Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 12
12 19. september 2002 FIMMTUDAGURBLAK ÓSÁTTUR Boris Yeltsin, fyrrverandi forseti Rússlands, var ekki ánægður með árangur rússneska kvennalandsliðsins í blaki þegar það tap- aði fyrir því bandaríska í heimsmeistara- mótinu um síðustu helgi. Ítalir fögnuðu heimsmeistaratitlinum. FÓTBOLTI Ísland stendur í stað á styrkleikalista Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins sem kynntur var í gær. Ísland er í 54. sæti list- ans líkt og í síðasta mánuði. Liðið hefur spilað tvo leiki á þessum tíma, sigraði Andorra en tapaði fyrir Ungverjum. Brasilíumenn eru sem fyrr efstir á listanum en Frakkland og Spánn eru jöfn í öðru sæti. Þjóðverjar, sem leika með Íslendingum í riðli í und- ankeppni Evrópumótsins, eru í fjórða sæti og fara upp um eitt. Argentína fellur um þrjú sæti, úr öðru í það fimmta. Tyrkland skýst í fyrsta skipti inn á topp tíu list- ann og er í sjöunda sæti. Andstæðingar Íslands í und- ankeppni Evrópumótsins þokast ýmist upp eða niður listann. Skot- ar falla niður um þrjú sæti, niður í 63. sæti. Litháar falla einnig nið- ur um þrjú sæti úr því 98., í það 101. Frændur okkar Færeyingar fara hins vegar upp um fjögur sæti eftir góðan leik gegn Skotum á Tóftum-vellinum í Þórshöfn. Færeyingar eru sem stendur í 119. sæti.  Styrkleikalisti FIFA: Ísland stendur í stað STYRKLEIKALISTI FIFA Lið Var 1. Brasilía 1 2. Frakkland 4 2. Spánn 3 4. Þýskaland 5 5. Argentína 2 6. Mexikó 6 7. Tyrkland 11 8. Bandaríkin 9 9. England 7 10. Ítalía 9 STANDA Í STAÐ Ísland vann Andorra en tapaði fyrir Ungverjum. Liðið stendur því í stað á styrkleikalista FIFA. KNATTSPYRNA Úrslit ráðast á Ís- landsmóti karla í knattspyrnu á laugardag, Símadeildinni. Augu flestra beinast að tveimur leikj- um, viðureign ÍA og Fylkis sem fram fer á Akranesi og leik KR og Þórs í Frostaskjólinu. Fylkir og KR eiga bæði möguleika á titlin- um og Knattspyrnusambandi Ís- lands er því nokkur vandi á hönd- um. Sambandið afhendir Íslands- meisturunum bikarinn í leikslok en nokkuð hefur vafist fyrir mönnum hvar geyma á bikarinn. „Við verðum með bikarinn uppi á Skaga. Hann verður að vera á öðrum hvorum staðnum. Við höf- um hins vegar gert ráðstafanir til að koma bikarnum í Vesturbæinn, gerist þess þörf. Það verður þyrla til taks,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ. Möguleikar KR-inga eru vissu- lega fyrir hendi. Einn þeirra er að KR sigri Þór og Fylkir tapi gegn ÍA eða geri jafntefli. Annar er að KR og Þór geri að minnsta kosti 4- 4 jafntefli og Fylkir tapi með eins marks mun gegn ÍA. Geri bæði Fylkir og KR jafntefli í leikjum sínum er bikarinn Fylkismanna. Sama á við ef bæði lið sigra í leikj- um sínum eða ef bæði lið tapa viðureignum sínum. Ef svo ólíklega fer að KR og Þór geri 3-3 jafntefli og úrslit í leik ÍA og Fylkis verði 0-1 er kom- in upp skondin staða. Þá eru KR og Fylkir jöfn að stigum, marka- munur liðanna er jafn, jafnt er á öllum tölum í innbyrðisviðureign- um liðanna og þá segja knatt- spyrnulögin að leika þurfi úrslita- leik.  