Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 24
Eitt af því sem börn landsinsverða að gera á leið sinni til meiri menntunar er að læra ljóð önd- vegisskálda og annarra skálda. Í minningunni var þetta einstaklega leiðinlegur lærdómur. Sér í lagi þeg- ar engin leið var að vita hvað höf- undur meinti með kveðskapnum. Sum ljóð sem eldra fólk dáir og telur til gersema er ungu fólki stundum ómögulegt að skilja. Sum ljóðanna gætu allt eins verið á óþekktu tungu- máli. Margt hefur verið reynt til að sleppa sem léttast frá ljóðalærdómn- um. BEKKJARFÉLAGI MINN í Mela- skóla forðum taldi sig hafa fundið upp áður óþekkta en frábæra og ör- ugga leið til að læra ljóð utanbókar. Við hin horfðum undrandi á félaga okkar. Loks kom að því að við feng- um að vita hver aðferðin góða var. Jú, öruggt var talið að ef við ætum blaðsíðurnar sem ljóðin voru prentuð á að kvöldi myndum við muna þau öll að morgni. Fæstir trúðu þessu en aðrir reyndu. Það varð enginn árang- ur og aðferðin hefur því ekki erfst mann fram af manni og hefur ekki svo ég viti verið reynd síðan. SÁ SEM TALDI sig hafa fundið upp nýja aðferð til ljóðalærdóms er í dag velmetinn athafnamaður að því er ég best veit. Hann hefur sennilega ekki skaðast af pappírsátinu. En svo merkilegt sem það er, þá festast hendingar úr dægurlagatextum í minni mér - sama hvort ég vil það eða ekki. Ég bara ræð ekkert við þetta. Allt annað en með déskotans ljóðin forðum. Og þar sem Davíð Oddsson hefur verið lengi við völd og er eðlilega umdeildur maður datt mér í hug hending úr texta sem Hall- björn söng Davíð til heiðurs. ÉG VEIT EKKI HVER samdi text- ann - en kúrekinn söng - svo mikið er víst. Þar segir eitthvað á þá leið að Davíð sé drengur góður. Um það get- um við eflaust deilt. Af umræðu síð- ustu daga og vikna eru margir sem hreinlega samþykkja það ekki - bara alls ekki. En ekki er nokkur leið að deila um innihald uppáhaldssetning- ar minnar í óðnum um Davíð Odds- son. Þar segir svo listilega. „Það er gustur í hárinu á honum og heilan- um undir því.“  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Að éta ljóðin Bakþankar Sigurjóns M. Egilssonar Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.