Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 6
HUNDAHALD „Hann var svo frískur og fallegur að ég gat ekki hugsað mér að lóga honum,“ segir Matt- hildur Úlfarsdóttir sölukona um cocker spaniel hund sem henni fæddist fyrir skömmu. Hundur- inn er holgóma og er stefnt að því að koma honum í hendur lýta- læknis og gera við gallann. „Það er bara verið að bíða. Hundurinn verður að ná sjö kílóa þyngd áður en hann fer í aðgerð- ina. Mér skilst að það sé vegna svæfingarinnar,“ segir Matthildur sem auglýsti hundinn ásamt tveimur öðrum til sölu í Frétta- blaðinu og fékk geysileg viðbrögð að eigin sögn. Stefán Hreiðarsson barna- læknir og Margrét Oddný, eigin- kona hans, keyptu hundinn og eru ánægð með nýjan heimilisvin: „Það sést varla neitt á hundinum nema þegar hann stingur út úr sér tungunni. Þá kemur hún út um nefið,“ segir Margrét Oddný. Matthildur Úlfarsdóttir þurfti að leggja mikið á sig til að halda lífinu í hundinum eftir að hann fæddist. Vegna þess að hann var holgóma gat hann ekki sogið móð- ur sína og þurfti Matthildur því að vakna á tveggja tíma fresti til að gefa honum: „Ég útbjó sérstaka blöndu sem samanstóð af mjólk, rjóma, jarðarberjum, eggjarauðu og frískamíni. Þetta drakk hann og varð sprækur. Nú borðar hann sjálfur og er eins og aðrir hund- ar,“ segi Matthildur sem nefndi hundinn Breka og það heitir hann áfram hjá læknishjónunum. Breki er ekki fyrsti hundurinn sem fer í lýtaaðgerð hér á landi vegna fæðingargalla. Ólafur Ein- arsson lýtalæknir gerði aðgerð á holgóma hundi úr Mosfellsbæ fyr- ir tveimur árum og kynnti á læknaráðstefnu skömmu síðar: „Þetta vakti athygli og ég veit ekki betur en að hundinum farnist vel í Mosfellsbænum,“ segir Ólaf- ur sem líklega verður fenginn til að gera aðgerðina á Breka. eir@frettabladid.is 6 19. september 2002 FIMMTUDAGURSPURNING DAGSINS Hverjir verða Íslandsmeistarar í fótbolta? Fylkir. Ég held með KR en Fylkir vinnur samt. Einar Örn Hannesson. 14 ára. Nemi. ERLENT Olíumálaráðherrar OPEC-ríkj-anna eru flestir á því, að ekki eigi að auka olíuframleiðsluna. Olíumálaráðherra Sádi-Arabíu sagðist þó ekki vilja gefa upp af- stöðu sína fyrr en í dag, þegar fundur OPEC-ríkjanna hefst í japan. Tveir menn voru hengdir í Jap-an í gær. Báðir voru þeir dæmdir morðingjar. Í Japan bíða nú 56 fanga þess að dauðadómi yfir þeim verði fullnægt. Mann- réttindasamtök gagnrýna harð- lega að dauðarefsing sé enn við lýði í Japan. Skurðlæknum í Sádi-Arabíutókst í gær að aðskilja sam- vaxna tvíbura. Tvíburarnir eru fjögurra ára drengir frá Malasíu og voru samvaxnir á mjöðmum, maga og brjósti. Aðgerðin tók 21 klukkustund. Ísraelsk stjórnvöld hafa faliðverktakafyriræki að reisa 25 kílómetra langa rafmagnsgirð- ingu umhverfis Jerúsalem. Girð- ingin verður af sömu gerð og þær girðingar sem nú þegar eru milli Ísraels og Líbanons annars vegar, og Ísraels og Gazasvæðis- ins hins vegar. PARÍS, AP Dómstólar í Frakklandi hafa fyrirskipað að Maurice Papon, sem dæmdur var fyrir að senda gyðinga í útrýmingabúðir nasista í síðari heimstyrjöldinni, verði sleppt úr fangelsi af heilsu- farsástæðum. Hinn 92 ára gamli Papon, var dæmdur í 10 ára fang- elsi fyrir fjórum árum fyrir þátt- töku í glæpum gegn mannkyninu. Eftir síðari heimstyrjöldinna starfaði Papon sem fjármálaráð- herra í Frakklandi. Hann er hátt- settasti fyrrverandi yfirmaður í Frakklandi sem dæmdur hefur verið fyrir samstarf við nasista. Papon var yfirmaður lögregl- unnar í borginni Bordeaux þegar Þjóðverjar hernámu Frakkland. Árið 1998 var hann dæmdur fyrir að fyrirskipa brottflutning 1.690 gyðinga frá Bordeaux á árunum 1942-44. Flestir þeirra voru sendir í útrýmingabúðir nasista í Auschwitz þar sem nánast allir þeirra voru myrtir. Réttarhöldin yfir Papon, sem stóðu yfir í sex mánuði, eru þau lengstu í sögu Frakklands. Lögmenn Papons höfðu ítrekað óskað eftir lausn Papons úr La Sante-fangelsinu í París vegna aldurs hans og slæmrar heilsu. Hefur mikil umræða verið uppi í Frakklandi undanfarið um rétt- mæti þess að fangelsa aldrað fólk. Voru tveir fyrrverandi forsætis- ráðherrar Frakklands á meðal þeirra sem óskuðu eftir lausn Papons.  