Fréttablaðið - 29.03.2003, Page 48

Fréttablaðið - 29.03.2003, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR www.IKEA.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 20 64 3 03 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 www.IKEA.is Slappaðu af ! Hvíldardagar - út mars SENSELLO POPULÄR svampdýna 90x200 sm. SULTAN SKYMNING, NORRSKEN og HIMMEL 90x200 SULTAN MÅNSKEN springdýna 90x200 sm með bonnell stálfjöðrum. SULTAN NATTLJUS springdýna 90x200 með LFK stálfjaðrakerfi. SULTAN NORRSKEN springdýna 90x200 með pokafjaðrakerfi. POPULÄR boxdýna 90x200 sm. Springdýna og viðarbotn í einu lagi með bonnell stálfjöðrum. SULTAN SKYMNING boxdýna 90x200 sm. Springdýna og viðarbotn í einu lagi með tveimur lögum af bonnell stálfjöðrum. Margar gerðir af yfirdýnum 20-70mm í ýmsum stærðum frá 3900,- IKEA dýnur hafa farið í gegnum strangar gæðaprófanir og standast alþjóðlega staðla. 3.950,- 8.900,- 18.900,- 12.900,- 14.900,- 16.900,- 46.700,- My Way Eins og slag. Bæði fyrir mig ogbílinn. Allt í einu fór hann að ganga eins og trilla með tilheyr- andi ruggi og hljóðum. Hann sem áður hafði prýtt stræti og torg með því einu að glitra í umferð- inni umfram aðra bíla. Enda nefndur Snædrottningin vegna lit- ar síns en ekki síður glæsileika. Amerískur Dodge, R-55, hluti af erfðagóssi Thorsaranna. Þarfasti þjónn minn í tíu ár og stundum besti vinur. BIFVÉLAVIRKINN neitaði að að- hafast frekar. Sagði sílinder farinn og headpakkning í hættu. Svona svipað og þegar manneskja fær kransæðastíflu og krabbamein sama daginn. Nú voru góð ráð dýr. Mundi þá eftir Geir „Sinatra“ Ólafssyni dægurlagasöngvara sem ég hafði hitt fyrir utan Svarta Svaninn á Rauðarárstíg fyrir skemmstu. Ég þar á Snædrottn- ingunni og hann á Lincoln Continental Town Car. Fórum að metast á gangstéttinni og hann bauð mér í rúnt. Malbikið varð eins og flauel. Sá ekki ástæðu til að bjóða honum rúnt í mínum eftir þá ferð. Bauð mér bílinn á 350 þúsund á borðið. Afþakkaði. HRINGDI og spurði hvort Lincoln- inn væri enn falur. Geir var mætt- ur eftir korter og upphófust flókn- ustu samningaviðræður sem um getur frá því þjóðarsáttin var gerð. Nú vildi hann 450 þúsund en ég bauð 200. Byggði tilboð mitt á frétt- um um að drossían hefði staðið í ljósum logum á Blönduósi í fyrri viku. Söngvarinn sagðist hafa látið gera við það allt og var í reynd að bæta viðgerðarkostnaði við verðið. Andmælti með þeim orðum að hrakfarir hans gætu aldrei orðið ófarir mínar. VIÐ VORUM komnir í 300 þúsund á borðið þegar Sinatra-söngvarinn slengdi óvænt fram trompi úr erminni. Flókin skák fór hreint í hnút þegar hann bauð sérhannaðar númeraplötur sem bónus: „Ég á þær heima. Þú færð þær með,“ sagði hann. Forvitnin var vakin. Ég kom- inn úr gír: - Hvað stendur á þeim? „My Way,“ svaraði Sinatra-söngvar- inn. Samningaviðræður standa enn yfir. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.