Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 29. mars 2003
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
20
71
8
0
3/
20
03
S†NING
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300
Opið frá kl. 12 til 16 laugardag og 13 til 16 sunnudag.
S U M A R 2 0 0 3
2 9 . - 3 0 . m a r s
Komdu á stærstu Yamaha mótorhjólasýningu sem
haldin hefur verið frá upphafi. 30 ný mótorhjól,
torfæruhjól, götuhjól, hippar og fjórhjól.
YAM
AHA
BLA
ÐIÐ
KOM
IÐ Ú
T
FÓTBOLTI Thierry Henry, leikmaður
Arsenal og franska landsliðsins, seg-
ir að Frakkland verði að vinna Möltu
í undankeppni EM í dag til að gleyma
2:0 tapinu gegn Tékklandi í vináttu-
leik í síðasta mánuði á heimavelli
sínum.
„Við verðum að vinna til að ná
okkur aftur á strik. Fólk býst við
miklu af okkur og ég get skilið að
það hafi verið óánægt með tapið
gegn Tékkum.“
Baulað var á franska landsliðið
eftir leikinn, sem jafnframt var
fyrsti ósigur liðsins undir stjórn
þjálfarans Jacques Santini. ■
FÓTBOLTI Alan Curbishley, knatt-
spyrnustjóri Charlton, segist lengi
hafa haft augastað á Hermanni
Hreiðarssyni áður en hann samdi
við hann til þriggja ára í fyrradag.
„Ég ætlaði að kaupa hann í sum-
ar. Hermann var leikmaðurinn sem
ég vildi og það varð að flýta kaupun-
um vegna áhuga Portsmouth,“ sagði
Curbishley í viðtali á heimasíðu
Charlton. „Reynsla hans, fjölhæfni,
knattspyrnugeta hans og hungrið í
að standa sig vel; þetta eru hráefnin
sem mér líkar í fari leikmanna og
hann hefur þau öll.“
Hermann sagðist vera ánægður
með að vera kominn aftur í úrvals-
deildina. „Ég er ánægður með að
hafa gert þriggja ára samning við
Charlton og vonandi bæti ég þrem-
ur árum við eftir það. Það eru
spennandi tímar fram undan.
Charlton gengur vel í úrvalsdeild-
inni og vonandi heldur það áfram.
Ég hlakka mikið til þessarar áskor-
unar. Þeir hafa lagt hart að sér til að
komast þangað sem þeir eru og ég
er ánægður með að verða orðinn
hluti af því.“ ■
Alan Curbishley:
Hefur
öll hráefnin
HERMANN
Hermann Hreiðarsson er staðráðinn í að
standa sig með Charlton.
HENRY
Vinni Frakkland Möltu nær lið-
ið 12 stigum í fyrsta riðli og fer
fyrir vikið langt með að tryggja
sér sæti á EM.
Thierry Henry:
Verðum að gleyma
Tékkaleiknum