Papon, fyrrum samstarfsmaður nasista: Sleppt úr fangelsi PAPON Hinn 92 ára gamli Maurice Papon hefur átt við heilsufarsvandamál að stríða í mörg ár. AP /M YN D STRÆTISVAGN Á FERÐ Nokkuð er um að vagnstjórar óhlýðnist fyrirmælum um að tala ekki í farsíma undir stýri. Strætisvagnabílstjórar óhlýðnast boðum: Tala í farsíma undir stýri SAMGÖNGUR Nokkuð hefur borið á því að vagnstjórar Strætó hafi talað í farsíma meðan þeir hafa verið undir stýri strætisvagna fyrirtækisins. Hefur sést til vagnstjóra sem hafa talað í far- síma sína, án handfrjáls búnaðar, jafnvel þegar margir farþegar eru í vagninum sem þeir keyra. „Vagnstjórum er stranglega bannað að tala í farsíma í vinn- unni. Við reynum að fylgja því eftir,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó. „Það er nokkuð um að við fáum ábend- ingar frá farþegum um að vagn- stjórar séu að tala í síma í akstri. Það er því ljóst að það eru ekki allir sem fara alltaf eftir regl- um.“ Hann segir að þegar ábending- ar berist um að vagnstjórar tali í farsíma undir stýri strætisvagna sé rætt við viðkomandi vagn- stjóra. Honum sé gerð grein fyr- ir alvöru málsins og ítrekað að viðkomandi vagnstjóri hætti að tala í síma.  Holgóma hund- ur í lýtaaðgerð Eigandinn þurfti að vakna á tveggja tíma fresti til að gefa honum. Kom- inn í eigu barnalæknis. Braggast vel en rekur tunguna út um nefið. MARGRÉT ODDNÝ OG BREKI Bíður eftir að verða sjö kíló svo hann geti farið í aðgerðina. „Ég útbjó sér- staka blöndu sem saman- stóð af mjólk, rjóma, jarðar- berjum, eggjarauðu og frískamíni.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI VIÐSKIPTI Fimmmenningarnir sem vilja kaupa Spron telja sig geta keypt stofnfé spari- sjóðsins á yfirverði án nokk- urra skilyrða. Þeir sendu Fjármálaeftirlitinu bréf 25. júní þar sem þeir óskuðu eft- ir samþykki fyrir því að þeir eignuðust virkan hlut í Spron. Fjármálaeftirlitið svaraði með bréfi 9. septem- ber þar sem fallist er á um- sóknina að uppfylltu því skilyrði að aðilar skuldbindi sig til að standa að og ná fram breyt- ingu á Spron í hlutafélag. Fimmmenningarnir telja að Fjármálaeftirlitið hafi fallið á tíma. Þeir hafi boðist til að veita frekari upplýsingar, en engar óskir um slíkt hafi komið frá eftirlitinu. Frest- ur til að svara rann út 25. júlí og því hafi erindið verið samþykkt án fyrirvara. Fimmmenningarnir benda einnig á fordæmi skilyrðis- lausra kaupa annarra fjár- málastofnana á sparisjóð- um. Til öryggis hyggjast þeir bera málið undir kærunefnd um slík mál og óska staðfestingu hennar á sínum skilningi máls- ins.  Fimmmenningarnir telja sig óbundna: Fjármálaeftirlitið féll á tíma EIGNARHLUTUR ÁN SKILYRÐA Fimmmenningarnir sem vilja kaupa stofnfé Spron telja sig óbundna af skilyrðum Fjár- málaeftirlitsins. Þeir segja svar hafa komið of seint. Gatið á ósonlaginu: Skreppur saman á ný SYDNEY, AP Gatið á ósonlaginu yfir suðurskauti jarðar ætti að minnka á ný næstu áratugina og gæti lok- ast alveg eftir um það bil hálfa öld. Greg Bodeker, ósonfræðingur á Nýja-Sjálandi, segir að mælingar ýmissa rannsóknarhópa víða á jörðinni sýni ótvírætt að „magn klórefna í háloftunum hefur náð hámarki“ og er „sennilega að minnka á ný“. Svo virðist því sem alþjóðlegt bann við notkun klórflúorkolefna sé að bera árangur. Talið er að mik- il notkun þeirra hafi verið ein hels- ta orsök þess að gat tók að mynd- ast á ósonlaginu.  GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 88.44 -0.23% Sterlingspund 136 0.19% Dönsk króna 11.58 0.70% Evra 86.04 0.70% Gengisvístala krónu 129,65 -0,61% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 229 Velta 9.069 milljónir ICEX-15 1.298 0,07% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 3.757.584.834 Fjárf. Straumur hf. 1.971.945.819 Samherji hf. 87.000.000 Mesta hækkun Hampiðjan hf. 5,00% Íslandssími hf. 2,94% Eimskipafélag Íslands hf. 1,90% Mesta lækkun Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. -7,14% Síldarvinnslan hf. -5,45% Samherji hf. -2,91% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8078,4 -1,60% Nsdaq*: 1235,8 -1,90% FTSE: 3865,4 -4,00% DAX: 3121,7 -5,10% Nikkei: 9472,1 -0,80% S&P*: 858,4 -1,70% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Verulegur samdráttur er á næröllum höfnum á Suðurnesjum í úthlutun á aflamarki fyrir nýhafið fiskveiðiár. Á síðustu fimm árum hefur samdrátturinn verið 33%, sem samsvarar um 23 þúsund tonnum í þorskígildum. Í Sand- gerði hafa 90% kvótans horfið frá byggðarlaginu frá fiskveiðiárinu 1997-1998. vf.is Einkennisstafina ÞH-1, hafalöngum borið flaggskip Hús- víkinga, svo sem Hagbarður, Júlíus Havsteen og Húsvíkingur. Nú er þetta númer komið á tæplega fer- tugan línubát, Frey ÞH-1. vikin.is INNLENT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.