Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 19. september 2002 debenhams S M Á R A L I N D WALLIS peysa 5.900 kr. WALLIS skyrta 4.590 kr. WALLIS toppur 5.500 kr. Útgeislun Persónulegur stílisti Ókeypis persónuleg þjónusta án nokkurra skuldbindinga. Ráðgjöf um val á brjóstahöldurum Um 70% kvenna nota ranga stærð brjóstahaldara. Fagfólk okkar ráðleggur þér um rétt val, ókeypis og án skuldbindinga. Gjafainnpökkun Gjöfinni þinni pakkað inn í glæsilegar umbúðir. Verðið kemur þægilega á óvart! er spurning um hugarfar - og réttu fötin til a› l‡sa flví. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 87 91 09 /2 00 2 GRÓÐURVERND Frá því var greint hér í blaðinu fyrir skemmstu að rollur úr Ölfusi væru komnar vel á veg með að éta upp gróðurátak á Sand- skeiði sem hleypt var af stokkunum fyrir atbeina samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Þessu mótmælir Halldór Ólafsson, vörslumaður fjár og hesta á Reykjavíkursvæðinu, sem hefur á sinni könnu að halda fé frá svæð- inu. „Ég fer þarna uppeftir annan hvern dag og oftar ef þörf krefur. Í sumar hef ég aðeins þurft að fjar- lægja tvær kindur af gróðursvæð- inu og nú er svo komið að grasið þarna er komið upp í hné,“ segir Halldór sem fer með kindurnar norður fyrir girðingu þegar þær láta sjá sig á svæðinu. „Þarna eiga ekki að vera kindur og ég sé til þess að svo sé ekki,“ segir hann.  Gróðurátak í landnámi Ingólfs: Halldór smalar vel KINDUR Eru ekki að éta upp gróðurátak á Sandskeiði að sögn Halldórs Ólafssonar. BÚVÖRUSAMNINGUR Ríkisstjórnin samþykkti tillögu landbúnaðarráð- herra þess efnis að skipa nefnd til að ræða við Landssamband kúa- bænda um nýjan búvörusamning. Sá samningur sem nú er í gildi var gerður árið 1998 og rennur út árið 2005. Samkvæmt samningnum átti að hefja viðræður um nýjan samn- ing eigi síðar en 1. september í ár. Kúabændur hafa sótt endurskoðun samningsins fast og ríkisstjórnin hefur nú fallist á hana. „Kúabændum finnst of skamm- ur tími eftir af gildandi samningi og vilja sjá lengra fram í tímann. Þeir vilja hafa vissu fyrir því að þeir eigi stuðning vísan eftir 2005,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki lagt neinar línur fyrir kom- andi viðræður. Ekki liggur fyrir hverjir verða fulltrúar landbúnað- ar- og fjármálaráðuneyta í við- ræðunefndinni. „Nú setjum við þetta á fulla ferð. Fulltrúar ríkisins verða skip- aðir á næstu dögum,“ segir Guðni Ágústsson.  Búvörusamningur ríkis og kúabænda: Endurskoð- un samþykkt í ríkisstjórn GUÐNI ÁGÚSTSSON Fékk grænt ljós hjá ríkisstjórninni og hyg- gst nú setja endurskoðun mjólkursamn- ingsins á fulla ferð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.