Fréttablaðið - 29.03.2003, Page 28

Fréttablaðið - 29.03.2003, Page 28
28 29. mars 2003 LAUGARDAGUR MYNDASÖGUR Eins og oft vill verða í myndasöguheimum hafa nær allir beittustu pennarnir á myndasögu- markaðinum verið ráðnir af stóru útgáfunum, Marvel og DC Comics, til þess að skrifa um ofurhetjurnar. Þannig var Brian Michael Bend- is ráðinn til þess að byrja upp á nýtt með Kóngulóarmanninn í seríunni „Spiderman Unlimited“ auk þess sem hann semur nýjustu ævintýri Daredevil í Marvel Knights-serí- unni, sem ætluð er eldri lesendum. Íslandsvininum Grant Morrison var úthlutað að skrifa nýjar sögur um X-Menn og fékk góðfúslegt leyfi til þess að brjóta allar fyrri reglur er höfundum voru settar. Þar sem allir beittustu pennar síðustu ára eru komnir í „þægilegri stöður“ hefur myndast pláss á markaðnum fyrir nýja höfunda. Svartir sem tilraunadýr Ein blaðasería sem hefur valdið miklum usla og jafnvel reiði innan myndasögugeirans er „Truth: Red, White and Black“. Sagan byggir á ævintýrinu um Kaftein Ameríku, sem fékk ofurhetjukrafta sína eftir að hafa verið sprautaður með dul- arfullri mixtúru sem bandarískir vísindamenn bjuggu til í von um að búa til „hinn fullkomna hermann“. Kafteinn Ameríka kemur þó hvergi við sögu því hún gerist löngu áður en nálarstungan örlaga- ríka átti sér stað. Nánar tiltekið á því tímabili er vísindamennirnir voru að prófa sig áfram með for- múluna góðu. Sagan gerist árið 1940, á þeim dögum þegar svartir þurftu enn að berjast með kjafti og klóm fyrir mannréttindum sínum. Bandaríkin dragast inn í stríðið eft- ir árásina á Perluhöfn og ríkis- stjórnin gefur vísindamönnum grænt ljós á að nota svarta her- menn sem tilraunadýr í rannsókn- um sínum. Myndasagan hefur vak- ið reiði fyrir að draga upp heldur ljóta mynd af bandarískum yfir- völdum á tímum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Sagan er skrifuð af Robert Morales og teiknuð af Kyle Baker. Bókin, sem safnar saman blöðunum sex, kemur út í júní. Síðasti karlmaðurinn Blaðaserían „Y: The Last Man“, sem gefin er út af Vertigo, hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Sag- an er vísindaskáldsaga, alveg ótengd öllum ofurhetjum, og segir frá því þegar öll karlkyns dýr jarð- arinnar deyja á sömu mínútu á und- arlegan hátt, nema tvö. Atvinnulaus ástsjúkur sonur þingkonu, sem stundar að losna úr hlekkjum eins og Houdini, og apinn hans eru þeir einu sem lifa af. Skiljanlega breyt- ist heimsmyndin verulega og allt er í uppnámi. Hann slæst í lið með vísinda- konu og leyniþjónustukonu sem ráðin er af nýsettum forseta Banda- ríkjanna til þess að vernda eina gangandi sæðisbanka þjóðarinnar. Vísindakonan hafði stundað ólög- legar tilraunir með klónun og kenn- ir sér um hvernig fór þar sem ósköpin dundu yfir karlþjóðina á sömu mínútu og hún var að fæða fyrsta klónaða barnið. Sagan er skrifuð af Brian K. Vaughan og teiknuð af Pia Guerra. Fyrsta bók- in, „Unmanned“, er þegar komin út. Vampírur í leiðangri Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood hafa þegar tryggt sér réttinn á sögunni „30 Days of Night“ sem er hrollvekja eftir Steve Niles, teiknuð af Ben Temple- smith. Sagan segir frá því er hópur vampíra ákveður að flytjast til smábæjar í Alaska þar sem sólin sest í þrjátíu daga. Þær girða bæinn af frá umheiminum, klippa á alla samskiptamöguleika og ætla að halda 30 daga veislu þar sem eng- inn þarf að óttast sólarljósið. Útlit bókarinnar er glæsilegt og minnir um margt á Batman-söguna „Ark- ham Asylum“ sem Grant Morrison skrifaði á sínum tíma. Bókin er komin í búðir. „Fables“ er ný athyglisverð sería frá Vertigo. Í sögunni búa allar þekktustu sögupersónur ævintýr- anna í New York-borg dagsins í dag. Fríða og Dýrið eiga í vandræðum í einkalífi sínu, Mjallhvít er einkarit- ari hjá ævintýrakónginum sem stjórnar samtökum skáldsagnaper- sóna í raunveruleikanum, Jói hefur ekki fundið baunagras í hundruð ára og stóri ljóti úlfurinn er orðinn að rannsóknarlögreglumanni sem rannsakar morðið á systur Mjall- hvítar. Sagan er eftir Bill Willing- ham og teiknuð af Lan Medina. Fyrsta bókin, „Fables: Legends In Exile“, sem safnar saman fyrstu sex blöðunum, er komin út. Tilraunastarfsemi á ofurhetjum Það hefur tíðkast frá upphafi of- urhetjanna í myndasögum á fjórða áratugnum að leita stöðugt nýrra leiða til þess að kveikja neista í gömlum