Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 22
29. mars 2003 LAUGARDAGUR Ég hefði aldrei trúað samstöð-unni sem fólk sýnir hérna,“ segir Robert N. Mosco í Flórída, bróðir Lucille Yvette Mosco sem myrt var í bænum Pensacola 14. mars síðastliðinn. Robert segir nágranna, veit- ingastaði og verslanir hafa sýnt ótrúlega mikinn samhug eftir morðið á systur hans, sem alltaf gekk undir nafninu Sissý. Sér- staklega hafi hlýhugur streymt til sonar Sissýjar, Jóns Atla Júlíus- sonar, sem sjálfur slapp særður undan morðingjanum. Faðir Jóns Atla, Júlíus Haf- steinsson og bróðir, Robert Wayne, eru komnir frá Íslandi. Feðgarnir gista allir hjá Robert Mosco. „Það er komið hingað með mat á hverjum einasta degi handa öll- um. Þeir gerðu við bílinn hans Nonna ókeypis á einum stað. Það hefur líka borist fullt af pening- um. Þetta er ótrúlegt,“ segir Robert. Heyrði mömmu biðjast vægðar Jón Atli, sem er aðeins sextán ára, sýndi ótrúlegan viljastyrk og þrek þegar hann slapp undan meintum morðingja móður sinnar. Jón Atli segir Sebastian „Dexter“ Young, fyrrverandi stjúpföður sinn, hafa myrt móður hans. „Dexter braust inn um bak- dyrnar hjá Sissý og Nonna klukk- an fimm um morguninn. Þjófa- varnarkerfið fór af stað og vakti strákinn. Hann fór fram og heyrði mömmu sína öskra „Nei, Dexter, nei!“ Svo heyrði hann skotið,“ lýs- ir Robert. Að sögn Roberts hljóp Jón Atli út um bakdyrnar til að fara og hringja á lögregluna: „Þá elti Dexter hann uppi og skaut hann í bakið. Strákurinn datt og karlinn náði honum. Hann dró Nonna á hárinu og reyndi að komast bak við búð þar sem eng- inn sæi til hans. Hann sagði við strákinn að í nótt skyldi hann deyja. Nonni sárbað hann að drepa sig ekki.“ Átta tommu stunga í bakið Árásarmaðurinn hafði hins veg- ar ekki í huga að skilja eftir vitni. „Hann stakk Nonna í andlitið og fjórum sinnum í líkamann. Ein stungan var nærri átta tommu djúp í neðanvert bakið. Allt loft fór úr öðru lunganu. Svo braut Dexter haglabyssuna á höfðinu á strákn- um. Þá náði Nonni að pota fingri í augað á karlinum og hrinda honum frá sér,“ segir Robert. Í nótt skaltu deyja Robert N. Mosco, bróðir hinnar hálfíslensku Lucille Mosco sem myrt var 14. mars, segir systurson sinn hafa verið stálheppinn að sleppa lifandi frá morðingj- anum. Robert segir samhug íbúa í Pensacola vera ótrúlegan. Klukkan fimm að morgni föstu-dagsins 14. mars hringdu bjöllur þjófavarnarkerfis í heima- húsi einu í Pensacola í Flórída. Sextán ára piltur vaknaði og heyrði móður sína hrópa. Hún var að biðja fyrrverandi eiginmann að þyrma lífi sínu. Eftir skothvellinn sem þá fylgdi kom þögn. Jón Atli Júlíusson var sann- færður um að eitthvað skelfilegt hefði gerst. Hann þaut í átt að bakdyrunum til að komast út og ná í hjálp. Áður en það tókst skaut fyrrverandi stjúpfaðirinn til Jóns Atla af haglabyssu. Yfir 40 högl boruðust í bak piltsins. Stjúpfaðirinn, Sebastian „Dexter“ Young, beið réttarhalda vegna ákæru frá í febrúar fyrir að hafa brotist inn til fyrrverandi eiginkonu sinnar, hinnar hálf- íslensku Lucille Yvette Mosco. Dexter hafði hótaði Lucille lífláti þar sem hann stóð allt í einu með hníf í hendi yfir henni í rúminu um miðja nótt. Stunginn að húsabaki Dexter dró særðan piltinn á hárinu bak við verslun í nágrenn- inu. Haglabyssan brotnaði þegar stjúpinn braut hann á höfði drengsins. Þá dró Dexter upp hníf og sagðist mundu stytta pilt- inum aldur. Jón Atli bað árás- armanninum að vægja sér en það var til einskis. Maðurinn lagði fjórum sinnum til hans, bæði í búk og andlit. Dýpsta stungan í líkama piltsins reyndist vera átta þumlunga djúp. Á ótrúlegan hátt tókst Jóni Atla að snúa sig frá Dexter, pota fingri í augu hans og komast í skjól inn í verslunina. Stúlka sem þar var faldi hann undir