Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 22
22 19. september 2002 FIMMTUDAGUR HVAR? Súsanna Svavarsdóttir, blaða-maður og rithöfundur, segir það henta sér aldeilis ágætlega að hafa lítið verið í sviðsljósinu. „Mér fannst kominn tími til þess að taka mér frí frá fjölmiðlum, ég var búin að fá svo yfir mig nóg. Nú vakna ég ekki lengur í kvíðakasti og fer ekki að sofa í vondu skapi, þetta er hreint dá- samlegt,“ segir Súsanna. „Ég hef líka verið í mjög skemmtilegum verkefnum þetta árið, allt tengt leikhúsi, sem er nógu kaótískt og öryggislaust til að mér líði vel þar.“ Núna vinnur Súsanna hjá Draumasmiðjunni sem kynning- ar- og markaðsstjóri. „Þetta er skemmtilegt. Við ætlum að frum- sýna dásamlegt stykki, barnaleik- ritið Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson, í október. Annars hef ég flakkað dálítið á milli Íslands og Bandaríkjanna. Fjölskyldan er eins og hún leggur sig flutt til Kaliforníu,“ segir hún. „Ég fer þangað til að komast í var en veit ekki enn hvort ég vil búa þar.“ Hún viðurkennir að hún sé með bók í undirbúningi en það sé engan veginn tímabært að tala um hana. „Sú bók kemur ekki út fyrr en á næsta ári. Ég er hins vegar alsæl í því sem ég er að gera núna, og hlakka til að vera hér fram eftir vetri. TÍMAMÓT Nokkrir mannfræðingar hafa ívor og sumar undirbúið stofn- un mannfræðifélags. Hallfríður Þórarinsdóttir er í undirbúnings- hópnum. Hún segir félaginu ekki síst vera ætlað að skapa faglegan umræðuvettvang fyrir greinina og stuðla að samstarfi við önnur hliðstæð fagfélög í félags- og hug- vísindum. Þeim sem ljúka há- skólaprófi í greininni fer stöðugt fjölgandi og þörfin fyrir félags- skap af þessu tagi hefur aukist í samræmi við það. Félagið verður fagfélag, opið öllum sem lokið hafa háskólaprófi í mannfræði. „Við horfum með mikilli aðdá- un til sagnfræðinganna sem hafa verið mjög duglegir.“ Hallfríður segir mannfræðina koma víða við enda viðfangsefni hennar fjöl- breytt. „Það skortir alla yfirsýn yfir það hvar þessi þekking liggur og með félaginu opnast möguleiki til að kortleggja hana.“ Hallfríður segir það einnig spennandi að sjá í hvaða kimum atvinnulífsins mannfræðimenntað fólk sé niður komið. „Við vonumst til að félagið muni laða að sér allt það skemmti- lega og frjóa fólk sem lagt hefur stund á mannfræði og virki það til þátttöku í faglegri umræðu.“ Hallfríður er doktor í menning- armannfræði frá New York og kom til landsins fyrir tæpum þremur árum eftir langa dvöl í Bandaríkjunum. Sjálfsmynd- arpólitík er henni ofarlega í huga og hún hefur meðal annars skrif- að um íslenska þjóðarímynd, til- urð hennar og þróun, með sér- stakri áherslu á hlutverk tungu- málsins fyrir þjóðarímyndina. Stofnfundur mannfræðingafé- lagsins verður haldinn í kvöld klukkan 20 í stofu 201 í Odda.  Hallfríður Þórarinsdóttir hefur í félagi við aðra mannfræðinga unnið að stofnun mannfræðifélags. Stofnfundurinn verður í kvöld. Persónan Mannfræðingum smalað saman FÓLK Í FRÉTTUM MEÐ SÚRMJÓLKINNI Þrátt fyrir friðun rjúpunnar mun hún halda áfram að rembast við staurinn eftir sem áður. Leiðrétting FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Í gær voru liðin 25 ár síðan JónL. Árnason varð heimsmeistari sveina í skák. Hann varð þar að auki fyrstur Íslendinga til að hljó- ta heimsmeistaratign í íþróttinni. Aðspurður sagðist Jón ekki halda sérstaklega upp á daginn. „Það eru önnur mun merkilegri tíma- mót í fjölskyldunni,“ segir hann. „Hugrún litla dóttir mín verður átta ára í dag og það er miklu merkilegra.