glæðum. Áhuginn á Súpermann hefur far- ið minnkandi í gegnum árin enda engin kvikmynd sem fær minnstu krakkana til þess að vilja hneppa á sig rauðu skikkjunni. Það hefur gengið mjög erfiðlega að koma nýrri mynd um hetjuna í fram- leiðslu og virðast hugmyndasmiðir hjá DC Comics frekar ætla að gera tilraunir til þess að höfða til eldri lesenda á komandi ævintýrum hetj- unnar. Ein saga sem er á leiðinni fjall- ar um það hvað hefði gerst ef geim- flaugin sem bar ungabarnið Kal-El frá plánetunni Krypton hefði lent í Úkraínu árið 1950 í stað Kansas í Bandaríkjunum? Súpermann er al- inn upp með kommúnismanum og berst fyrir jafnrétti allra manna. Höfundur sögunnar er Mark Miller, sem gerði sínar bestu sögur með The Authority. Fyrsta blaðið af þremur kemur út í apríl og búast má við bókinni fyrir áramót. Fleiri ofurhetjusögur Af öðrum athyglisverðum ofur- hetjusögum sem eru væntanlegar á markaðinn má nefna tilraun til þess að færa hinn 50 ára gamla ofur- hetjuhóp Justice Society of Amer- ica nær nútímanum í átta blaða seríu. Þar er stórskotalið að skrifa. Brian Azzarello, James Robinson og Pulitzer-verðlaunahafinn Mich- ael Chabon, sem þreytir frumraun sína í myndasögugerð. Endurkoma gleymdu ofurhetj- unnar Rawhide Kid frá sjötta ára- tugnum hlýtur svo að teljast til tíð- inda þar sem hetjan kemur út úr skápnum í nýrri blaðaseríu. Hann er þar með fyrsta samkynhneigða ofurhetja Marvel. Bókin „Rawhide Kid: Slap Leather“ kemur út í júní. Nýjar seríur stórhöfunda Á árinu eru væntanlegar nýjar ofurhetjulausar sögur frá stórhöf- undunum Grant Morrison, Warren Ellis, Neil Gaiman og Alan Moore. Margir af stærstu höfundum Vest- urlanda hafa oft dáðst að frönsku myndasögumenningunni þar sem blaðaseríur eru varla til og allt er gefið út beint í bókum. Þannig kemur nýjasta saga Warren Ellis, höfundar hinnar frá- bæru seríu „Transmetropolitan“, beint út á bók. Hún heitir „Orbiter“, er 104 blaðsíður og fjallar um það þegar geimflaugin „Verture“ hrap- ar til jarðar eftir að hafa verið týnd í 10 ár. Áhöfnin er horfin að undan- skildum einum stýrimanni sem hef- ur tapað glórunni. Miklar breyting- ar hafa verið gerðar á flauginni og hópur vísindamanna er fenginn til þess að rannsaka málið. Bókin kem- ur í búðir í lok apríl. Það kemur skemmtilega á óvart að ný bók í Sandman-seríunni eftir Neil Gaiman er væntanleg í sept- ember. Lítið er vitað um söguþráð- inn en í bókinni, sem heitir „Endless Nights“, verða sjö smásögur. Í kringum útgáfu myndarinnar „League of ExtraOrdinary Gentlemen“ í júlí, sem skartar Sean Connery í aðalhlutverki, gefur höf- undurinn Alan Moore út bók númer tvö. Að þessu sinni lenda 19. aldar bókmenntahetjurnar í því að verja jörðina frá innrás marsbúanna. Eins og áður eru tilvitnanir í bók- menntaheiminn nánast á hverri síðu. Í myndinni hefur bandarísk- um bókmenntapersónum verið bætt við hópinn. Búist því við að sjá Tom Sawyer í hópi með Kaftein Nemó, Allan Quatermain, Dr. Jekyll, Minu Harker og Ósýnilega manninum í bíó. Síðast en ekki síst má búast við því að hin frábæra sería Grant Morrison, „The Filth“, skili sér í bækur á árinu. Eins og aðdáendur „The Invisibles“ vita er ímyndunar- afl hans ótrúlegt, meira að segja á mælikvarða myndasagna. Með þessari nýju seríu hefur honum aft- ur tekist að skapa undarlegan heim, ólíkan öllu því sem sést hefur í myndasögum áður. Blöðin verða þrettán talsins og lýkur röðinni á seinni hluta ársins. Búist því við bókinni fyrir jól. Njótið vel. biggi@frettabladid.is Hvernig verður myndasöguárið 2003? Ofurhetjurnar hafa verið nær allsráðandi í myndasöguútgáfu síðustu mánaða í kjölfar vinsælda kvikmyndanna. Nú stefnir í breytingu þar á. Fjöldi athyglisverða myndasagna er kominn út eða kemur út á þessu ári. Hér verður staldrað við nokkrar þeirra. COMRADE OF STEEL Væntanleg er afar athyglisvert Súpermann-ævintýri. Í því lendir geimflaug hetjunnar í Úkraínu í stað Kansas og Súpermann elst upp í Sovétríkjunum á tímum Kalda stríðsins. Y: THE LAST MAN Sagan er vísindaskáldsaga, alveg ótengd öllum ofurhetjum, og segir frá því þegar öll karlkyns dýr jarðarinnar, nema tvö, deyja á sömu mínútu á undarlegan hátt. 30 DAYS OF NIGHT Vampírur gera sig heimakæra í smábæ í Alaska þar sem sólin sest í heila þrjátíu daga. Íbúar eru ekki á eitt sáttir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.