Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 15
Leikstjórinn Steven Soderberghætlar að leikstýra framhaldi kvikmyndarinnar Ocean’s 11 og eru allir aðalleikararnir sem léku í fyrri myndinni í viðræðum um að leika í framhaldinu. Myndin á að gerast í Evrópu og tökur eiga að hefjast í byrjun ársins 2004. „Ég veit að við getum gert betri mynd. Ég veit að tökur fara fram í Evrópu og að allir leikararnir verða með í för,“ sagði Soder- bergh. Söngvarinn Ryan Adams segistaldrei ætla að gefa út upptökur af sinni útgáfu af síðustu breið- skífu hljómsveitarinnar The Strokes,“ Is This It.“ Tók hann plötuna upp í gamni sínu á fjög- urra rása upptökutæki. „Ég ætla ekki að gefa út mína útgáfu af skífu þeirra vegna þess að ég þarf að taka upp mínar eigin breiðskíf- ur. Það verður líka gaman ef ég get spilað fyrir þá lögin þeirra þar sem þeir hljóma furðulega - eins og bluegrass.“ Til stendur að framleiða eró-tískan söngleik byggðan á ást- arævintýri Bill Clinton, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, og Monicu Lewinsky. Rússneska tón- skáldið Vitaly Okorov ætlar að semja tónlistina. Í stað þess að söng- leikurinn gerist í Hvíta húsinu verður sögusviðið Kreml í Rúss- landi. Aðalsögu- hetjurnar verða forseti Rússlands, Vladimir Putin og ritari hans, Macha Lewins- konova. Nýjasta breiðskífa hljómsveit-arinnar The White Stripes gæti gefið af sér einn mesta hagn- að í tónlistarsögunni. Jack og Meg, meðlimir hljómsveitarinnar, eyddu innan við tveimur vikum í upptökur á skífunni, sem nú er nánast lokið. Kost- aði hún aðeins um 540 þúsund krón- ur í framleiðslu og þegar hótelkostn- aður og ýmis önn- ur útgjöld hafa verið tekinn með í reikninginn kost- aði framleiðslan í heild sinni um 800 þúsund krónur, sem teljast smáaurar í tónlistar- bransanum. 20 lög voru tekinn upp í hljóðverinu og er talið er 15 þeirra verði að finna á plötunni. Síðasta breiðskífa sveitarinnar, White Blood Cells, hefur selst í 750 þúsund eintökum og hefur hagnaður af henni numið um 1,2 milljörðum króna. Talið er að ef ein milljón eintaka seljist af nýju plötunni, verði hagnaður af henni um 1,6 milljarðar króna. 15FIMMTUDAGUR 19. september 2002 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 11 b.i. 14 Sýnd kl. 8 og 10.50 b.i. 12 SÍMI 553 2075 STUART LITTLE 2 kl. 6SUM OF ALL FEARS kl. 8 og 10.10 Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429 SLAP HER SHÉS FRENCH kl. 5 og 7 VIT 426 PLUTO NASH kl. 4, 6, 8 og 10 VIT432 Sýnd kl. 9 VIT 432 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 435 6 6 8 8 10.15 10.15 SPÆNSK HÁTÍÐ ÚLTIMO VIAJE DE ROBERT PAU I EL SEU GERMÁ JUANA LA LOCA LOLA VENDE CÁ LLUVÍA EN LOS ZAPATOS POSITIVO / SMITAÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.