“ Jón minnist þess að mikið var gert úr afrekinu í fjöl- miðlum. „Ég var svo sem enginn nýgræðingur á skáksviðinu á þessum tíma, fór í þetta mót sem Íslandsmeistari og Norðurlanda- meistari unglinga svo ég gerði mér alltaf vonir um að ná einu af efstu sætunum. En ég átti kannski ekki endilega von á því að ég yrði heimsmeistari, og vissulega var mikið látið með mig þegar ég kom heim.“ Jón lagði svo skákina fyrir sig, tók þátt í skákmótum, skrifaði um skák og stundaði störf henni teng- dri. „Það er heilmikið starf að vera í skákinni og lítið annað sem kemst að á meðan.“ Hann segir ekkert eitt einkenna góðan skák- mann, en þeir þurfi vissulega að temja sér aga og leggja á sig mikla vinnu. Jón er viðskipta- fræðingur að mennt og rekur fyr- irtækið Fjárstoð. „Þetta er fyrir- tæki sem við Gunnar Thoroddsen stofnuðum í fyrra og okkur hefur vaxið mjög fiskur um hrygg und- anfarið.“ Jón er kvæntur Þórunni Guð- mundsdóttur og þau eiga þrjár dætur, Ingibjörgu, Helgu Birnu og Hugrúnu, sem í dag er afmæl- isbarn. „Þær kunnu mannganginn áður en þær fóru sjálfar að ganga,“ segi Jón, „en svo hefur nú ekki tekist neitt sérstaklega að halda þeim að skákinni. Það er erfiðara með stelpurnar, þær vilja frekar vera með vinkonunum að gera eitthvað annað.“ Jón segir að eftir svolitla lægð í skákinni séu mjög efnilegir skákmenn að koma upp og skákvor framundan. „Skákin hefur alltaf verið vinsæl í skólum þó það hafi ekki farið mjög hátt og svo er auðvitað vin- sælt að tefla á internetinu. Það geri skákina ekki eins sýnilega og hún var en það er mjög auðvelt að ánetjast skákinni á netinu,“ segir Jón að lokum. edda@frettabladid.is JÓN L. ÁRNASON Helgaði sig ungur skákíþróttinni og hefur teflt allar götur síðan. TÍMAMÓT JARÐARFARIR 13.30 Helga Halldórsdóttir, Hulduborg- um 15, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Hjálmtýr E. Hjálmtýsson, Sól- vallagötu 33, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 14.00 Ingimar Jónsson, Kaldrananesi, verður jarðsunginn frá Kaldrana- neskirkju. ANDLÁT Eufemia (Effa) Georgsdóttir lést 17. september. Guðni Eyjólfsson, Eyjum, Kjós, lést 16. september. Steingrímur Þórisson, Kópavogsbraut 1a, lést 16. september. Jóna Kristmundsdóttir, Logafold 20, Reykjavík, lést 15. september. Ólafía G.E. Jónsdóttir, Vífilsgötu 17, lést 15. september. Steindór Ágústsson lést 13. september. Gullskipið Het Wapen vanAmsterdam strandaði á Skeið- arársandi árið1667 og fórust þar um 140 manns. Skipið var hlaðið dýrum farmi, gulli, silfri, perlum og fleira. Meira en þrjú hundruð árum síðar var mikil leit gerð að skipinu. Kona á Hellnahól í Rangárvalla-sýslu fæddi andvana tvíbura árið 1802, stúlkubörn, sem voru „samangróin frá öxlum niður til naflans“ eins og segir í Prestþjón- ustubók. Þótti þetta tíðindum sæta. Fatlaðir og stuðningsmenn þeir-ra efndu til kröfugöngu í Reykjavík árið 1978 og lögðu áher- slu á jafnrétti. „Nú er lag til að breyta hugsjónum í veruleika,“ sagði Magnús Kjartansson alþing- ismaður í ávarpi á Kjarvalsstöð- um. Nýja Sjáland varð fyrst allralanda til að veita konum kosn- ingarétt. Þetta var árið 1893. SAGA