Fréttablaðið - 29.03.2003, Síða 31

Fréttablaðið - 29.03.2003, Síða 31
31LAUGARDAGUR 29. mars 2003 TUTTI bor›stofubor› og ítalskir le›urstólar s é r s ta kt tilboðsv e r ð f r a m a ð pá sk u m 20% afsláttur Bor› og 6 stólar ver› á›ur ver› nú m/180x90cm bor›i 163.800 131.040 m/220x100cm bor›i 173.800 139.040 PALERMO le›ursófi: 3ja sæta | 2ja sæta | Stóll ver› á›ur ver› nú Palermo le›ursófi | 3ja sæta 139.000 97.300 Palermo le›ursófi | 2ja sæta 128.000 89.600 Palermo le›urstóll 75.000 52.500 Litur: Dökkbrúnn TUTTI glerskápur ver› á›ur ver› nú 205x106 85.000 68.000 205x220 158.000 126.400 H R IN G D U EÐA KO M D U S E M F Y R S T Miki› úrval gjafavöru s é r s ta kt tilboðsv e r ð f r a m a ð p á sk u m 30% afsláttur Aðrar einingar í Tutti húsgagnalínunni fást einnig með 20% afslætti 20-30% afsláttur af völdum vörum fram a› páskum s é r s ta kt tilboðsv e r ð f r a m a ð pá sk u m 20% afsláttur sem hann telur að hafi fundið Amer- íku. Í farteskinu er ferðatölva og Stefán Hrafn nær sambandi við um- heiminn með því að tengjast um far- síma. Stefán Hrafn er með það nokkuð á hreinu að það hafi ekki verið Leifur heppni sem fann Amer- íku heldur Bjarni. Vandinn væri sá að höfðingjarnir hafi látið skrá sög- una og Leifur hafi vissulega verið af höfðingjaættum en Bjarni ekki. Stefán Hrafn segist oft hugsa um heimsmálin á búgarðinum í Isortoq. Hann segist vera stuðningsmaður þess að Saddam Hussein verði steypt af stóli og hann vill að Banda- ríkjamenn taki víðar til á meðal Arabaþjóðanna þar sem misskipt- ing auðs hafi alið á villimennsku sem leiði til flugrána og hryðju- verka. „Arabarnir áttu frumkvæði að því að ræna flugvélum. Þegar ég var að ferðast sem ungur maður þá var maður fljótur í gegnum eftirlit alþjóðaflugvalla. Nú er staðan sú að maður þarf nánast að berhátta sig við komuna til ýmissa landa. Í sum- ar lenti ég í því að röntgentæki á Gardermoen-flugvelli í Noregi pípti þegar ég fór í gegn. Þá varð ég að fara úr skónum og aftur í gegn. Það dugði ekki því þá pípti á sylgju á beltinu mínu. Ég varð að losa af mér beltið til þess að komast í gegn en þá munaði minnstu að ég missti nið- ur um mig buxurnar þar sem ég var að fara þriðju ferðina í gegnum hlið- ið á sokkaleistunum. Allt þetta stranga eftirlit er vegna Arabanna sem tóku upp þá glæpi að ræna flugvélum,“ segir hann. Hreindýrabóndinn í Isortoq seg- ir vandamálið megi leysa með því að Bandamenn einbeiti sér að því að koma á lýðræði víðar í Arabaheim- inum. Ísaldargarður Stefán Hrafn er ekki á förum frá Isortoq. Hann ætlar að halda áfram að vinna að markaðsstarfi með kjöt af villibráð og vonar að á Húsavík verði sannkölluð stóriðja á því sviði og kjöt streymi þangað frá flestum heimshlutum og aftur þaðan í neyt- endaumbúðum. En Stefán Hrafn á sér fleiri drauma og hann vill koma upp eins konar þjóðgarði í kringum Isortoq við rætur Grænlandsjökuls. Í Isortoq eru þegar hreindýr, snæ- uglur, heimskautarefir, hestar, og rjúpur. Þar er einnig gnótt fiskjar því í landinu er að finna 10 veiðiár sem allar eru fullar af fiski. Svo mikið framboð er af fiski að Stefán Hrafn fóðrar hunda sína á þeim fiski. Í fjöruborðinu er kræklingur og hörpudiskur auk þess að stutt er í fiskimið. Þetta er því mikil matar- kista. „Ég á mér þann draum að hér verði ísaldargarður sem yrði sér- stakt afbrigði af þjóðgarði. Við erum með hreindýr, hesta og hreindýr. Ég vil flytja hingað heimskautadýr á borð við vísunda, sauðnaut og antilópur. Hugmyndin er sú að hérna megi sjá í réttu um- hverfi þær dýrategundir sem á ís- öld héldu sig við ísjaðarinn. Hing- að gætu svo komið skemmtiferða- skip með ferðamenn og þeir fengju upplifað eitthvað sem hvergi annars staðar er að finna í heiminum. Að ferðast um græn- lenskt land er eitt allsherjar skemmtiatriði. Á Grænlandi er landslagið hvergi eins, og stöðugt eitthvað sem kemur á óvart,“ seg- ir hreindýrabóndinn Stefán Hrafn Magnússon í Isortoq. rt@frettabladid.is Náttúruvísindi á breiðumgrunni hafa verið áhuga- sviðið alla ævi. Ég byrjaði að læra jarðvísindi og bætti svo veðurfræðinni við,“ segir Sig- urður Þ. Ragnarsson veðurfræð- ingur. „Fyrst eftir nám vann ég við rannsóknir, en færðist svo yfir í kennsluna og hef síðan unnið við kennslu, veðurfræði og skyldar greinar. Þetta eru heillandi vísindi og skemmti- legri eftir því sem maður lærir meira.“ Sigurður er þjóðinni vel kunnur fyrir veðurspár á Stöð tvö, en þar hefur hann starfað í tæp fimm ár. „Kennslan er þó mitt líf og yndi,“ segir hann. Pabbi Sigurðar vildi að hann lærði lögfræði, en Sigurður seg- ist mikið glaður að hafa sleppt því og finnst hann vera á ná- kvæmlega réttri hillu í lífinu. Hann segist þó stundum taka nærri sér þegar veðurspárnar standast ekki. „Ég vildi þróa veðurfréttatíma í sjónvarpi þannig að fólk skilji betur hvað liggur að baki spánum. En hvað vitlausar spár varðar þá er ég oft hundsvekktur. Svo ef ég fer í ferðalag og slæ upp tjaldi, brýst út almenn gleði á tjaldsvæðinu: „Siggi væri ekki hér nema af því veðrið verður gott,“ segir fólk hvað við annað, glatt í bragði. Þegar svo flóðgáttir himins opn- ast er jafn gott að vera fljótur að forða sér,“ segir Sigurður, sem stundum er kallaður Siggi stormur af því hann spáði ein- hvern tíma stormi á öllum sín- um vöktum þrjár vikur í röð. ■ SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Náttúruvísindi hafa heillað hann alla tíð. ■ STARFIÐ MITT Veðurfræði eru heillandi vísindi SLÁTURHÚSIÐ Stefán Hrafn og Ole byggðu hátæknivætt sláturhús í Isortoq þar sem þeir slátra allt að þrjú þúsund hreindýrum á ári. Slátur- húsið er með vottun um að það standist kröfur ESB.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.