Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 29. mars 2003
Frá
Reykjavík
Frá
Garðabæ
Smáralind
13
62
/
T
A
K
T
ÍK
Hlíðasmára
13 Kópavogi
OPIÐ kl. 13 -18 alla daga
Jón Atli hljóp inn í verslunina.
Þar var stúlka sem faldi blóðugan
drenginn inni á skrifstofu. Ódæð-
ismaðurinn lét sig hverfa.
Robert segir Jón Atla hafa ver-
ið óhemju heppinn. Hann hafi stað-
ist læknisskoðun fyrir nokkrum
dögum. „Nonni er ennþá með 40 til
60 högl í bakinu. Þau eiga að færa
sig sjálf út með tímanum. Líkam-
lega er í lagi með hann. En hann
saknar mömmu sinnar,“ segir
móðurbróðirinn Robert.
Of seint að taka til núna
Robert segir fjölskylduna
munu krefjast skaðabóta til handa
sonum systur hans vegna van-
rækslu yfirvalda. Í síðasta mánuði
var gefin út ákæra á hendur Dext-
er fyrir að hafa brotist inn til
Sissýjar í nóvember og ógnað
henni með hnífi. Robert segir að
skilorðsfulltrúi hafi þá sannfært
dómarann um að engin ógn stafaði
af Dexter. Honum hafi því verið
sleppt gegn aðeins eitt þúsund
dollara tryggingu.
Dexter og Sissý voru gift í
fimm ár en slitu samvistum fyrir
meira en ári. Lögskilnaður varð í
nóvember. „Dexter hefur bara
aldrei látið hana í friði. Í hvert
skipti sem eitthvað gerðist hringdi
hún í lögregluna, sem hafði aldrei
áhuga á að gera neitt. Hún var
margoft búin að sækja um hjálp
frá alls konar stofnunum, en án ár-
angurs,“ segir Robert.
Að því er Robert segir eru
fimmtíu prósent fleiri dauðsföll af
völdum heimilisofbeldis í heima-
sýslu fjölskyldunnar en í Flórída
almennt. Málið sé nú hápólitískt og
mikið talað bak við tjöldin þó það
sé ekki mikið í blöðunum. Eftir
morðið á systur hans sé harðar
tekið á heimilisofbeldi. „Núna eru
þeir að taka til hjá sér. Það er bara
of seint,“ segir hann.
Flytur heim til Íslands
Lucille, eða Sissý, var aðstoðar-
framkvæmdastjóri í verslun í
heimabæ sínum. Jón Atli sonur
hennar er menntaskólanemi og í
hlutastarfi hjá McDonald’s. Hann
ætlar nú heim til Íslands með
pabba sínum og bróður.
Sjálfur er Robert skipstjóri á
viðgerðarskipi sem þjónustar olíu-
borpalla, jafnt ofansjávar sem
neðan. Hann útvegaði Dexter mági
sínum starf á slíkum bát. „Hann
var fyrst viðvaningur en náði síð-
an hásetaprófi,“ segir Robert.
Robert segir að upp undir ár
geti liðið áður en mál morðingja
systur hans komi fyrir rétt. Þá
muni Jón Atli fara ásamt föður sín-
um og bróður utan að nýju til að
bera vitni: „Dexter neitar öllu.
Þess vegna reyndi hann að drepa
strákinn líka; til að þess að það
yrðu engin vitni.“
gar@frettabladid.is
FEÐGAR Á MINNINGARATHÖFN
Robert Wayne Love, Júlíus Hafsteinsson og Jón Atli Júlíusson. Robert, 17 ára, og Jón Atli, 16 ára, á minningarathöfn um móður sína í
Flórída. Hún verður jarðsett við hlið móður sinnar og ömmu á Íslandi.
Hungursneyð ógnar milljónum
manna í sunnanverðri Afríku.
Rauði krossinn er að hjálpa.
Hringdu í síma 907 2020 og þá
styrkir þú átakið um 1.000 kr.
Þitt framlag getur bjargað
mannslífum.