Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 38

Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 38
22. mars 2003 LAUGARDAGUR Martin Bashir fór að vonum illa útúr þættinum Michael Jackson: Taka 2 þar sem poppgoðið sýndi sína hlið á samskiptum þeirra félaga við gerð umdeildrar heimildarmyndar um stjörnuna. Bashir var afhjúpaður sem einn falskasti skíthæll fjölmiðla- sögunnar. Það kom bara voðalega lít- ið á óvart þar sem annarlegur til- gangur fór aldrei á milli mála. Jackson átti völlinn og kom vel út og virkaði normal á köflum en annars verður þessi hlið hans á málinu varla til þess að breyta áliti manns á hon- um að einhverju ráði. Hann er enn sami stórskemmdi og brjóstumkenn- anlegi furðufuglinn. Mynd Bashirs var líka miklu skemmtilegri en það sýnir auðvitað fyrst og fremst fram á hversu mikið skemmtigildi rætni og skepnuskapur hafa. Maður rétt gat haldið sér vak- andi yfir þessari háamerísku lofrullu um Jackson. Gestgjafinn var einstak- lega ósannfærandi í ýktri sannfær- ingu sinni um að hann væri boðberi sannleikans. Þá var það ansi hjákát- legt að það skyldi endalaust hamrað á því að Jackson hefði ekkert ritstjórn- arvald yfir þættinum þó hann legði til allt efnið. Þá kaupi ég heldur ekki að dyggir starfsmenn hans hafi ákveðið að stíga fram til að segja heilagan sann- leikann án þess að þiggja nokkra greiðs- lu fyrir. Þarf að borga fólki í þeirra stöðu fyrir að bera blak af yfir- manni sínum? Þá var barns- móðirin væg- ast sagt dular- full þegar hún tók fúslega á sig allar dillurnar sem einkenna barnauppeldi Jacksons. Það var samt fróðlegt að sjá þessa hlið og nú þarf bara að leggja báða þættina saman og deila í með fjórum. ■ Við tækið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ steig eina ferðina enn inn í hugar- heim Michaels Jacksons en getur enn ekki greint milli sannleika og lygi. Skíthællinn og poppundrið 20.00 Billy Graham 21.00 Praise the Lord 23.00 Robert Schuller 0.00 Miðnæturhróp C. Parker Thomas Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 14.00 4-4-2 15.00 Football Week UK 15.30 Trans World Sport 16.30 Fastrax 2002 17.00 Toppleikir 18.50 Lottó 19.00 Nash Bridges IV (8:24) (Lögregluforinginn Nash Bridges) 20.00 MAD TV (MAD-rásin) Geggjaður grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið. Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu skop- myndablaði sem notið hefur mik- illa vinsælda. 21.00 Frankenstein Myndin er byggð á klassískri sögu Mary Shelley um vísindamanninn sem tókst að gæða ófreskju lífi með því að græða í hana heila úr stór- hættulegum glæpamanni. Þetta hefði hann betur látið ógert því ófreskjan sleppur frá skapara sín- um og hefur stórfelld áhrif á líf og örlög hans og í raun allra þeirra sem hún kemst í návígi við. Aðal- hlutverk: Patrick Bergin, Randy Qu- aid, John Mills, Lambert Wilson. Leikstjóri: David Wickes. 1993. Stranglega bönnuð börnum. 23.00 W. Klitschko - Sanders (Wladimir Klitschko - Corrie Sande) Útsending frá hnefaleikakeppni í Hannover í Þýskalandi. Á meðal þeirra sem mættust voru þunga- vigtarkapparnir Wladimir Klitschko frá Úkraínu og Corrie Sanders frá Suður-Afríku. Áður á dagskrá 8. mars sl. 1.00 Rahman - David Tua (Hasim Rahman - David Tua) Bein útsending frá hnefaleikakeppni í Fíladelfíu. Á meðal þeirra sem mætast eru Hasim Rahman, fyrr- verandi heimsmeistari í þungavigt, og David Tua. Þá berjast Bernard Hopkins og Mourade Hakkar um heimsmeistaratitilinn í millivigt. 