Fréttablaðið - 29.03.2003, Síða 46
Óopinber heimasíða BirgittuHaukdal og föruneytis hennar
sem ætlar að leggja Evrópu að fót-
um sér hefur
verið opnuð á
slóðinni
http://fort-
una.is/per-
sonal/euro/. Þar
má finna hafsjó
af fróðleik og
myndum af ís-
lensku sendi-
nefndinni og þar
kemur m.a. fram að Vignir Snær
Vigfússon, gítarleikari hópsins, sé
verðlaunatónskáld og að bassaleik-
arinn Herbert Viðarsson hafi leikið
með hinu goðsagnakennda íslenska
bandi Skítamóral. Þá eru einnig
draumar væntanlegra aðdáenda
Birgittu á erlendri grundu gerðir
að engu með því að ljóstra því upp
að trommuleikarinn Jóhann
Bachman, sem einnig er kallaður
Hanni, sé unnusti söngkonunnar.
Hrósið 46 29. mars 2003 LAUGARDAGUR
Mér er einn bíltúr öðrum minnis-stæðari. Það var líklega í nóv-
ember 1979 þegar minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins hafði verið mynd-
uð og Vilmundur Gylfason var orð-
inn dómsmálaráðherra.
Ég var ekki nema sextán ára
gamall en naut þeirra forréttinda að
umgangast Vilmund töluvert á þess-
um árum án þess að ég viti hvers
vegna, því ég hafði hvorki vit né
þroska til að hafa neitt til málanna
að leggja í samræðum. Sumir
myndu segja að það hafi ekki
breyst. En Vilmundur hafði gaman
af að umgangast ungt fólk yfirleitt,
svo að líklega naut ég aldursins
frekar en að hann væri mér til
trafala.
En við vorum sem sagt að
skemmta okkur einu sinni sem oftar
í góðum félagsskap og leiðin lá neð-
an úr Þjóðleikhúskjallara upp á rit-
stjórnarskrifstofur Alþýðublaðsins.
Í bílnum voru auk okkar tveir heið-
ursmenn sem ég ætla ekki að nefna,
stöðu þeirra vegna núna, og annar
þeirra keyrði. Ég skal ekki fortaka
að bílstjórinn hafi verið búinn að fá
sér einn pilsner enda var aksturs-
lagið ekki til fyrirmyndar. (Líklega
var þessi bíltúr fyrirboði annars
ferðalags sem seinna var farið und-
ir yfirskriftinni „Á rauðu ljósi“, en
svo að það sé á hreinu, þá var bíl-
stjórinn hvorki Jón Baldvin né Ólaf-
ur Ragnar, sem fóru einir í seinni
ferðina.)
Þar kom að hinn heiðursmaður-
inn sagði: „Ætlarðu að láta lögguna
taka okkur, bílstjóri?“ og þótti það
greinilega ekki eftirsóknarvert
hlutskipti. Þá gall við í Vilmundi í
aftursætinu: „Er ég ekki dómsmála-
ráðherra? Keyrðu, drengur,
keyrðu.“ Þar með var það útrætt og
ferðin hélt áfram.
Skömmu síðar var farþeganum í
aftursætinu aftur nóg boðið því
hann stundi lafhræddur: „Heyrðu,
maður, ætlarðu að drepa okkur?“
Vilmundur hafði svar á reiðum
höndum við því: „Slappaðu af, mað-
ur. Er ég ekki kirkjumálaráðherra
líka?“ Fleira var ekki sagt í þeim
bíltúr.
Ferðinni lauk sem betur fer
slysalaust án afskipta dóms- eða
kirkjuyfirvalda, en það var fremur
forsjóninni en okkur að þakka.“ ■
KARL TH. BIRGISSON
„Ég var ekki nema sextán ára gamall en
naut þeirra forréttinda að umgangast Vil-
mund töluvert á þessum árum án þess að
ég viti hvers vegna, því ég hafði hvorki vit
né þroska til að hafa neitt til málanna að
leggja í samræðum.“
Sagan
■ Karl Th. Birgisson, framkvæmda-
stjóri Samfylkingarinnar, segir frá
spennandi ökuferð með dóms- og
kirkjumálaráðherra og skorar á Helga
Seljan, bæjarfulltrúa og „höfuðsnilling
á Reyðarfirði“, að segja næstu sögu.
