Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 2
Borgarráð hefur samþykkt aðheimila Grand Hóteli að reisa 13 hæða byggingu á lóð sinni við Sigtún. Eftir framkvæmdirnar yrði hótelið með 300 herbergi, en í dag eru þau 100. Borgarráð hefur samþykktbreytingu á fjárhagsáætlun vegna kjarasamninga. Útgjalda- aukningin nemur tæpum 13 millj- ónum króna. Axel Gíslason, forstjóri Vá-tryggingafélags Íslands hf., hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. október. Axel hefur gegnt starfinu frá stofnun félags- ins árið 1989. 2 19. september 2002 FIMMTUDAGUR INNLENT HAMFARIR Skaftárhlaup náði há- marki í morgunsárið og líklegt er að rennslið sé nú vel yfir 1.000 rúmmetra á sekúndu. Oddur Sig- urðsson, jarðfræðingur hjá Orku- stofnun, segir hlaupið hafa vaxið jafnt og þétt síðan klukkan 18.00 í fyrradag. Taldi hann víst að hlaup- ið kæmi úr eystri katlinum en hlaup varð í hinum vestari síðast- liðinn júlí. Hlaupið nú yrði þess vegna stærra. Oddur taldi engar líkur á að mannvirki yrðu í hættu vegna hlaupsins. Hins vegar mætti telja víst að skolast myndi úr vegi við efstu brúna yfir Skaftá sem liggur yfir að bænum Skaftárdal. Starfsmenn Vatnamælinga þurf- tu frá að hverfa í gærdag vegna mikillar eitrunar sem myndast frá brennisteinsvetni. Skemmst er að minnast að nokkrir starfsmenn þurftu læknishjálpar við í júlí vegna slíkrar eitrunar og þurftu að vera frá vinnu um tíma. Oddur seg- ir starfsmenn nú hafa borið á sér mæla sem sýndu eiturmörk.  Skaftárhlaup: Hlaupið í hámarki BANDARÍSKIR HERMENN Þessir hermenn eru að vísu ekki í Jemen, heldur í Katar, sem einnig er á Arabíu- skaga. Leit Bandaríkjanna að hryðjuverkamönnum: Beina sjón- um sínum að Jemen WASHINGTON, AP Sérsveitir banda- ríska hersins og leyniþjónustan CIA beina nú sjónum sínum að arabaríkinu Jemen, þar sem talið er að liðsmenn Al Kaída, samtaka Osama bin Ladens, geti verið í leynum eftir að hafa flúið þaðan frá Afganistan. Átta hundruð bandarískir sér- sveitarmenn hafa þegar verið sendir til Djíbútí, lítils Afríkurík- is sem er í næsta nágrenni við Jemen. Einungis mjótt sund er á milli. Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu segja hugsanlegt að hermennirnir verði sendir áfram til Jemen til þess að hafa þar hendur í hári hryðju- verkamanna. Osama bin Laden er ættaður frá Jemen. Þaðan eru líka fjöl- margir af helstu samverkamönn- um hans í Al Kaída. Engan veginn er öruggt að ráðamenn í Jemen telji sér fært að fallast á hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í landinu, enda er rík andstaða við Bandaríkin með- al íbúa landsins. Bandarískir emb- ættismenn hafa hins vegar dvalið þar undanfarið, meðal annars til þess að aðstoða stjórnvöld við að leita hryðjuverkamanna.  AP / M YN D MENGUN Sæsilfur í Mjóafirði fær áminningu fyrir að hafa vanrækt að tilkynna Hollustuvernd um mikinn laxadauða í stöðinni. 