4.00 Dagskrárlok og skjáleikur 6.00 I Dreamed of Africa 8.00 Bowfinger 10.00 Geppetto 12.00 The Breakfast Club 14.00 I Dreamed of Africa 16.00 Bowfinger 18.00 Geppetto 20.00 Night Watch 22.00 The Day Of the Jackal 0.20 Deep Rising 2.20 Vertical Limit 4.20 Night Watch 7.00 Meiri músík 12.00 Lúkkið 14.00 X-TV.. 15.00 Trailer 16.00 Geim TV 17.00 Pepsí listinn 19.00 XY TV 20.00 Meiri músík . 13.30 Mótor (e) 14.00 Jay Leno (e) 15.00 Yes, Dear (e) 15.30 Everybody Loves Raymond 16.00 Djúpa laugin (e) 17.00 Survivor Amazon (e) 18.00 Fólk með Sirrý (e) 19.00 Listin að lifa (e) 20.00 Charmed Heillanornirnar þrjár gera allt sem þær geta til að halda heimi sínum og andanna í jafnvægi en ill öfl reyna hvað þau geta að sundra félagsskap þeirra. Þær njóta sín best í selskap engla og fagurra vera en neyðast meira til að eiga kompaní við djöfla, drýsla og dára af ýmsu tagi. 21.00 The Dead Zone Johnny Smith sér í gegnum holt og hæðir, fortíð og framtíð liggja ljós fyrir honum. Þessi skyggnigáfa leggur honum þá skyldu á herðar að að- stoða fólk við að leysa úr vanda- málum fortíðar og framtíðar. Einnig er hann betri en enginn þegar lög- reglan þarf að finna hættulegja morðingja. Johnny þráir þó allra mest fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður sem nú er gift fógeta sýslunnar og virðist ekki eiga aftur- kvæmt í faðm hans. 22.00 Leap Years Hæfileikarík ungmenni kynnast árið 1993 og halda vinskap sínum lifandi næstu ár. Rugla saman reytum og eiga (stundum óþarflega) náin kynni. 22.50 Law & Order SVU (e) 23.40 Philly (e) 0.30 Tvöfaldur Jay Leno (e) 2.00 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Landsleikur í fótbolta Íslenska karlalandsliðið í fót- bolta mætir Skotum í dag í und- ankeppni Evrópumótsins og fer leikurinn fram í Glasgow. Skotar unnu okkur hérna heima í haust en nú er komið að því að hefna harmanna. Staðan í riðlinum er tvísýn en með sigri á íslenska liðið allgóða möguleika á því að komast áfram. Sjónvarpið 14.50 Stöð 2 21.10 Meistaraþjóf- urinn Robert De Niro Meistaraþjófar, eða The Score, er pottþétt spennumynd frá ár- inu 2001. Þjófurinn Nick Wells var næstum gómaður við síðasta innbrot og ætlar nú að setjast í helgan stein. En þegar spenn- andi tilboð er borið undir hann á hann erfitt með að neita. Hann slær til enda væn fjárhæð í boði fyrir að stela ómetanleg- um frönskum veldissprota. Jackie Teller verður samstarfs- maður Nicks við ránið en kauð- inn sá er ungur og upprennandi. Í aðalhlutverkum eru Robert De Niro, Edward Norton, Marlon Brando og Angela Bassett en leikstjóri er Frank Oz. Maltin gefur þrjár stjörnur. DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS 29. MARS FRÆGA FÓLKIÐ Samtökin The United Way of Tampa Bay hafa ákveðið að fresta samkomu sem halda átti í Flórída þann 11. apríl vegna fjölda mótmæla gegn þátttöku leikkonunnar Susan Sarandon í upákomunni. Samkomunni var ætlað að hvetja fólk til að láta samfélagið njóta starfa þess í sjálfboðavinnu og Sarandon var fengin til að vera með fyrir hálfu ári síðan. Boðskort voru send út fyrir hálfum mánuði og strax í kjölfar- ið streymdu mótmælin inn tugum saman og voru öll á þá leið að það væri ekki við hæfi að Sarandon mætti þar sem hún hefði talað op- inskátt gegn stríðinu í Írak. Aðstandendur hátíðarinnar segja að þegar sú staða var komin upp að þetta snerist allt um það hvort samkoman yrði gerð að póli- tískum vettvangi fyrir Sarandon hefði þótt eðlilegast að blása þetta af. ■ SUSAN SARANDON Minntist látinna stórlaxa í kvikmyndaheim- inum á Óskarsverðlaunahátíðinni og kvaddi með friðarmerki á fingrum. Afstaða hennar fellur í misjafnan jarðveg og Flór- ídabúar vilja ekki að hún leggi þeim lið í góðgerðarmálum. Susan Sarandon: Óvinsæl vegna afstöðu til stríðsins 9.00 Morgunstundin okkar 9.02 Mummi bumba (13:65) 9.07 Bingur (13:13) (Binka) 9.17 Malla mús (53:55) (Maisy) 9.30 Engilbert (6:26) 9.38 Albertína ballerína (9:26) 10.24 Harry og hrukkudýrin (5:8) 10.50 Viltu læra íslensku? (12:22) 11.10 Kastljósið 11.35 At 12.05 Geimskipið Enterprise (20:26) (Enterprise) 12.50 Íslandsmótið í handbolta Bein útsending frá leik í átta liða úrslitum kvenna. 