Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 10
10 19. september 2002 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Eldur kviknaði í skúr viðgæsluvöll við Háholt á Akra- nesi í fyrrinótt. Allt slökkviliðið á Akranesi var kallað út rétt rúm- lega fjögur til að slökkva eldinn en skúrinn brann til kaldra kola. Slökkviliðsmenn náðu að hefta eldinn áður en hann læsti sig í nærliggjandi hús. Eldsupptök eru ókunn og er málið í rannsókn. TF-Líf, þyrla Landhelgisgæsl-unnar, sótti fársjúkan mann, á Ísafjörð í fyrrakvöld. Beiðni um þyrluna kom frá lækni mannsins sem þótti ráðlegt að kalla hana til frekar en að flytja sjúklinginn með sjúkraflugvél Íslandsflugs sem var stödd í Reykjavík. Þyrluáhöfn var köll- uð út sextán mínútur yfir átta og fór þyrlan í loftið þremur mínút- um fyrir níu. Lent var á Ísafirði klukkan 22.03 og var maðurinn kominn á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi klukkan hálf tólf. INNLENT BYGGÐAMÁL Á fundi sem efna- hags - og viðskiptanefnd Al- þingis hélt með bankamönn- um á Grundarfirði um síðustu helgi hreyfðu menn þeirri hugmynd að færa mætti rök fyrir því að bankaútibú á landsbyggðinni heyrðu brátt sögunni til. Voru rökin sem færð voru fyrir þessu tækni- legs eðlis; raf- ræn þjónusta myndi leysa útibúin af hólmi. Kom kurr í landsbyggðarmenn sem sátu fundinn: „Fólk á landsbyggðinni lít- ur bankaútibúin sömu augum og kirkjuna og grunnskólann. Allt eru þetta hornsteinar bæjarlífsins á hverjum stað og bankarnir þjóna jafnvel sem félagsmiðstöðvar á köfl- um,“ segir Friðbert Trausta- son, formaður Sambands ís- lenskra bankamanna, sem mjög hefur varað við þeirri þróun sem átt hefur sér stað með fækkun bankaútibúa á síðustu árum. „Þetta er þróun sem var áberandi á Norðurlöndum á síðasta áratug. Til dæmis fækkaði bankaútibúum í Danmörku um þúsund en þar voru fyrir 3.500 útibú. Svipað var uppi á teningnum í Svíþjóð,“ segir Friðbert og telur að lengra verði ekki gengið í fækkun útibúa en þegar er orðið. „Á Norðurlöndum eru menn að snúa af þessari leið og byrjaðir að opna útibú á ný. Þeir hafa komist að því að enn er fjöldi fólks sem hvorki vill, getur eða kann að nota rafræna þjón- ustu bankastofnanna. Því eru bankarnir aftur að fara út til fólksins,“ segir Friðbert. „Breyt- ingin verður hins vegar sú að ráð- gjafa - og fjármálaþjónusta verð- ur stærri hluti af starfsemi útibú- anna. Þann þátt þjónustunnar fær fólk ekki rafrænt heim til sín.“ Þó Landsbankinn hafi fækkað útibúum sínum á landsbyggðinni úr 65 í 50 er heildarfjöldinn enn sá sami því sparisjóðirnir hafa í auknum mæli sótt út á land. Bún- aðarbankinn og Íslandsbanki hafa einbeitt sér frekar að höfuðborg- arsvæðinu. Íslandsbanki er til dæmis ekki með neitt útibú á Austurlandi. Lengst fer bankinn til Húsavíkur og svo ekki næst fyrr en í Vestmannaeyjum. Bún- aðarbankinn er með útibú á Akur- eyri og svo næst á Hellu. Alls eru 170 afgreiðslustaðir fyrir banka og sparisjóðir í landinu og í Sam- bandi íslenskra bankamanna eru 3.700 félagar. eir@frettabladid.is Landsbyggðar- fólk óttast um bankaútibú sín Bankamenn vara við norrænni þróun og fækk- un útibúa. Þúsund útibúum lokað í Dan- mörku. Heimamenn setja útibúin í flokk með kirkjunni og skólanum á hverjum stað. „Þeir hafa komist að því að enn er fjöl- di fólks sem hvorki vill, get- ur eða kann að nota raf- ræna þjón- ustu banka- stofnanna.