Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 19. september 2002 útsölustaðir kennsludiskarnir Windows Word Excel Outlook 2.990 kr stk. BT Fjarkennsla ehf. Sími: 511 4510 www.fjarkennsla.is Sendum í póstkröfu www.tolvuvirkni.net netverslun DORASAN, SUÐUR-KÓREU, AP Blöðrum var sleppt lausum og flugeldum skotið á loft í gær þegar vinna hófst við að leggja járnbraut milli Norður- og Suður-Kóreu. Verka- menn beggja megin landamær- anna hófu vinnuna samtímis. Þetta þykir mikilvægur áfangi í átt að friði á Kóreuskaga. Landa- mærin hafa verið lokuð með rammgirtri gaddavírsgirðingu áratugum saman. Milli ríkjanna liggur fjögurra kílómetra breið landræma sem er þakin jarð- sprengjum. Gera á tvær samgönguæðar í gegnum þetta einskismannssvæði og hreinsa þær af jarðsprengjum. Ef allt gengur að óskum verður akvegur opnaður fyrir umferð strax í nóvember og járnbrautin gæti komist í gagnið fyrir áramót. Sjónvarpað var beint frá tákn- rænni athöfn í gær þar sem stúlka kom gangandi frá Norður-Kóreu á móti pilti sem kom frá Suður- Kóreu. Þau mættust á landamær- unum og föðmuðust þar eftir að fjórir hermenn höfðu opnað gaddavírsgirðinguna. Á þriðjudaginn hittust enn fremur hundruð ættingja sem höfðu ekki sést frá því Kóreu var skipti í tvö ríki árið 1945.  Þýða í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu: Rammgirt landa- mæri opnuð VINNAN HEFST NORÐAN MEGIN Verkamennirnir í Norður-Kóreu notuðu skóflur þegar þeir byrjuðu að leggja járnbraut til Suður-Kóreu í gær. Sunnan megin landamæranna hófst vinna við lagningu járnbrautar- innar samtímis. AP /M YN D Prófanir hjá ÚA: Líma saman fiskstykki SJÁVARÚTVEGUR Þróunardeild Út- gerðarfélags Akureyringa undir- býr nú að hefja tilraunir við að líma saman fiskstykki. Til skoðunar er að nota lífrænt ensím til að líma fiskinn saman og auka þannig verð- mæti unninna sjávarafurða. Arnheiður Eyþórsdóttir, mat- vælafræðingur á þróunardeild ÚA, segir á vef fyrirtækisins að óljóst sé hvert tilraunirnar muni leiða. Norðmenn hafi gert svipaðar til- raunir. Þær hafi gefið góða raun. Hún segir til dæmis koma til greina að líma saman þunna bita og búa til einn þykkan. Meiri eftirspurn sé eftir þykkum bitum en þunnum.  Tvö innbrot: Þjófarnir náðust á örskömm- um tíma LÖGREGLUMÁL Tvö innbrot voru fram í Reykjavík í fyrrinótt. Í báðum tilvikum hafði lögreglan hendur í hári þjófanna á ör- skömmum tíma. Lögreglu barst tilkynning um brothljóð frá apó- tekinu við Hringbraut klukkan 5.31. Sást til manns þar sem hann hljóp úr apótekinu inn í bíl með eitthvað í fanginu. Lögreglan náði að stöðva þjófinn tveimur mínút- um síðar. Reyndist hann hafa stolið miklu magni af róandi lyfj- um auk þess að vera á stolnum bíl. Kannaðist lögreglan við manninn. Þá var brotist inn í Biskups- stofu við Laugaveg. Öryggisvörð- ur hafði samband við lögreglu og taldi einhvern á ferli þar inni. Þremur mínútum síðar var búið að handataka manninn. Hafði hann safnað saman fartölvum og öðru verðmæti sem hann hugðist taka með sér.  Ari Teitsson: Bændur skipti við færri LANDBÚNAÐUR Bændur verða að standa saman um að slátrun og vinnsla kjöts fari fram í fáum og öflugum fyrirtækjum sem hafa burði til vöruþróunar og markaðs- starfs og hagsmuni bænda að leið- arljósi segir Ari Teitsson, formað- ur Bændasamtakanna, í nýjasta hefti Bændablaðsins. Þróunin á síðustu árum hafi því miður ekki verið í þessa átt. Ari segir núver- andi ástand í sölumálum bænda óviðunandi. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.