Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 33

Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 33
33LAUGARDAGUR 29. mars 2003 VÍSAÐ TIL VEGAR Þröngt var á þingi við Laugardalshöllina í gær þegar Sjálfstæðismenn voru að mæta til þings síns. Að fást við ofureflið ■ ÉG ÁTTI MÉR DRAUM Ég er alinn upp í tónlist fráfæðingu og ekki skrítið að frá blautu barnsbeini hafi blundað í mér þessi þrá, að standa á stóru sviði og annað hvort leika einleik með stórri hljómsveit eða stjór- na hljómsveitinni,“ segir Hjálm- ar Ragnarsson tónskáld. „Þetta er draumurinn um bardaga- manninn á sviðinu að fást við ofureflið.“ Hjálmar segir vald hljóm- sveitarstjórans hreint dásamlegt: „Valdið er í tónsprotanum og ekki bara yfir hljómsveitinni sjálfri heldur líka einhverjum þúsund- um á bak við þig. Þetta er ótrú- legt kikk og að sumu leyti hefur draumurinn ræst þó ég sé ekki beinlínis í hlutverki einleikarans eða hljómsveitarstjórans. Nú er draumurinn meira sá að koma einhverju á framfæri,“ segir hann. „Og stundum þarf ég auð- vitað að fara upp á svið og þakka fyrir flutning á tónverki. Þá elska ég að heyra lófatakið þó það sé alltaf hálfgert feimnismál að viðurkenna það.“ Hjálmar er alltaf á nálum við frumflutning verka sinna og situr allur á iði fremst á stólnum. „Þess vegna er líka svo frábært að fara upp á svið að tónleikum loknum og njóta afrakstursins.“ Annar draumur Hjálmars var að verða forseti Bandaríkjanna. „Ég veit nú ekki með þann draum,“ segir hann, „en kannski er ekki öll von úti enn...“ ■ HJÁLMAR RAGNARSSON Átti sér þann draum að verða hljómsveitarstjóri og forseti Bandaríkjanna. Annar hefur ræst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.