Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 8
LÆKNINGAR „Við höfum alls ekki á móti því þó aðrar stéttir sem hafa annars konar bakgrunn en við og tengjast heilsu, hafi leyfi til að stunda sína vinnu. Hins vegar viljum við að það sé gert á réttum forsendum,“ segir Reynir Tómas Geirsson forseti læknadeildar og vísar þá í viðtal við Birnu Imsland í Fréttablaðinu í gær þar sem hún segir frá að eftir nám sitt muni hún ráða við almennar heimilislækningar á breiðu sviði. Reynir Tómas vill meina að læknar taki hug, tilfinn- ingar og orsakir inn í myndina þeg- ar þeir fáist við sjúkdóma. Hann bendir einnig á að orðið læknir sé lögverndað starfsheiti sem ekki sé heimilt að nota nema að baki því liggi viðurkennt nám á því sviði. „Það er ekki hægt að bera saman nám sem tekið er í fjar- námi í fjögur ár saman við sam- tals tólf ára nám heimilislæknis.“ Haukur Valdimarsson aðstoð- arlandlæknir gerir einnig athuga- semd við viðtalið við Birnu og segir að ef hómópatar ætli sér að fara að stunda almennar heimilis- lækningar þá myndi hann halda að um blekkingar væri að ræða. „Við getum alls ekki lagt blessun okkar yfir það þótt að á hinn bóg- inn séum við alls ekki á móti hómópötum sem slíkum. Þeir verði að vinna á sínu sviði og ekki rétt að blanda því saman við vinnu almennra lækna. „Það er ekki rétt ef einhver segist geta gert það sem læknir gerir þá er verið að brjóta lög með því. Við köllum það að villa á sér heimildir.“ Haukur segir að lengi hafi verið notað orð- ið smáskammtalækningar og við það sé ekkert að athuga. Hómópatar ættu alls ekki að segj- ast geta stundað lækningar heldur nota sitt rétta starfsheiti. Birna Imsland segist líta svo á að hennar hlutverk sé á breiðu sviði og því ekki ólíkt heimilis- lækningum. „Ég er ekki að segja að ég sé læknir en hlutverkið er svipað og heimilislækningar vegna þess að við meðhöndlum svo fjölbreytt vandamál. Nálgun- in er hins vegar allt önnur og að- ferðafræðin ekki sú sama enda er nám í hómópatíu og nám í lækn- ingum gjörólíkt. Við meðhöndlum manneskjuna sem eina heild, lík- amlega huglægt og tilfinninga- lega.“ segir Birna.  19. september 2002 FIMMTUDAGUR Hómópatar ættu alls ekki að segjast geta stundað lækningar heldur nota sitt rétta starfsheiti. LÖGREGLUFRÉTTIR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ka na rí sól og sumar allt ári› fyrir 4ra manna fjölskyldu í 19 daga 30. nóvember á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára Innifalið: Flug, gisting á Aloe, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman Ver›dæmi Flugsæti 45.140 kr. 69.630 kr. staðgr. staðgr. staðgr. 44.930 kr. á mann með flugvallarsköttum. SATTAHIP, AP Uppreisnarsamtök ta- míla á Sri Lanka segjast ekki leng- ur krefjast sjálfstæðs ríkis heldur láti sér nægja sjálfstjórn Tamíla á norður- og austurhluta eyjunnar. „Það hefur enga þýðingu að segja að samtökin séu að berjast fyrir sjálfstæði,“ sagði Anton Balasingham, aðalsamningamað- ur Tamílsku tígranna, eins og upp- reisnarsamtökin nefna sig. Yfir- lýsing þeirra þykir auka mjög lík- urnar á því að brátt muni takast að semja um frið á eyjunni. Uppreisnarmennirnir vilja þó ekki leggja niður vopn fyrr en friðarsamkomulag hefur verið undirritað. Ólíklegt er að það tak- ist fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Stjórn Sri Lanka fagnar engu að síður þessari afstöðu þeirra. Fyrsta áfanga friðarviðræðna milli tamíla og stjórnarinnar lauk í gær. Norðmenn hafa haft milli- göngu um að koma þessum friðar- viðræðum á. Þær eru haldnar í Taílandi. Tamílsku tígrarnir hafa barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í tæpa tvo áratugi. Borgarastyrj- öldin hefur kostað nærri 65 þús- und manns lífið.  DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur nú tekið til meðferðar kröfu Gunnars Þórs Jónssonar bæklunarskurðlæknis á hendur Háskóla Íslands vegna kröfu um greiðslu um 71 milljónar króna vegna vangoldinna launa og launa fram til ársins 2012 auk miska- bóta. Gunnar hefur einnig gert fjár- kröfu á Landspítalann vegna starfsmissis þar í kjölfar upp- sagnarinnar hjá Háskólanum. Fjárkröfur Gunnars á Landspítal- ann nema samtals um 4 milljónum króna. Gunnari Þór hefur ekki verið heimilað að snúa aftur til prófess- ors- og yfirlæknisstöðu sinnar þrátt fyrir að staðfest sé að ólög- mætt hafi verið að víkja honum frá. Gunnari Þór var skipaður pró- fessor í slysalækningum við Há- skóla Íslands árið 1984. Starfinu fylgdi yfirlæknisstaða á Borgar- spítalanum. Honum var sagt upp sem yfirlækni í júlí 1999. Hæsti- réttur úrskurðaði uppsögnina ólöglega í maí árið 2000. Háskóli Íslands veitti Gunnari Þór lausn um stundarsakir frá prófessors- stöðunni í desember 1999. Nefnd um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins komst að þeirri endanlegu niðurstöðu að ekki hafi verið rétt að veita honum lausn frá störfum.  Hætt hefur verið við fyrirhug-aða sölu á bandaríska súkkl- aðiframleiðandanum „Hersey Foods“, sem talinn er um 1050 milljarða króna virði. Mikil óá- nægja hafði verið með fyrirhug- aða sölu fyrirtækisins í Banda- ríkjunum. Frakkar ætla að efna til átaksgegn umferðaróhöppum í landinu. Rúmlega 8000 manns deyja og 26 þúsund manns slasast á ári hverju af völdum umferðar- slysa í Frakklandi. Ástandið er það alvarlegt að slys á vegum úti eru aðal dauðaorsök fólks undir 30 ára aldri. AÐ LOKNUM SAMNINGAFUNDI G.L. Peiris, fulltrúi stjórnarinnar á Sri Lanka, og Anton Balasingham, aðalsamningamað- ur tamíla, koma af samningafundi. Á milli þeirra er Vidar Helgeson, aðstoðarutanrík- isráðherra Noregs, sem hefur haft milli- göngu um viðræðurnar. Friður í sjónmáli á Sri Lanka: Tamílar falla frá sjálfstæðiskröfu AP /A PI C H AR T W EE R AW O N G HÁSKÓLI ÍSLANDS Gunnar Þór Jónsson bæklunarlæknir vill að Háskólinn og Landspítalinn efni skyldur sínar. Mál bæklunarprófessorsins tekið fyrir í héraðsdómi: Krefst 75 milljóna frá Háskóla og Landspítala HÓMÓPATAR SINNA SMÁSKAMMTALÆKNINGUM Nota meðal annars afurðir sem unnar eru úr íslenskum jurtum við meðhöndlun sjúkdóma. Aðeins læknar geta stundað lækningar Aðstoðarlandlæknir er ekki sáttur við að hómópatar skuli tala um að sinna lækningum. Þær eru lögverndað starfsheiti og aðeins læknar geta nefnt sig það. Birna Imsland segir nálgun hómópatans vera aðra og meðhöndlunina aðra. REYNIR TÓMAS GEIRSSON Læknar taka tilfinningar inn í myndina þegar þeir fást við sjúkdóma BIRNA IMSLAND Segist ráða við almennar heimilislækningar. HAUKUR VALDIMARSSON Hómópatar eiga að vinna á sínu sviði sem sé annað en svið lækna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.