Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 16
16 19. september 2002 FIMMTUDAGURHVER ER TILGANGUR LÍFSINS? FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER Elín Dís Vignisdóttir, nemi. Lifa lífinu og læra sem mest. BÓKMENNTIR Bresku rithöfundarnir Ian McEwan, Graham Swift, Michele Roberts og Bernadine Evaristo taka þátt í breskri bók- menntahátíð sem hefst í dag. Þetta eru stór nöfn í bókmenntaheimin- um og því mikill fengur í heimsókn þeirra til landsins. McEwan og Graham Swift hafa báðir hlotið Booker verðlaunin, Swift árið 1996 fyrir Last Orders og McEwan 1998 fyrir Amsterdam. Breska sendiráðið á Íslandi ber hitann og þungann af hátíðinni og að sögn Öldu Sigmundsdóttur hjá sendiráðinu hefur það vakið mikla athygli að jafn þekktir rithöfund- ar skuli hittast hér á sama tíma. Hugmyndin að hátíðinni kom upp í sendiráðinu en Fríða Björk Ingv- arsdóttir, bókmenntafræðingur og blaðamaður, Jon Cook, prófess- or við East Anglia háskólann í Bretlandi, og bókaútgáfan Bjart- ur hafa tekið virkan þátt í undir- búningnum. Fríða kynntist höf- undunum þegar hún var við nám í Bretlandi og tók viðtöl við þá fyr- ir BBC, auk þess sem Last Orders hefur komið út í íslenskri þýðingu hennar undir heitinu Hestaskálin. Cook er mikilsvirtur gagnrýnandi og mikill vinur McEwans. Bókmenntahátíðin hefst í Há- skólabíói klukkan 20 í kvöld með upplestrum, viðtölum og umræð- um með þátttöku McEwans og Ro- berts. Dagskráin heldur áfram annað kvöld þegar Swift og Evari- sto mæta til leiks. Þjóðleg ein- kenni bókmennta eru í brennid- epli á hátíðinni og á laugardaginn, sem er síðasti dagur hátíðarinnar, verða pallborðsumræður um þjóðina, sjálfsmyndina og skáld- söguna. Bresku höfundarnir taka þátt í umræðunum, sem Cook stjórnar, ásamt íslensku rithöf- undunum Braga Ólafssyni, Gerði Kristný, Steinunni Sigurðardóttur og Sigurði Pálssyni.  Bresk bókmenntahátíð í Reykjavík: Úrvalshöfundar á bókmenntahátíð IAN MCEWAN Er Íslendingum að góðu kunnur. Fjórar bækur eftir hann, Steinsteypugarðurinn, Vinarþel ókunnugra, Eilíf ást og Amsterdam, hafa komið út á íslensku. Þá kemur bókin Child in Time út hjá Bjarti innan skamms. VÍGSLA 12.00 Nýnemar í Menntaskólanum í Reykjavík verða boðnir velkomnir í skólann með tolleringu. FYRIRLESTUR 12.00 Dr. Richard R. Nelson flytur fyrir- lestur á vegum Viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn fjallar um hlutverk háskóla við að efla tækni í atvinnulífinu og nefn- ist á ensku, Key Factors Behind the Productive Role of American Universities in Supporting Technical Progress in Industry. 15.30 Lára S. Baldursdóttir flytur meist- arafyrirlesturinn sinn í opinberri stjórnsýslu við stjórnmála- fræðiskor í stofu 201 í Odda. Fyr- irlesturinn nefnist Hið endanlega takmark: Góð og hagkvæm þjón- usta með árangursstjórnun í opin- berri sjórnsýslu. 16.30 Katherine Nelson, Ph.D., prófess- or við New York háskóla, flytur er- indið: Origins of autobiographical memory á vegum Sálfræðiskorar Háskóla Íslands. Þar verður meðal annars fjallað um þróunarfræði- legan og menningafræðilegan mun á starfsemi minnis. Fyrirlest- urinn verður í hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu og er öllum opinn. HÁTÍÐ Þýskir dagar í Reykjavik eru í Tjarnasal Ráðhúss Reykjavíkur. Þar er þess minnst að nú eru 50 ár liðin frá því stjórnmála- samband milli Íslands og Þýskalands komst á. RÁÐSTEFNA Ráðstefna um lýðræði í daglegu skóla- starfi á Norðurlöndum. Yfirskrift ráð- stefnunnar er „Lýðræði í skólastarfi. Gildismat í málefnum barna og ung- menna á Norðurlöndum.“ Ráðstefnan fer fram á Hótel Loftleiðum. FUNDIR 20.00 Félag stjórnmálafræðinga og sendiráð Þýskalands á Íslandi boða til fundar um þýsku kosn- ingarnar. Fundurinn verður hald- inn í þýska sendiráðinu að Lauf- ásvegi 31 og mun sendiherrann, Dr. Hendrik Bernhard Dane, bjóða fólk velkomið. Stjórnmála- fræðingarnir Auðunn Arnórsson og Rósa Erlingsdóttir munu flytja stutt erindi í upphafi fundar. SKEMMTUN 21.00 Ungmennafélagið Glætan heldur sýningu í hátíðarsal Stúdenta- kjallarans við Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður þremur félög- um Glætunnar flaggað en þeir eru Hemmi Feiti, Úlfar Linnet og Jón Mýrdal. Aðgangseyrir er 1000 krónur en ókeypis fyrir 79 ára og eldri. LEIKSÝNINGAR 17.00 Möguleikhúsið sýnir barnaleikrit- ið Prumpuhólinn eftir Þorvald Þorsteinsson í samkomusal Grunnskóla Ísafjarðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.