Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 4
4 19. september 2002 FIMMTUDAGUR KVIKMYNDASJÓÐUR Enn örlar ekki á niðurstöðu í máli Þorfinns Ómars- sonar tveimur mánuðum eftir að honum var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs. Í gær barst menntamála- ráðherra bréf frá European Film Promoters þar sem lýst er yfir stuðningi við Þorfinn og hann sagður hafa unnið þarft verk við kynningar á íslenskum kvikmynd- um erlendis, starf sem væri í hættu ef hans nyti ekki lengur við. Í samtökunum sem hér um ræðir eiga 20 lönd fulltrúa sem eiga það sameiginlegt að vinna við kynn- ingar á kvikmyndum hver frá sínu heimalandi.. „Ég er vissulega ánægður með þennan stuðning,“ segir Þorfinnur sem er farið að lengja eftir niður- stöðu nefndar sem fjalla um mál hans en formaður hennar er Björg Thorarensen lögfræðingur. Þor- finnur hefur verið á hálfum laun- um hjá Kvikmyndasjóði eftir að honum var vikið þar úr starfi og skilur ekki hvers vegna: „Annað hvort eru menn á launum eða ekki,“ segir hann.  ÞORFINNUR ÓMARSSON Enn örlar ekki á niðurstöðu í máli Þorfinns. Þorfinnur Ómarsson fær evrópskan stuðning: Í biðstöðu á hálfum launum Tvísköttunarsamningar: Dráttur á gildistöku SEINKUN Tvísköttunarsamningar sem gerðir hafa verið við fjögur ríki hafa ekki enn tekið gildi þrátt fyrir ákvæði þess efnis í samningunum. Ástæðan er sú að dregist hefur að kynna gildistöku þeirra í stjórnartíð- indum. Indriði H. Þorláksson, ríkis- skattsstjóri, segir ekki gefið að fólk hafi beðið skaða af því að dregist hafi að birta tvísköttunarsamninga. „Það er heimild í lögum til að koma til móts við fólk vegna skatta sem það hefur greitt í öðrum löndum. Sú heimild hefur verið notuð.“ Hann segir að sú grein gangi ekki jafn langt og tvísköttunarsamningar.  RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Borgarfulltrúar telja mikilvægt að fyrir liggi hlutlægar upplýsingar um leiguverð í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn: Vilja hald- góðar upp- lýsingar um leiguverð BORGARMÁL Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir því að borgaryfirvöld taki saman upplýsingar um húsaleigu- kjör í borginni í því skyni að skýra þróun þeirra. Í bókun sem flokkurinn lagði fram í borgarráði í fyrradag kem- ur segir: „Undanfarið hafa verið miklar umræður um gífurlega hækkun húsaleigu á almennum markaði í Reykjavík. Telur félags- málaráðherra að menn ofmeti húsaleiguna og séu jafnvel að reyna að „kjafta hana upp.“ Full- trúar leigusala og leigutaka mót- mæla þessum fullyrðingum ráð- herrans.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins telja mikilvægt að fyrir liggi haldgóðar og hlutlægar upp- lýsingar um leiguverð til þess að ekki sé deilt um það með þeim hætti sem gert hafi verið. Beindu því þeir þeim tilmælum til borg- arstjóra, að af hálfu borgaryfir- valda verði teknar saman upplýs- ingar um húsaleigukjör.  DÓMSMÁL Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Staðarhóli í Borgarfirði hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Í ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík segir að Flóki hafi kýlt myndlistarmanninn Magnús Kjartansson svo miklu hnefa- höggi í andlit að Magnús féll af stól sem hann stóð á. Þetta er sagt hafa gerst í vinnustofu Magnúsar á Álafossvegi í Mos- fellsbæ í október í fyrra. Við fallið er Magnús sagður hafa fengið þriggja sentímetra skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti saman. Einnig bólgnaði hann undir hægra kinn- beini og skrámaðist á vinstri handlegg og hægri hendi. Flóki sagði svo frá í Héraðs- dómi Reykjavíkur á þriðjudag að Magnús hefði fyrst slegið hann í höfuðið með málningar- bakka. Þá hafi hann ósjálfrátt borið hönd fyrir höfuð sér en hún rekist í augabrún Magnúsar. Miklar deilur munu vera uppi í húsinu að Álafossvegi sem áður hýsti Álafossverksmiðju. Ágreiningurinn mun vera á milli þeirra sem þar eru þar með at- vinnustarfsemi og svo hinna sem þar hafa innréttað íbúðir. Eiginkona Flóka rekur atvinnu- starfsemi í húsinu. Hún og Magnús munu hafa verið að munnhöggvast þegar Flóki kom að til að skakka leikinn. Meint átök í vinnustofu listamanns til kasta héraðsdóms: Séra Flóki segist hafa kýlt listmálara í sjálfsvörn ÁLAFOSSVEGUR 23 Í þessu húsi á séra Flóki Kristinsson að hafa slegið Magnús Kjartansson myndlist- armann ofan af stól. BARNALÖG „Ég tel að í frumvarpinu sé að finna mikilvæga réttarbót frá gildandi rétti og vona svo sannarlega að Alþingi taki þessu máli vel,“ segir Sólveig Péturs- dóttir, dóms- og kirkjumálaráð- herra. Hún kynnti ríkisstjórn frum- varp til barnalaga sem samið var af sifjalaganefnd. Frumvarpið er ávöxtur endurskoð- unar sem hófst árið 1999 og eru í því fjölmörg nýmæli. Þar er fjallað um móðerni og faðerni barna, forsjá og deilur um forsjá, foreldraskyldur og umgengnisrétt, framfærslu og