Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 19. september 2002 Við höfum áhuga á því að kaupa lítil og meðalstór ræstingafyrirtæki. Stök verkefni koma einnig til greina. Upplýsingar í síma 824 1230 FÓLK Írski söngvarinn Bob Geldof, sem var giftur sjónvarpskonunni Paulu Yates, þar til hún yfirgaf hann vegna ástralska poppsöngv- arans Michael Hutchence, segist í fullri alvöru hafa ákveðið að fremja sjálfsmorð. Geldof, sem á þrjú börn með Yates, segir í sam- tali við sjónvarpsstöð í Ástralíu að hann hafi skrifað niður á tvo lista ástæður fyrir að deyja og ástæður til að lifa. „Dauðalistinn var upp á tvær blaðsíður,“ segir söngvarinn, „en hinn bara eitt orð: „Börnin“.“ Michael Hutchence fannst lát- inn hangandi í belti sínu á hóteli í Sidney árið 1997. Talið var að hann hefði tekið þátt í kynsvalli sem endaði með dauða hans. Paula Yates lést af of stórum skammti af heróíni fyrir tveimur árum. Geldof, sem ættlæddi dóttur Paulu og Michaels, Tiger Lily, segir andlát þeirra beggja hafa verið slys. „Svona gerast slysin þegar fólk er komið á ystu nöf,“ sagði söngvarinn. Geldof var aðlaður árið 1986 fyrir Live Aid-framtak sitt til hjálpar hungruðum heimi.  BOB GELDOF Átti þrjár dætur með Paulu og ættleiddi svo sex ára dóttur hennar og Hutchence þegar báðir foreldrar hennar voru látnir. Bob Geldof: Íhugaði sjálfsvíg þegar Paula Yates yfirgaf hann KEÐJUR Hér sést fyrirsæta skarta óvenjulegu lík- amsskrauti eftir skartgripahönnuðinn J Maskrey. Sýning hans var sú síðasta sem haldin var á tískuvikunni í London en henni lauk á mánudag. Ekki er mælt með því að íslenskar stúlkur taki upp þessa tísku í vetur. Enskar stórstjörnur: Mótmæla árásum á Írak MÓTMÆLI Stórstjörnur í Englandi, þar á meðal meðlimir í Massive Attack og Blur, mótmæltu á mið- vikudag innrásinni á Írak í opnu bréfi sem sent var til forsætisráð- herrabústaðarins í Downing Street í London. Í bréfinu hvetja þeir ensk stjórnvöld til að styðja ekki Bandaríkin í fyrirhuguðum árásum á Miðausturlönd. Í bréf- inu segir meðal annars að miðað við núverandi aðstæður myndi innrás í Írak vera óréttlætanleg og gæti hugsanlega haft hræðileg- ar afleiðingar. Árásin gæti opnað „Pandóru-box“ sem ómögulegt væri að loka aftur. Margar af þekktustu stjörnum Bretlands skrifuðu undir bréfið og má þar nefna leikritahöfundinn Harold Pinter, leikstjórann Ken Loach og tónlistarmanninn Brian Eno. Aðr- ir voru t. d. leikkonan Catherine McCormac, rithöfundurinn Lucy Irvine og grínistinn Mark Thom- as. Í bréfinu er enskur almenning- ur einnig hvattur til að taka þátt í mótmælagöngu í London þann 21. september næstkomandi.  NJÁLUFERÐIR Tvo næstu sunnudaga verða Njáluferðir frá Torfastöðum í Fljótshlíð. Upplýsingar og skráning í síma 575 1566 Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.