is THE BOURNE IDENTITY „Veistu, ég bara veit ekki hvort ég er giftur eða ekki. Þú verður bara að taka áhættuna vinan.“ Hver er hann? Á morgun frumsýna Sambíóin og Háskólabíó spennumyndina „The Bourne Identity“ með Matt Damon í aðalhlutverki. Myndin fjallar um minnilausan mann sem reynir að enduruppgötva fortíð sína með sérþjálfaða morðingja á hælunum. The Doors: Ný plata í bígerð TÓNLIST Hljómsveitin The Doors vinnur að fyrstu plötu sinni í 30 ár. Eftirlifandi meðlimir sveitar- innar hafa fengið Ian Astbury, söngvara Cult og Stewart Copeland, fyrrum trommara The Police til liðs við sig sem. Nýja sveitin spilaði á fyrstu tónleikum sínum í síðustu viku Astbury var valinn til að fylla skarð Jim Morrison þar sem hann er bæði ljóðskáld og hefur góða sviðsframkomu. Angelo Barbera hefur verið fenginn til að spila á bassa á plötunni en sveitin hefur ekki notast við fjögurra strengja hljóðfærið. Ray Manzerek, hljóm- borðsleikari, sá áður um að fylla botninn.  Skoðaðu Þetta! Bæjarlind 14, sími 564 57 00 www.badstofan.is „SANIT“ þýsk gæðavara Upphengt salerni með innbyggðum kassa. Verð kr. 45.900 (allt settið) NÝTT! Leðurarmbönd og merki. GULLSMIÐJAN Guðrún Bjarnadóttir Lækjarata 34 C, Hafnarfirði Sími 565 4453

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.