meðlagsskyldu. Meðal annars verður móðir skylduð til að feðra barn sitt en í gildandi barnalögum er ekki að finna slíkt ákvæði. Móðir sem lætur hjá líða að feðra barn verður þó ekki beitt viður- lögum. Þá er lagt til að lögfest verði ákvæði um að kona, sem elur barn eftir tæknifrjóvgun, teljist móðir þess og er ákvæðinu ætlað að koma í veg fyrir hugsanlegar deilur um móðerni í þeim tilvik- um þegar notaðar eru gjafaegg- frumur við tæknifrjóvgun. Enn- fremur eru í frumvarpinu ákvæði um réttarstöðu sæðisgjafa. Þá er lagt til að maður, sem telur sig föður barns, geti höfðað faðernis- mál. Ennfremur verður réttur barns til að tjá sig um mál sem til úrlausnar eru, ekki bundinn við 12 ára aldur og lagt er til að heimild dómsmálaráðuneytisins til að skera úr ágreiningi um forsjá verði afnumin, aðeins dómstólar leysi úr slíkum málum. Loks er lagt til að lögfest verði nýtt þvingunarúrræði vegna brota á umgengnisrétti, en það er að umgengni verði komið á með beinni aðfarargerð. Samkvæmt gildandi lögum er eina úrræðið álagning og innheimta dagsekta. „Það sem býr þarna að baki er mikilvægi þess að barn hafi tæki- færi til þess að bæði þekkja og njóta samvista við það foreldri sem það býr ekki hjá. Sektarúr- ræðin hafa ekki dugað ein og sér í öllum tilvikum,“ segir Sólveig Pétursdóttir. Hún mun að líkindum leggja frumvarpið fram á fyrstu dögum haustþings. „Þingflokkar stjórnarflokk- anna eiga eftir að fjalla um málið og samþykkja framlagningu þess en ég vona að málið geti fengið af- greiðslu í vetur,“ segir Sólveig Pétursdóttir. the@frettabladid.is Mikil réttarbót í nýjum barnalögum Frumvarp til nýrra barnalaga kynnt í ríkisstjórn. Hægt verður að þvin- ga fram umgengnisrétt með beinni aðfaragerð ef sektir duga ekki til. Móður skylt að feðra barn sitt. Réttarstaða sæðisgjafa skýrð. Dómstólar skeri einir úr ágreiningi vegna umgengni. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Mörg mikilvæg nýmæli í frumvarpinu sem miða öll að auknum rétti barnsins. Sektarúrræðin hafa ekki dug- að ein og sér í öllum tilvikum Spilling í Afríku kostar álfunaum 13.000 milljarða á ári hverju, samkvæmt nýútkominni skýrslu. Afríkusambandið ætlar að semja lög sem eiga að draga úr spillingu í álfunni. Fátækt fólk kemur verst út úr spillingunni. ERLENT Höfuðborgarsvæðið: Innbrotafar- aldur í bíla LÖGREGLUMÁL Ekkert lát virðist á innbrotum í bíla á höfuðborgar- svæðinu. Í fyrrdag voru ellefu innbrot framin og svipuð tala var deginum á undan. Auk þess að verðmætum sé stolið eru unnar töluverðar eignaskemmdir. Lög- reglan í Reykjavík segir innbrots- þjófana vera farna að færa sig upp á skaftið og brjótast inn í bíla um hábjartan dag. Þá séu tíð inn- brot við kvikmyndahús. Lögreglan vill enn og aftur ít- reka að engin ástæða sé fyrir þjófana að brjótast inn í bíla ef engin verðmæti eru fyrir hendi. Er því brýnt fyrir ökumönnum að skilja ekki eftir verðmæti. Samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslu lögreglunnar í Reykja- vík fyrir árið 2001 áttu flest inn- brot sér stað við bílastæði. Sömu sögu var að segja árið 2000.  Fjölgun ferða til Eyja: Ekki fullnægjandi lausn SAMGÖNGUR Forvígismenn áhuga- hóps um bættar samgöngur milli lands og Vestmannaeyja telja að ákvörðun Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, um að fjölga ferðum Herjólfs í vetur sé ófull- nægjandi svar við kröfum Vest- mannaeyinga um að bætt verði úr ófremdarástandi í samgöngumál- um Eyjamanna. Þá furða forvígismenn hópsins sig á því að ráðherra sjái sér ekki fært að mæta á opinn fund um samgöngumál þar sem hann sé á fundum í kjördæmi sínu. Það lýsi áhugaleysi um málefni utan eigin kjördæmis. 1.800 Vestmannaeyingar hafa skrifað sig á undirskriftalista þar sem úrbóta er krafist.  Umhverfisnefnd Ísafjarðar-bæjar hefur samþykkt teikn- ingar að væntanlegu sýningar- og geymsluhúsi Byggðasafns Vest- fjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. bb.is Fyrirhugað er að halda æfingu áviðbrögðum vegna slysa sem verða í Vestfjarðagöngum í byrj- un nóvember. Ekkert hefur verið ákveðið um tilhögun æfingarinn- ar, hvers konar slys verður svið- sett eða hver þáttur hvers aðila verður. bb.is Háskóli Íslands mun leita eftirsamstarfsaðilum við rekstur háskólaseturs á Ísafirði. Þetta er niðurstaða fundar sem Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar átti í síðustu viku með Páli Skúlasyni háskólarektor. bb.is INNLENT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 66,3% Nei 33,7% Eru Írakar trúverðugir þegar þeir bjóða vopnaeftirlit í landinu? Spurning dagsins í dag: Verður KR Íslandsmeistari í knatt- spyrnu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já ÍRAKAR TRÚVERÐUGIR Næstum 70% kjós- enda á frett.is þykja Írakar trúverðugir þegar þeir bjóða vopnaeftirlit í landinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.