“ LANDSBANKINN Hefur fækkað útibúum sínum úr 65 í 50. Sparisjóðirnir hafa fyllt í skarðið. NÖFN „Ég þekki fjölmörg dæmi þess að fólki er meinað um að skíra börn sín þeim nöfnum sem það æskir á þeim grundvelli að nafnið sé ekki á mannanafna- skrá,“ segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, þingmaður, á heimasíðu sinni og efast um réttmæti mannanafnanefndar. „Ég leyfi mér að minnsta kosti að efast um gildi þess að nefnd þriggja manna sé betur fallin til þess að kveða upp úr með nafn á barni, heldur en foreldrar þess.“ Hún segir það fráleitt markmið að mannanafnanefnd gefi út nafnaskrá til að koma í veg fyrir að nafngift barna verði þeim til ama.  Efast um nafnaskrá: Fráleit markmið mannanafna- nefndar BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Nafn getur haft tilfinningagjaldi fyrir ein- staklinga eða fjölskyldur þó mannanafna- nefnd þyki nafnið ekki við hæfi. Að gefnu tilefni vil ég benda áað rjúpnaveiði í eignarlönd- um jarða á Melrakkasléttu er al- gerlega háð ákvörðun landeig- anda. Vel færi á að búnaðarsam- bönd og eða búnaðarfélög tæku til athugunar tillögu Náttúru- fræðistofnun Íslands að heimila aðeins rjúpnaveiðar í nóvember- mánuði í eignarlöndum jarða og þá að sjálfsögðu samkvæmt ákvörðun jarðeiganda sam- kvæmt íslenskum lögum.  Um rjúpna- veiði Árni G. Pétursson, Vatnsenda, hafði samband Eftir að járntjaldið féll ogkommúnistaflokkar Austur Evrópu létu af ofstjórn sinni voru Bandaríkjamenn af austur-evrópsku bergi brotnu fyrstir til að leggja fjár- magn til endur- reisnar atvinnulífs- ins. Hin nýfrjálsu lönd voru utan ör- yggissvæðis venju- legra alþjóðlegra fjárfesta. Það þótti glapræði að leggja pening í fram- kvæmdir þar. Bandaríkjamennirnir, sem höfðu flúið undan oki kommúnista og auðgast í frelsinu vestan járn- tjalds mátu ástandið hins vegar ekki aðeins út frá viðskiptalegum sjónarmiðum. Fjárfesting þeirra hafði persónulegan tilgang. Marg- ir þeirra vildu öðlast þann sess meðal þjóðar sinnar, sem þeim fannst þeir eiga skilið, en hafði verið meinað um af kommúnist- um. Sumir vildu láta sitt fólk njóta einhvers af auðlegð sinni. Það er óneitanlega svolítið kostulegt að nú; þrettán árum eft- ir að járntjaldið féll og þjóðir Austur-Evrópu fengu að stunda viðskipti án ofstjórnar ríkisvalds- ins; skuli svipuð staða vera uppi á Íslandi. Samson-hópurinn á nú í viðræðum við stjórnvöld um kaup á Landsbankanum. Landsbankinn hefur verið ríkisbanki og stýrt af fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Honum hefur verið beitt til að fjármagna stefnu ríkisstjórna í at- vinnu- og byggðamálum. Og sjóð- ir hans hafa verið notið til að tryg- gja völd stjórnarflokka í við- skiptalífinu; jafnvel til þess að færa fyrirtæki úr eigu óverð- skuldaðra til þeirra sem njóta vel- vilja valdsmanna. Samson-hópurinn samanstend- ur af hálfgerðum flóttamönnum; mönnum sem voru hraktir úr ís- lensku viðskiptalífi eftir að hafa raskað um of því jafnvægi sem var undirstaða valdahlutfalla í samfélaginu. Þeir komust síðan í álnir erlendis. Þegar íslensk stjórnvöld létu loks verða að því að koma Landsbankanum úr ríkis- eigu þóttu fjármunir þeirra Sam- son-manna betri en annarra. Að hluta til vegna sögu þeirra. Þeir eru að koma heim – eins og hand- ritin. Þannig litu menn líka á fjár- muni Bandaríkjamanna frá Aust- ur-Evrópu sem lagt var í atvinnu- líf fyrir austan járntjald eftir 1989. Það er hins vegar sorglegt til þess að hugsa að við skulum vera svona mörgum árum á eftir þessum fyrrum kúguðu þjóðum.  „Fjármunir þeirra Sam- son-manna þykja betri en annarra. Að hluta til vegna sögu þeirra. Þeir eru að koma heim – eins og hand- ritin.“ Aðeins þrettán árum á eftir Austur-Evrópu skrifar um heimkomu fjármuna Samsons-hópsins. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.