48 tonn af laxi af ýmsum stærðum voru urðuð í Mjóafirði þrátt fyrir að þar sé enginn samþykktur urð- unarstaður. Sæsilfri verður þó ekki gert að fjarlægja dauða lax- inn enda ekki talin stafa bráð mengunarhætta af honum. Að sögn Guðmundar Vals Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra Sæsilfurs, var laxinn urðaður á tólf daga tímabili frá 3. til 15. september. Guðmundur segir að mikill vindhraði og sjávarstraum- ar hafi eyðilagt varnarnet utan við 25 eldiskvíar Sæsilfurs í Mjó- afirði. Í gegn hafi sloppið miklar torfur af marglyttum. Laxarnir hafi tryllst og synt á kvíaveggina og misst við það hreistur. Þannig hafi sjávarselta átt greiðan að- gang í hold þeirra og þeir drepist á um sólarhring. Sterkari varnar- net verði sett upp. „Þetta var martröð sem stóð yfir í tíu daga. Menn unnu myrkr- anna á milli til að bjarga því sem bjargað varð. Við klikkuðum á að láta þá vita,“ segir Guðmundur. Bjarga tókst 15 tonnum af særð- um laxi sem sett voru í vinnslu. Alla voru um 1400 tonn af laxi í kvíunum. Guðmundur segir að Sæsilfur sé tryggt fyrir tjóninu.  Nær 50 tonn af laxi drápust í marglyttuhelvíti: Sæsilfur sleppur með áminningu STARFSSTÖÐ SÆSILFURS Í MJÓAFIRÐI Í ágúst og september eru miklar torfur af marglyttu á sveimi. Slíkar torfur bárust með sjávarstraumum í kvíar Sæsilfurs í miklu óveðri fyrr í mánuðinum. DÓMSMÁL Réttarhaldi yfir konu sem ákærð er fyrir að hafa ban- að níu ára dóttur sinni var í gær lokað í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu verjenda konunnar. Dómarinn féllst á þau rök verj- andans að taka bæri hagsmuni fjölskyldu konunnar fram yfir almannahagsmuni þá sem felast í að réttarhöld séu fyrir opnum tjöldum. Sjálf mætti konan ekki við þingfestingu málsins í gær. Dómarinn tilkynnti við upphaf þinghaldsins að sér hefðu borist þær upplýsingar frá Fangelsis- málastofnun að ekki hefði verði óskað eftir því við stofnunina að hún flytti konuna fyrir dóminn á þessum tiltekna tímapunkti. Fulltrúi ríkissaksóknara mót- mælti þessu og sagðist þvert á móti persónulega hafa átt símtal við fangelsisyfirvöld um málið daginn fyrir þinghaldið í gær. Konan dvelur á Réttargeðdeild- inni á Sogni. Fulltrúi ríkissaksóknara mót- mælti kröfunni um lokað þing- hald. Þess væri alltaf af vænta í málum sem þessum að þau væru óþægileg og yllu þjáningum fyr- ir viðkomandi. Þó kæmi til álita að beita ákvæði í lögum sem veitir dómara heimild til að tak- marka fjölmiðlaumfjöllun um málið. Verjandinn lagði hins vegar mikla áherslu á að réttarhaldið yrði lokaði í því skyni að hlífa konunni og aðstandendum henn- ar. Full ástæða væri til þess, í þessu tilfelli. Dómarinn sagðist sérstaklega við ákvörðun sína líta til þess að konan á tólf ára gamlan son. Um- fjöllun um málið gæti valdið hon- um áhyggjum og sálrænum erf- iðleikum. Hagmunir hans og ann- arra í nánustu fjölskyldu bæri að taka fram yfir almannahagsmuni af opnum réttarhöldum. Konan er 38 ára. Hún hefur ásamt fjölskyldu sinni verið bú- sett í Borgafirði. Mæðgurnar voru gestkomandi í húsi Selja- hverfi í Breiðholti þegar atburð- urinn gerðist í apríl í vor. Konan er sökuð um að hafa þrengt að hálsi dóttur sinnar þar til hún lést. Hún er ákærð fyrir manndráp samkvæmt 211. grein hegningarlaganna. Í henni segir að hver sem svipti annan mann lífi skuli sæta fangelsi ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt. gar@frettabladid.is Réttarhald yfir konunni sem ákærð er fyrir að hafa banað dóttur sinni var lokað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dómarinn sagðist sérstak- lega vilja vernda tólf ára son konunnar. Konan dvelur á réttargeðdeild. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Svo virðist að vegna handvammar í kerfinu hafi konan sem ákærð er fyrir að hafa ban- að dóttur sinni ekki verið flutt fyrir dómara í gær til að vera við þingfestingu máls síns. Málið verður tekið fyrir að nýju síðar. Norðlingaölduveita: Áhuga- hópur kærir UMHVERFISMÁL Áhugahópurinn um verndun Þjórsárvera hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu til umhverfisráð- herra. Er þetta þriðja kæran í mál- inu, en áður höfðu Skeiða- og Gnúp- verjahreppur og Landvernd kært úrskurðinn. Áhugahópurinn krefst þess að úrskurði Skipulagsstofn- unnar veri hnekkt og hann felldur úr gildi. Krafan byggir meðal ann- ars á því að ósamræmis gæti á milli mats Skipulagsstofnunar og niður- stöðu hennar á marga náttúrufars- þætti, sem og að Skipulagsstofnun hafi fjallað um lón í 578 metrum yfir sjávarmáli, sem almenningur hafi ekki getað kynnt sér og gert at- hugasemdir.  Mætti ekki í réttar- sal vegna mistaka Seðlabankinn: Vextir lækkaðið STÝRIVEXTIR Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum við- skiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentur í 7,1% og aðra vexti bankans einnig um 0,5 prósentur frá 21. september. Bankinn segir að verðbólga í september hafi verið í efri mörkum þess sem ráð var fyr- ir gert. Eftirspurn í hagkerfinu er að mati bankans minni en þarf til að koma í veg fyrir slaka í hagkerfinu. Bankinn mun lækka vexti frekar ef vísbendingar koma fram um frek- ari hjöðnun í hagkerfinu.  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÁSLANDSSKÓLI Íslensku mennta- samtökin íhuga alvarlega að höfða lögsókn á hendur Hafnarfjarðar- bæ í kjölfar samþykktar bæjar- stjórnar í gær um að rifta samn- ingi um rekstur skólans. Bæjar- stjórn samþykkti í gær með 6 at- kvæðum bæjarfulltrúa Samfylk- ingarinnar gegn 5 atkvæðum full- trúa Sjálfstæðisflokksins að rifta samningnum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins ríkir mikil óánægja innan Íslensku menntasamtakanna með fram- göngu bæjaryfirvalda í málinu. Á bæjarstjórnarfundinum var sam- þykkt tillaga um að óska eftir fundi með Íslensku menntasam- tökunum til að ræða yfirtöku eigna. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtökin aldrei lýst yfir vilja til þess að víkja frá rek- stri skólans ef bærinn tæki yfir skuldir þeirra. Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði að þetta væri á vissan hátt sorgardagur. Það kæmi honum alls ekki á óvart að samtökin íhuguðu málsókn. Það hljóti að hafa verið erfitt fyr- ir samtökin að horfa framan í bæjaryfirvöld sem hefðu haft það fyrirfram að markmiðið að rifta samningi sem væri í gildi. „Þetta er valdníðsla af verstu sort,“ sagði Magnús. „Þegar samningurinn var gerður sagði núverandi bæjarstjóri að fyrsta verk Samfylkingarinnar yrði að rifta þessum samningi. Á einni viku gerist það að búið er að rifta þessum samningi sem ég held að sé engan veginn lögmætur gjörn- ingur. Annað hvort var þetta póli- tísk ætlun eða að bæjarstjórinn fór hreinlega á taugum með sinn meirihluta. Við erum ekki að reka neina sjoppu heldur bæjarfélag og verðum að gefa þeim sem við semjum við hæfilegan andmæla- rétt. Við eigum að reyna að laga málin, en ekki með þessum hætti.“ Ekki náðist í Lúðvík Geirsson vegna málsins í gær.  Hafnarfjarðarbær riftir samningi um rekstur Áslandsskóla: Íhuga málsókn á hendur bænum MAGNÚS GUNNARSSON „Þetta er vald- níðsla af verstu sort. Við erum ekki að reka neina sjoppu heldur bæjarfé- lag.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.