Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 30
30 29. mars 2003 LAUGARDAGUR Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Isortoq á Suður-Grænlandi, vill koma upp miðstöð vinnslu á villibráð frá ýmsum heimshlutum á Húsavík. Hann stefnir að því að koma upp ísaldarþjóðgarði á búi sínu við rætur Grænlandsjökuls. Hreindýrabóndi til bjargar Húsavík Isortoq er heimsins besti staður.Þar er allt sem maður þarf til þess að lifa í sátt við náttúruna og rækta andann til að ná auknum þroska,“ segir Stefán Hrafn Magn- ússon, hreindýrabóndi í Isortoq á Suður-Grænlandi, sem átta mánuði á ári býr á búgarðinum, sem hann byggði frá grunni. Í dag eru mann- virkin 1.500 fermetrar og 30 kíló- metrar af girðingum. Þúsundir hreindýra tilheyra búinu en stöðin er í miðju landsvæðisins sem til- heyrir búinu, á mörkum sumar- og vetrarlands hreindýranna. Stefán Hrafn hefur ekki ljáð máls á því að upplýsa hve stór hjörðin er. Þeir sem spyrja fá gjarnan svör sem fela í sér spurn- ingu um það hve mikið spyrjand- inn eigi á bankabók. Raunveruleik- inn er sá að hreindýrahjörðin að sumri er í kringum 5 þúsund dýr, eftir því hver telur. Þetta má áætla út frá því að áform Stefáns Hrafns og Ole Kristiansen, meðeiganda hans, eru þau að slátra á bilinu 2.500 til 3.000 dýrum á næsta ári. Fyrir Íslendinga eru þetta mikil tíðindi því ætlun þeirra félaga er sú að slátra í Isortoq en flytja síð- an kjötið til Húsavíkur þar sem fullvinna á það með tilheyrandi at- vinnusköpun í byggðarlagi sem þurft hefur að þola mikil áföll í at- vinnumálum. „Húsavík er besti staður í Evr- ópu til þess að vera með vinnslu á kjöti í neytendaumbúðir,“ segir Stefán Hrafn og vísar til hinnar ódýru orku sem þar er að fá og góðrar hafnaraðstöðu. Þá segir Stefán Hrafn að mikinn mannauð sé að finna á Húsavík hvað þekk- ingu á kjötvinnslu varði. Hrein- dýrabóndinn er í samstarfi við ís- lensku bræðurna Gunnar Óla og Loga Hákonarsyni. Gunnar Óli starfaði um árabil á búgarðinum í Isortoq. „Ég hef þekkt þá bræður í mörg ár og treysti þeim í viðskiptum. Hugmyndin er sú að fáist góð reynsla af vinnslunni á hreindýra- kjötinu munum við færa enn frek- ar út kvíarnar og flytja inn vís- undakjöt frá Ameríku, antilópur frá Afríku og hjartarkjöt frá Nýja- Sjálandi. Þar með yrði Húsavík miðstöð í vinnslu á kjöti af villi- bráð. Við höfum þegar fengið fyr- irspurnir frá McDonald’s-keðjunni sem hefur áhuga á viðskiptum vegna nýju „deerburgerkeðj- unnar“. En ég hugsa að við munum frekar horf til hamborgarakeðju Ted Turner sem sérhæfir sig í hamborgurum af villibráð,“ segir Stefán Hrafn. Hann er bjartsýnn á að rekstur- inn blómstri en með því að lög hafi verið sett um að heimilt sé að end- urgreiða tolla af innfluttu kjöti þá opnist ýmsar dyr. Kjöt af græn- lenskri villibráð muni þannig kom- ast inn í Evrópusambandið. Aldrei einmana Stefán Hrafn býr í átta mánuði á ári á búgarði sínum ásamt konu sinni, Lone Nielsen, og tveimur börnum þeirra, Manitsiaq John, sex ára, og Heklu Aþenu, eins árs. Hann segist vera þar frá því í febr- úar þar til í nóvember þegar fjöl- skyldan flytur til Qagortoq eða Narsaq en á hvorum stað búa þús- undir íbúa. Lone er reyndar í námi í Narsaq þar sem hún er að nema kjötiðn. Stefán Hrafn er að margra mati sambland af heimsborgara og náttúrubarni. Sjálfur segist hann kunna ágætlega við sig í heims- borgum en hann eigi heima í Isor- toq innan um hreindýr og snæhéra. „Það er hvergi betra að vera en í Isortoq og ég er aldrei einmana. Helsta vandamálið var sambands- leysið við umheiminn en við þurft- um að hringja um loftskeytastöð. Nú