14.30 Snjókross 14.50 Evrópukeppnin í fótbolta Bein útsending frá leik Skota og Ís- lendinga. 16.50 Táknmálsfréttir 16.55 Michael Jackson - Taka 2 18.25 Flugvöllurinn (10:16) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Laugardagskvöld með Gísla Martein 20.25 Spaugstofan 20.50 Memphis Stuttmynd sem tekin er í einu skoti. Fylgst er með hópi fólks á óræðum stað úti á landi. Allt er slétt og fellt á yfir- borðinu, en ekki er allt sem sýnist. Leikstjóri er Þorgeir Guðmundsson, handritshöfundur Óttarr Ólafur Proppé og framleiðandi S. Björn Blöndal fyrir Glysgirni ehf. Leikend- ur eru Benedikt Erlingsson, Ragn- hildur Gísladóttir, Gunnar Jónsson, Helgi Björnsson, Ásmundur Ás- mundsson, Ragnheidur Pálsdóttir, Henrik Baldvin Björnsson. Myndin hefur hlotið fjölda viðurkenninga á kvikmyndahátíðum. 21.05 Söngkeppni framhalds- skólanema Bein útsending úr Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem fulltrúar framhaldsskólanna mæt- ast. 0.05 Þjóðhátíðardagurinn (Independence Day) Bandarísk spennumynd frá 1996 um hetju- lega baráttu bandarískra hermanna gegn innrásarliði úr geimnum. Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 12 ára. Meðal leikenda eru Bill Pullman, Mary McDonnell, Jeff Goldblum, Judd Hirsch og Will Smith. 2.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 8.00 Barnatími Stöðvar 2 10.10 Alvin and the Chipmunks Meet the Wolfman 11.25 Yu Gi Oh (11:48) 11.50 Bold and the Beautiful 13.30 Viltu vinna milljón? 14.15 Beatles 15.05 Till There Was You (Sönn ást) Aðalhlutverk: Dylan McDermott, Sarah Jessica Parker, Jeanne Tripplehorn, Jennifer Ani- ston. Leikstjóri: Scott Winant. 1997. 17.10 Sjálfstætt fólk 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Lottó 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 My 5 Wives (Konurnar mínar fimm) Monte Peterson er vellauðugur fasteignabraskari sem var að skilja við þriðju eiginkonu sína. Hann lætur vandræði í einkalífinu ekkert á sig fá og snýr sér að næstu viðskiptum. Monte vill kaupa landsvæði í Utah en þar borgar sig að lesa smáaletrið í samningum því ýmislegt óvænt getur fylgt með í kaupunum. Aðalhlutverk: Rodney Dangerfield, Andrew Dice Clay, John Byner. Leikstjóri: Sidney J. Furie. 2000. 21.15 The Score (Meistaraþjófar) Pottþétt spennumynd. Þjófurinn Nick Wells var næstum gómaður við síðasta innbrot og ætlar nú að setjast í helgan stein. En þegar spennandi tilboð er borið undir hann á Nick erfitt með að neita. Hann slær til enda væn fjárhæð í boði fyrir að stela ómetanlegum, frönskum veldissprota. Jackie Teller verður samstarfsmaður Nicks við ránið en kauðinn sá er ungur og upprennandi meistaraþjófur. Aðal- hlutverk: Robert De Niro, Edward Norton, Marlon Brando og Angela Bassett. Leikstjóri: Frank Oz. 2001. 23.20 Rush Hour (Á fullri ferð) Aðalhlutverk: Jackie Chan, Tom Wilkinson, Chris Tucker. Leikstjóri: Brett Ratner. 1998. Bönnuð börn- um. 0.55 Kalifornia Aðalhlutverk: Brad Pitt, Juliette Lewis, David Duchovny. 1993. Stranglega bönn- uð börnum. 2.50 Till There Was You Sjá nánar að ofan. 4.40 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. STUTTKÁPUR SUMARÚLPUR HEILSÁRSÚLPUR REGNÚLPUR HATTAR OG HÚFUR Opið laugardaga frá kl 10 - 15 24

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.