DAGSINS 19. SEPTEMBER Mikið látið með unga heimsmeistarann Gerði ekkert í tilefni dagsins, segir Jón. L. Árnason, skákmeistari, en í gær voru liðin 25 ár síðan hann var krýndur heimsmeistari sveina í skák. Honum finnst miklu merkilegra að dóttir hans, Hugrún, á átta ára afmæli í dag. HALLFRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR Vonast til að stofnun fagfélags mannfræð- inga verði til þess að mannfræðingar blan- di sér af krafti í þverfaglega umræðu. Það styttist í prófkjör Samfylk-ingarinnar í Reykjavík sem lík- lega verður haldið 9. nóvember. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík leggja áherslu á að ungt fólk kom- ist til áhrifa og lýsa stuðningi við Ágúst Ólaf Ágústsson, formann sinn á landsvísu, í prófkjörinu. Segja hann verðugan fulltrúa nýrr- ar kynslóðar á Alþingi og góðan málsvara frjálslyndrar jafnaðar- stefnu auk þess að vera einn öflug- asti talsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir,borgarfulltrúi, mun vera að íhuga alvarlega hvort hún skelli sér í slaginn um sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu þingkosningar. Steinunn Valdís hefur setið í borgarstjórn síðustu átta árin. Láti hún verða af framboði og nái tilætluðum ár- angri myndi hún vera tengingin sem ýmsir í Reykjavíkurlistanum hafa talið nauðsynlega milli borg- arstjórnar og landsmálastjórnmál- anna á Alþingi. Það er mikill hiti í mörgumknattspyrnuáhugamönnum fyr- ir lokaumferðina í Íslandsmótinu. Sérstaklega hafa orð Ólafs Þórðar- sonar, þjálfara ÍA, fyrir síðustu helgi um að hann vonaðist eftir Fylkissigri gegn KR orðið til þess að kveikja í KR-ingum. Óttast margir þeirra að Skagamenn tapi viljandi í lokaumferðinni. Hefur það leitt til líflegrar og oft orð- ljótrar umræðu á spjallþráðum KR og ÍA. Hafa menn haft stór orð uppi í skjóli nafnleysisins og sumir jafnvel skrifað í orðastað leik- manna. Sáu stjórnendur spjallþráð- ar KR sér ekki annað fært en að loka á aðgang níu einstaklinga að spjallþræðinum einn og sama dag- inn. Það var komið að útsölu aldar-innar í einni af raftækja- verslunum borgarinnar. Klukk- an var farin að halla í 9 og átti að fara að opna búðina en löng röð áhugasamra kaupenda hafði myndast fyrir framan. Að kem- ur frekar lítill karl og fer að olnboga sig fram röðina. Þegar hann er kominn langleiðina að dyrunum taka þeir sem lengst höfðu beðið í röðinni og stóðu því fremstir höndum saman og ýta honum til baka. Okkar mað- ur lætur ekki deigan síga og gerir aðra atlögu en allt fer á sömu leið og heldur voru hand- tökin harðari en í fyrra skiptið. „Ég reyni þetta ekki nema einu sinni enn,“ kallaði maðurinn ör- væntingarfullur. „Við opnum þá ekkert í dag.“ Heimsendingar og sótt! O p n u n a r t í m i : 1 1 - 0 1 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 6 u m h e l g a r Grensásvegur 12 533 2200 Tilboð sótt 1. 12“ m/3 álegg og 1/2 litr. gos 990 kr,- 2. 16“ m/2 áleg. og 2 litr. gos 1.390 kr,- 2 fyrir 1 Pizza að eigin vali a) ostabrauðstangir eða b) hvítlauksbrauð 12“ og önnur pizza af sömu stæð FRÍTT (greitt er fyrir dýrari pizzuna) Tilboð sent 1. 12“ m/3 álegg og 1litr. gos 1.490 kr,- 2. 16“ m/3 álegg og ostabrauðstangir eða 2 litr. gos. 1.900 kr,- 3. 18“ m/3 áleg. og ostabrauðstangir eða 2 litr. gos 2.390 kr,- FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.