er ég nettengdur á búinu sem gjörbreytir öllu. Að vísu er flutn- ingsgetan á Netinu ekki mikil en það stendur til bóta í vor þegar við verðum tengd um gervihnött,“ seg- ir Stefán Hrafn, sem er að koma sér upp heimasíðu og er með áform um að koma fyrir myndavél á bú- inu og senda stöðugt út mynd á is- ortoq.com. Á búinu segist Stefán Hrafn una sér vel þótt ekki sé verið að vinna að slátrun. Hann er reyndar þekkt- ur fyrir að sökkva sér ofan í ýmis fræði og kryfja þau til mergjar. Þannig hefur hann lesið ógrynni um trúfræði, félagsfræði, dýra- fræði og eðlisfræði svo eitthvað sé nefnt. „Ég get alltaf fundið mér eitt- hvað við að vera. Undanfarið hef ég eytt miklum tíma með syni mín- um. Ég hef verið að kenna honum að draga til stafs en þess á milli förum við í ferðalög um landið til veiða eða eftirlits. Í versta falli snýst ég bara aðgerðarlaus um sjálfan mig en það er líka ágætt,“ segir Stefán Hrafn sem á reyndar að baki fræga viðureign við ísbjörn sem hann felldi fyrir mörgum árum. Í spennu þeirrar viðureignar heyrði Stefán Hrafn í fyrsta sinn eigin hjartslátt. Stefán Hrafn og Ole Kristian- sen hófu uppbygginguna á hrein- dýrabúinu árið 1989. Þá var þar ekki annað líf en ísbirnir, snæhér- ar og hreindýr. Í dag er lítið þorp risið í auðninni þar sem finna má þrjú einbýlishús, fullkomið slátur- hús byggt samkvæmt kröfum ESB og Hótelið, sem hýsir þá starfs- menn sem vinna við slátrun hrein- dýranna á haustin en þess í milli þá fjölmörgu gesti og veiðimenn sem heimsækja hreindýrabúið og teyga í sig grænlenska náttúru þar sem hún gerist hvað fegurst. Þá eru geymsluhús á hreindýrabúinu og lítil bryggja þar sem sómabát- urinn Bjarni Herjólfsson liggur milli þess að hreindýrabóndinn siglir til næstu bæja og útréttar. Að vísu er sjóleiðin ófær vegna íss yfir veturinn en þá ferðast Stefán Hrafn með þyrlu eða á vélsleða. Upphafið Þegar Stefán Hrafn og Ole hófu uppbygginguna, óravegu frá næsta byggða bóli á Grænlandi, bjuggu þeir í tjaldi og erfitt var með aðföng á byggingarefni og öðru því sem þurfti til að koma upp húsakosti sem þurfti til að halda utan um rekstur þúsunda hrein- dýra sem gengu villt allan ársins hring. Skip kom að ísröndinni með aðföngin sem síðan var ekið á snjó- sleðum Staðsetningin var valin út frá þeirri staðreynd að þar er miðja þess lands sem tilheyrir Isortoq. Reyndar er það ekkert smáflæmi því jörðin er jafnstór og allur Reykjanesskaginn. Stefán Hrafn hefur fetað slóð sem er ólík flestu því sem aðrir Ís- lendingar þekkja. Hann er fæddur á Íslandi en fór ungur til starfa hjá Sömum þar sem hann lærði hrein- dýrarækt. Hann gekk í landbúnað- arháskóla til að fullnema þau fræði en lærði einnig til atvinnuflug- manns. Þá var hann á norskum selafangara og um tíma starfaði Stefán á nautgripabúgarði í Kanada en settist síðan að á Græn- landi og hóf samvinnu við Ole. Aröbum verði bylt Stefán er þessa dagana á kafi í markaðsfræðum og því að tileinka sér tölvutækni á milli þess sem hann þeytist um grænlensk sund á báti sínum, Bjarna Herjólfssyni, sem hann nefnir eftir manninum Réttast væri að bylta öllum þessum furstum og skipta auði þeirra á milli almennings í löndunum“ ,, STEFÁN HRAFN MAGNÚSSON Hreindýrabóndinn hefur ákveðið að færa út kvíarnar og fullvinna kjöt af dýrum sínum á Íslandi. Hér er hann við bát sinn, Bjarna Herjólfs- son í höfninni í Qagortoq. M YN D Ó LA FU R SI G U RÐ SS O N ISORTOQ Hreindýrabúið er langt frá öllum mannabyggðum á Grænlandi. Uppbygging þar hófst árið 1989 en nú er húsakostur um 1500 fermetrar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.