Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 17

Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 17
Frjálslyndir eru svo með afskap- lega óljósar hugmyndir. Þeir vilja skipta þessu upp í flokka og úthluta þessu. Hverjir eiga ekki og hverjir eiga að fá? Það fylgir ekki sögunni. Ég skil þá ekki svo að þeir vilji mikla gjaldtöku. Sé svo vitum við ekki hverjir eiga að borga og hverjir ekki. Ég held að þessir þrír flokkar yrðu í miklum vandræðum að koma sér niður á sameiginlega fiskveiðistefnu.“ En ef fulltrúi þessara flokka sæti nú í þínu sæti? „Já, hann getur breytt mjög miklu og getur skaðað atvinnu- greinina mikið. Miðað við það sem menn hafa talað um myndu þær breytingar skaða í fyrsta lagi sjáv- arútveginn, einkum landsbyggðina og hagkerfið í heild alveg gríðar- lega mikið. Ef Samfylkingin réði yrðu fyrirtækin mjög veikburða því þeir þyrftu að greiða seinustu krónuna fyrir kvótann á uppboði og geta ekki tekið þátt í þróunarstarfi og verið leiðandi á alþjóðlegum vettvangi. Vg myndu frysta at- vinnugreinina í ákveðinni stöðu. Hún væri niðurnjörvuð í eitthvað regluverk og gæti ekki nýtt sér ný tækifæri. ‘Ofstjórn er versti varg- ur allra lýða’ segir Davíð Stefáns- son. Þetta er ofstjórnarkerfi sem myndi virkja sem hlekkir á at- vinnugreinina. Engin útrás né nýt- ing á þekkingu okkar og reynslu. Og Frjálslyndir... jahh, ég veit það eiginlega ekki.“ Bindur ekki hendur hugsanlegs arftaka Skoðanakannanir sem sýna ít- rekað að Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn? Þetta hlýtur að valda verulegum hrolli í Valhöll? „Áhöld eru þar um en ég ætla ekki að rífast um skoðanakannan- ir við Fréttablaðið. Og auðvitað getum við ekkert útilokað að þetta geti gerst í kosningum. En okkar kosningabarátta mun að sjálf- sögðu miða að því að koma í veg fyrir það. Og við skulum hafa í huga hvers konar mynstur væri að koma út úr slíku. Miðað við þessar síðustu kannanir er ekki nema ein tveggja flokka stjórn inni í myndinni: Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Ég hlýt að koma með klisjuna: Við göngum óbundnir til kosninga. En miðað við umræðuna undanfarið er ekki hægt að telja það líklegt. Og þrig- gja flokka stjórnir hafa ekki reynst okkur vel, hafa aldrei setið út heilt kjörtímabil. Við þurfum á stöðugleika að halda, ekki síst til dæmis blað eins og Fréttablaðið sem er að verða víðlesnasta blað landsins. Þann stöðugleika fáum við ekki ef Samfylkingin leiðir þriggja flokka stjórn. Tveggja flokka stjórn þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur forystu í hefur reynst best.“ Og Árni vekur á því athygli ef Samfylkingin myndar þriggja flokka stjórn hafa minni flokkarn- ir mikið um að segja hver verður forsætisráðherra. Hefð er fyrir því að Framsóknarflokkurinn leiði slíkt stjórnarsamstarfið og for- maður þar verður þá forsætisráð- herra. En haldi ríkisstjórnin velli... sérðu þá sjálfan þig fyrir þér hér áfram í Sjávarútvegsráðuneytinu? „Ég gæti vel hugsað mér að vera hér næstu fjögur árin. Eins og sjá má af því sem ég hef verið að gera hérna hef ég verið að und- irbúa vinnu í ráðuneytinu til næstu ára. Jafnvel þó ég verði ekki hér áfram vil ég ekki að sá sem hér tekur við komi að ein- hverri eyðimörk. Að ekkert hafi verið hugsað fyrir því hvað gerist eftir 10. maí.“ En er það ekki ósanngjarnt gagnvart arftaka þínum að hafa markað stefnu fram í tímann? „Miklu auðveldara er að stöð- va slíka vinnu en koma henni af stað. Ef sá, sem hugsanlega tek- ur við, vill stöðva til dæmis nefndina um líffræðilega fisk- veiðistjórnun þá bara afturkall- ar hann umboð nefndarinnar og nefndarstarfið fellur niður. Ef hann er ósáttur við AVS prógrammið, þá bara afturkall- ar hann það umboð, leggur af sjóðinn og sækist ekki eftir fjár- framlögum til þeirra verkefna á fjárlögum. Ég er ekki búinn að binda hendur þess sem hingað kemur. En það væri mikil synd og skömm og óheillaspor ef svo færi að horfið yrði frá markaðri stefnu.“ jakob@frettabladid.is 17LAUGARDAGUR 29. mars 2003 SJÓMENN RÁÐA MIKLU Árni segir ákvörðun sína um kvóta ekki síst byggjast á því sem sjómenn segja og nefnir sem dæmi að í desember var ýsukvóti aukinn verulega, 9 mánuðum áður en niðurstöður fiskifræðinga lágu fyrir. Sú ákvörðun reyndist rétt og þjóðarbúið hefði orðið af verulegum verðmætum ef hann hefði beðið með ákvörðunina. BINDUR EKKI HENDUR HUGSANLEGS ARFTAKA Þó Árni hafi lagt drög að stefnu og starfi ráðuneytisins til næstu ára lítur hann ekki svo á að þar með sé hann að taka fram fyrir hendur á þeim sem sest í stól sjávarútvegsráðherra eftir kosningar. „Vil ekki að hér sé einhver eyðimörk.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.