56 ÁRA „Ég ætla að vera í faðmi
fjölskyldunnar en hef ekki á móti
því að vinir mínir reki inn nefið í
kvöld,“ segir Laufey Steingríms-
dóttir um áætlanir dagsins. Lauf-
ey ætlar að hefja daginn með því
að fara á kóræfingu hjá
Mótettukórnum ef hún verður
hress, en í gærkvöldi var árshátíð
Heilsugæslunnar. „Ég var í kórn-
um fyrir mörgum árum en við þau
gömlu sem höfum vikið fyrir
þeim yngri fengum boð um að
syngja með í uppfærslu á Elíu eft-
ir Mendelson. Það þarf að vera
slök heilsa hjá mér til að ég láti
kóræfinguna framhjá mér fara
því það er eins og að vera á ættar-
móti að hitta gömlu félagana aftur
og syngja með þeim.“
Um kvöldið ætlar Laufey að elda
góðan fiskrétt fyrir fjölskylduna í
tilefni dagsins og bjóða dóttur og
tengdasyni í mat. „Það verður eitt-
hvað holt og gott en þrátt fyrir að
ég leggi mig alla jafna eftir að elda
hollan mat þá bregð ég nú stundum
út af kröfunni um hollustuna,“ seg-
ir hún.
Laufey segist eiga sér mörg
áhugamál sem hún sinnir vel. Þar á
meðal er Kramhúsið, sem hún
stundar reglulega. Hún segir það
vera hluta af venjubundnu lífi að
fara þangað í leikfimi og dans með
góðum konum. „Ég er líka afar mik-
ill lestrarhestur og nánast alæta á
bókmenntir. Ég gef mér alltaf tíma
til að lesa.“ Yfir vetrartímann tekur
hún oft fram gönguskíðin þegar
þannig viðrar en þess á milli fær
hún sér góða göngutúra.
Eftir stúdentspróf stundaði
Laufey nám í Bandaríkjunum og
þaðan kom hún með eiginmanninn
þrettán árum síðar. „Hann heitir
Daniel Teague og er lögfræðingur
en hefur ekki starfað við það síðan
við fluttum hingað. Ég segi stund-
um í gríni að hann hafi fórnað fram-
anum fyrir eiginkonuna. Hann star-
far við þýðingar og rekur ásamt
fleirum þýðingaþjónustu og texta-
ráðgjöf. Hann talar mjög góða ís-
lensku og hefur fundið sig mjög vel
hérna. Við eigum tvö börn, tvítugan
strák og 23ja ára stelpu sem er flutt
að heiman.“ ■
Fá SAM-bíóin fyrir að lækka
bíómiðaverð úr 800 krónum í 750
krónur.
Syngur og eldar
á afmælisdaginn
Bíltúr með Vilmundi
Fréttiraf fólki
Afmæli
■ Laufey Steingrímsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Manneldisráðs, ætlar að
elda góðan mat fyrir fjölskylduna í
kvöld. Hún var á árshátíð í gær og ef
heilsan leyfir ætlar hún að þenja radd-
böndin með gömlum félögum í
Mótettukórnum fyrir hádegi.
LAUFEY STEINGRÍMSDÓTTIR
Hún er mikill bókaormur og gefur sér tíma til að lesa í frístundum.
■ Tímamót
JARÐARFARIR
13.30 Margrét Kr. Meldal verður jarð-
sungin frá Háteigskirkju.
14.00 Jakob Gunnar Pétursson kennari
verður jarðsunginn frá Stykkis-
hólmskirkju.
14.00 Þorgerður Sigríður Jónsdóttir,
Vestmannabraut 76, Vestmanna-
eyjum, verður jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum.
ANDLÁT
Katrín Hulda Tómasdóttir, Kristnibraut
12, Reykjavík, lést 19. mars. Bálför hefur
farið fram.
Guðrún Jakobsdóttir frá Holti undir
Eyjafjöllum er látin. Útförin fer fram í
kyrrþey. Ég á aðeins eitt orð: Hún erstórkostleg,“ segir Bubbi
Morthens um Brynju eiginkonu
sína. Um hana hefur söngvarinn
sungið mörg ljóð og þreytist ekki
á. Beðinn um að útlista kosti henn-
ar eilítið betur, segir hann: „Hún
er stórbrotin. Ég á ekki stærri
orð,“ segir Bubbi. ■
Konanmín
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er bú-
ist við því að hver bláa höndin verði upp á
móti annarri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
sem nú stendur yfir.