borði enda bjugg- ust þau bæði við að Dexter myndi elta drenginn uppi. Tilræðismað- urinn lét sig hins vegar hverfa. Neitar allri aðild Eftir skilnaðinn við Lucille flutti Dexter frá Flórída til Louisiana. Þar bjó hann í um 400 kílómetra fjarlægð frá Lucille. Lögregla telur að Dexter hafi ekið að heiman um nóttina, þvert yfir fylkin Alabama og Missippi, þar til hann kom að heimili Lucille og Jóns Atla í Pensacola klukkan fimm að morgni. Eftir ódæðið hafi hann ekið sömu leið heim. Dexter var handtekin að kvöldi morðdagsins þar sem hann dvald- ist á heimili vinkonu sinnar. Hann neitar allri aðild að óhæfuverkinu í Pensacola. Vitnisburður Jóns Atla og blóð í bíl hans og á fötum reyndust hins vegar nógu afger- andi vísbendingar til þess að yfir- völd í Louisiana samþykktu að framselja hann til Flórída. Dauðarefsingar krafist Saksóknari í Pensacola segist hafa næg gögn til að fá Dexter ákærðan fyrir morð að yfirlögðu ráði. Við slíkum glæp liggur dauðarefsing í Flórída. Tæpur tveimur vikum eftir morðið, síðastliðinn fimmtudag, var Dexter fluttur til Pensacola. Þar á að taka afstöðu til þess 8. apríl hvert ákæruefnið verður. Eins og áður segir á enn eftir að rétta yfir Dexter vegna inn- brotsins hjá Lucille og líflátshót- unarinnar sem hann setti þá fram. Þetta atvik varð í nóvember í fyrra. Í þeim mánuði varð skilnað- ur þeirra hjóna endanlegur eftir fimm ára hjónaband. Lucille sætti stöðugum ofsókn- um og ofbeldi af hendi Dexters og hafði fengið sett á hann nálgunar- bann. Hann virti ekki bannið. Ákall um hjálp hunsað Ættingjar Lucille Mosco eru hneykslaðir og vonsviknir yfir framgöngu yfirvalda í máli Luc- ille og Dexters á meðan hún lifði. Robert N. Mosco segir Lucille systur sína ítrekað hafa leitað skjóls hjá lögreglu og öðrum stofnunum. Enga vernd hafi verið að fá þrátt fyrir ofbeldisfulla framgöngu Dexters. Einnig svíður fjölskyldunni að skilorðsfulltrúi skuli hafa beitt áhrifum sínum til að fá Dexter frjálsan ferða sinna eftir að ákæra var gefin út í febrúar fyrir atvikið í nóvember. Dexter slapp eftir sólarhringsdvöl í fangelsi gegn 80 þúsund króna tryggingu. Lucille kemur heim Jón Atli dvelur nú hjá Robert föðurbróður sínum í Pensacola. Þar eru einnig faðir hans, Jón Júl- íus Hafsteinsson, og bróðir, Robert Wayne. Þeir komu frá Ís- landi eftir morðið á Lucille. Jón Atli var heppinn. Hann fékk fljótlega að fara heima af sjúkrahúsi þrátt fyrir að hann hafi verið stunginn gríðardjúpu sári og sé enn með yfir 40 högl í bakinu. Læknir sem skoðaði hann á miðvikudag segir hann spjara sig vel og ekki þurfa að koma á sjúkrahúsið til skoðunar. Minningarathöfn um Lucille hefur verið haldinn á heimili Ro- berts Moscos. Þar voru um 50 nánustu ættingjar hennar og vin- ir. Þar til ljóst verður hvernig ákæra verður gefin út á hendur Dexter munu synir Lucille og fað- ir þeirra dvelja í Pensacola. Síðan hyggjast feðgarnir flytja saman heim til Íslands. Meðferðis hafa þeir ösku Lucille Yvette Mosco. Hún verður jarðsett í íslenskri grund við hlið móður sinnar og ömmu. Lucille varð aðeins 37 ára. Fyrrverandi eiginmaður þykist blásaklaus þrátt fyrir vitnisburð stjúpsonar: MOSCO-FRÆNDURNIR Kelly W. Mosco, Jón Atli Júlíusson, Robert N. Mosco og Robert Wayne Love. Tveir bræðra Lucille Y. Mosco með syni systur sinnar. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum á heimili Roberts Moscos. Hann segir fjölskylduna munu krefjast skaðabóta til handa sonum systur sinnar vegna vanrækslu yfirvalda. MINNING UM MÓÐUR Lucille Yvette Mosco féll fyrir morðingja- hendi fyrir tveimur vikum. Minningarathöfn fór fram á heimili bróður hennar sem einn- ig hefur búið í bænum Pensacola í Flórída. Myrti ekki íslenska móður

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.