Íslandsmótið í knattspyrnu: Bikarinn uppi á Skaga en þyrla til taks MÖGULEG STIG KR OG FYLKIS EFTIR LOKAUMFERÐINA 1 X 2 KR - ÞÓR 36 34 33 ÍA - FYLKIR 37 35 34 VERÐANDI ÍSLANDSMEISTARAR KR og Fylkir hafa barist hart um titlinn í sumar. Báðum viðureignum liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Tölfræðilegur möguleiki er á því að liðin verði að mætast þriðja sinni í sumar í hreinum úrslitaleik um Ís- landsmeistaratitilinn. FÓTBOLTI Kristján Guðmundsson, þjálfari Þórsara, var fenginn til að spá fyrir um slaginn í botnbarátt- unni. Keflavík, sem er í næst neðsta sæti deildarinnar með 17 stig, mætir nágrönnum sínum úr Grindavík í lokaumferðinni á úti- velli. Síðasti leikur liðanna í deild- inni endaði með jafntefli, 2-2. Grindavík siglir lygnan sjó í þrið- ja sæti deildarinnar. „Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir Keflavík. Þeir spiluðu mjög vel á móti okkur og Fylki en ekki á móti KR, „segir Kristján. „Spurning er hvort þeir spili vel og klári þetta með stæl. Ef þeir hafa jafn gaman af því að spila og á móti okkur seinast, vinna þeir. Þetta er grannaslagur þannig að það verður ekkert gefið eftir. Það gætu orðið óvænt úrslit en ég býst við að leikurinn endi með jafn- tefli.“ Fram hefur einnig 17 stig en betra markahlutfall en Keflavík- ur-liðið. Fram á erfiðan leik fyrir höndum þegar liðið sækir KA heim á Akureyrarvöll. KA hafði betur þegar liðin mættust síðast í deildinni. „KA menn eru afslapp- aðir. Að vísu er Dean Martin í banni og það getur haft áhrif. Það er erfitt að spá fyrir um þetta en ætli Fram hafi ekki betur,“ segir Kristján. FH er í sjöunda sæti deildarinn- ar með 19 stig og fær ÍBV í heim- sókn í Kaplakrikan. Síðast þegar liðin áttust við í deildinni höfðu Eyjamenn betur, unnu með tveim- ur mörkum gegn engu. „Þessi leik- ur endar með jafntefli. FH-liðið hefur ekki verið að spila vel und- anfarið en þeir hljóta að taka sig saman í andlitinu og ná sér í eitt stig og bjarga sér fyrir horn,“ sagði þjálfari Þórs að lokum.  Hörð barátta framundan Þegar ein umferð er eftir af Símadeild karla í knattspyrnu er spennan á toppi sem botni deildarinnar í hámarki. Eitt lið, Þór, er þegar fallið nið- ur í fyrstu deild. Aðeins þrjú stig skilja að liðið í næst neðsta sæti og það sem er í fimmta sæti. Þó eru litlar líkur sem engar á því að liðin í fimm- ta og sjötta sæti, ÍBV og ÍA, geti fallið. ÚR LEIK FRAM OG ÞÓRS Þórsarar eru þegar fallnir niður í fyrstu deild. Fram á hins vegar í harðri baráttu við að halda sér uppi og þurfa að sækja KA-menn heim. SÍMADEILDIN Lið Leikir U J T Mörk Stig Fylkir 17 10 4 3 30 : 20 34 KR 17 9 6 2 27 : 18 33 Grindavík 17 8 5 4 31 : 22 29 KA 17 6 7 4 18 : 16 25 ÍBV 17 5 5 7 22 : 20 20 ÍA 17 5 5 7 27 : 26 20 FH 17 4 7 6 27 : 29 19 Fram 17 4 5 8 26 : 33 17 Keflavík 17 3 8 6 21 : 29 17 Þór 17 3 4 10 22 : 38 13 BORÐAÐU ÞIG GRANNA(N) Nú á Islandi, De Danske Vægtkonsulenter, sem hafa farið sigurför um Danmörku, með ótrúlegum árangri Kynningarfundur Í Stjörnuheimilinu, Ásgarði, Garðabæ Fimmtudagur 26. september kl. 19.30 - 20.30 Tina Thorsted fulltrúi DDV í Danmörku Kristín Óladóttir hj.fr. fulltrúi DDV á Íslandi Skráðu þig á kynninguna í síma 865- 8407 eða á kvo@simnet.is Nú er tækifærið! Taktu aukakílóin föstum tökum – byrjaðu strax! Innritun hefst eftir fund www.vaegtkonsulenterne.dk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.