Fréttablaðið - 29.03.2003, Síða 11
■ Evrópa
LAUGARDAGUR 29. mars 2003
MENNTAMÁL Störf skólameistara
Stýrimannaskólans í Reykjavík
og Vélskóla Íslands hafa verið
sameinuð í eitt. Þetta gerist sam-
hliða þeim skipulagsbreytingum
að Menntafélagið ehf. tekur við
rekstri skólanna tveggja. Jón B.
Stefánsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Menntafélags-
ins ehf. og skólameistari Stýri-
mannaskólans í Reykjavík og Vél-
skóla Íslands. Jón mun taka við
starfi framkvæmdastjóra
Menntafélagsins í byrjun apríl nk.
en skólastjórn við upphaf næsta
skólaárs.
Jón B. Stefánsson hefur kenn-
arapróf frá Kennaraskóla Íslands
og íþróttakennarapróf frá Íþrótta-
kennaraskóla Íslands og starfaði
hann að námi loknu við kennslu,
en lengst af hefur Jón unnið við
stjórnunarstörf.
Jón var starfsmannastjóri
Eimskips 1983-1987 og tók síðan
við starfi framkvæmdastjóra
Eimskip USA í Norfolk í Banda-
ríkjunum.
Guðjón Ármann Eyjólfsson,
skólameistari Stýrimannaskólans,
og Björgvin Þór Jóhannsson,
skólameistari Vélskóla Íslands,
hætta báðir störfum. Heimildir
Fréttablaðsins herma að samein-
ing yfirstjórnarinnar sæti helst
gagnrýni innan Vélskóla Íslands
en stýrimenn séu sáttari. ■
SJÓMANNASKÓLINN
Stýrimannaskólinn og Vélskólinn fara undir
eina yfirstjórn.
Sjómannaskólar:
Skólameistarar
sameinaðir
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
Dómsmálaráðherra gekk í gær frá samn-
ingum um gerð nýs tölvukerfis fyrir lög-
regluna.
Dómsmálaráðuneytið:
Lögregla
fær nýtt
tölvukerfi
STJÓRNSÝSLA Dómsmálaráðuneytið
hefur gert samning við Skýrr hf.
um smíði nýs upplýsingakerfis
fyrir lögregluna sem kemur í stað
fimm eldri kerfa. Það á að halda
utan um dagbókarskráningar,
skýrslugerð, vinnslu mála og
handtökur.
Nýja kerfið á að keyra á lokuðu
tölvuneti dómsmálaráðuneytisins
sem nær til lögregluembætta um
allt land.
Sólveig Pétursdóttir dóms-
málaráðherra telur kerfið munu
auka skilvirkni lögreglunnar og
flýta tölvuvinnslu. Það verði
einnig stjórntæki og veiti lögregl-
unni möguleika á að nýta betur
mannafla og tæki. ■
SKOTIÐ Á ÞINGMANN Þingmaður
í dúmunni, neðri deild rússneska
þingsins, var skotinn í handlegg-
inn fyrir utan háskóla í Dagestan.
Talið er að um morðtilræði hafi
verið að ræða en fórnarlambið,
Gadsjí Makhatsjov, situr einnig í
stjórn ríkisrekins olíufyrirtækis
sem starfar í Dagestan.
ATVINNULEYSI EYKST VERULEGA
Hlutfall atvinnulausra í Frakk-
landi fór upp í 9,2 prósent í febr-
úar en það er mesta atvinnuleysi
sem mælst hefur í landinu í tvo
ár. Um 2,34 milljónir manna eru
nú án atvinnu í landinu og er
staðan verst hjá fólki undir 25
ára aldri þar sem um 22 prósent
ganga atvinnulaus.
SAKBORNINGAR SKOTNIR TIL
BANA Serbneska lögreglan skaut
til bana tvo menn sem grunaðir
voru um aðild að morðinu á Zor-
an Djindjic forsætisráðherra.
Mennirnir voru leiðtogar glæpa-
gengisins Zemun Clan, sem talið
er hafa skipulagt launmorðið. Að
sögn lögreglu voru mennirnir
skotnir þegar þeir veittu mót-
spyrnu við handtöku og tóku að
skjóta að lögreglumönnunum.
vor í vændum
699kr.
Begoníur
1.490kr.
Sýpris 120-150 sm
Verð áður
3.290 kr.
(ath. pottur fylgir ekki)
Verðlækkun
Heilsársseríur - margar gerðir
Verðdæmi: 20 ljósa
399kr.
Páskaliljur í potti &
Mónupáskaegg nr. 2
(ath. keramikpottur ekki innifalinn)
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
06
90
03
/2
00
3
499kr..