Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 1
RÍKISEIGNIR Sementsverksmiðjan hf. hefur á undanförnum tveimur árum tapað sem nemur 448 millj- ónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2002. Rekstur fé- lagsins er á brauð- fótum, nú þegar ákvörðunar um sölu á verksmiðj- unni er að vænta. Verksmiðjan er að fullu í eigu ís- lenska ríkisins og var boðin til sölu á dögunum. Fimm hópar fjárfesta buðu í eignirnar en ekki tókst að fá upplýsingar um upphæðir þar. Meðal þeirra sem bjóða í Sements- verksmiðjuna hf. er BM Vallá, sem býður ásamt Framtak fjárfesting- arbanka ehf. og fleiri aðilum. Víglundur Þorsteinsson, forstjóri BM Vallár, vildi ekkert tjá sig um tilboðið í Sementsverksmiðjuna en vísaði á Ásmund Stefánsson hjá Framtaki fjárfestingarbanka, sem fer fyrir tilboðshópnum. Ásmundur sagði í samtali við Fréttablaðið að Framtak fjárfest- ingarbanki fari með meirihluta innan tilboðshópsins þar sem að- ilar sem eigi í innbyrðis sam- keppni, BM Vallá og Steypustöð- in, séu innanborðs. „Það er full alvara hjá okkur að tryggja áframhaldandi rekst- ur,“ segir Ásmundur. Hann vildi ekki tjá sig um tilboðið en sagði að ef hans hópur yrði valinn þyrfti að ræða nánar við eigand- ann um nokkur atriði í rekstrin- um. Alls eru ábyrgðir Sements- verksmiðjunnar utan efnahags 524 milljónir króna og hækkuðu á milli áranna 2001 og 2002 um 47 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þarna um að ræða ábyrgðir vegna skuldabréfa sem við- skiptavinir hafa gefið út til að greiða viðskiptaskuldir, meðal annars BM-Vallár. Viðbúið er að undir einhverjum kringumstæð- um þurfi ríkið að yfirtaka þær ábyrgðir til að losna við verk- smiðjuna. Í athugasemd Deloitte & Touche vegna ársreiknings fé- lagsins vegna ársins 2002 segir að „veruleg óvissa sé um áfram- haldandi rekstur félagsins“. Þá er því lýst að líkur séu á verulegu tapi á yfirstandandi ári og hætta sé á því ef til stöðvunar komi að verðmæti eigna félagsins rýrni verulega frá því sem bókfært er. rt@frettabladid.is Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 1. apríl 2003 Tónlist 17 Leikhús 17 Myndlist 17 Bíó 18 Íþróttir 14 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD MYNDLIST Horft í gegnum tímann ÞRIÐJUDAGUR 77. tölublað – 3. árgangur bls. 102 VERKFÖLL Vonar að stjórnvöld læri bls. 17 SJÓNVARP bls. 15 Fær hlutverk í Will & Grace FÓTBOLTI Einn eða tveir keyptir bls. 21 REYKJAVÍK Vestanátt 5-10 metrar á sekúndu, þykknar upp. Frost núll til sex stig. VEÐRIÐ Í DAG + - - - VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 13-18 Skýjað 4 Akureyri 8-13 Skýjað 5 Egilsstaðir 8-13 Skýjað 5 Vestmannaeyjar 10-15 Skýjað 3 ➜ ➜ ➜ ➜ Sementsverksmiðjan á kafi í skuldafeni Í ársreikningi Sementsverksmiðjunnar kemur fram að ýmis hættumerki eru á lofti og reksturinn í óvissu. Tapið á tveimur árum nemur 448 milljónum króna. Viðbúið að ríkið þurfi að yfirtaka ábyrgðir til að selja verksmiðjuna. KÖRFUBOLTI Grindavík tekur á móti liði Tindastóls frá Sauðárkróki í undanúrslitum Intersport-deildar karla í körfubolta. Búast má við því að hart verði barist þar sem þetta er oddaleikur um sæti í úrslitum. Hverjir leika til úrslita? FUNDUR Stéttarfélag íslenskra fé- lagsráðgjafa stendur fyrir morgun- verðarfundi klukkan rúmlega átta á Grand Hótel í Reykjavík. Yfirskrift fundarins er „Bakhlið borgarinn- ar“. Heimilisofbeldi er efni fundar- ins að þessu sinni. Fyrirlesarar verð Freydís Jóna Freysteinsdóttir félagsráðgjafi, dr. Sólveig Anna Bó- asdóttir guðfræðingur og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur. Bakhlið borgarinnar FYRIRLESTUR Í hádeginu mun Stefán Ólafsson þjóðfélagsfræðingur flytja fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðifélags Íslands og Borgar- fræðaseturs. Erindið nefnist „Reykjavík frá alþjóðlegum sjón- arhóli“ og verður flutt í Norræna húsinu. Alþjóðaleg sýn á Reykjavík VIÐRÆÐUR Ekkert samkomulag hefur náðst um greiðslur í þróun- arsjóði Evrópusambandsins og aðgang fyrir fiskafurðir vegna stækkunar Evrópska efnahags- svæðisins samhliða stækkun Evr- ópusambandsins. Gert er ráð fyr- ir að fundað verði út vikuna og úrslit ráðist ekki fyrr en á föstu- dag. „Það hefur miðað eitthvað áfram en þetta er samt á svipuð- um nótum og verið hefur,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins. „Þeir lýstu því betur yfir að útspilið með þreföldun og sér- stakt framlag frá Norðmönnum er vel þegið en vilja heldur fá eitthvað meira.“ Enn ber talsvert í milli í við- ræðum um með hvaða hætti skuli tekið á aðgangi fyrir fiskafurðir vegna fríverslunarsamninga við Austur-Evrópuþjóðir sem falla niður við aðild þeirra að Evrópu- sambandinu. „Þeir hafa ennþá ekki boðið neitt nema kvóta í fiskinum fyrir einstakar afurðir, meðan við höfum viljað fá niður- fellingu tolla, í það minnsta á lyk- ilafurðir.“ Samningar þurfa að nást fyrir föstudag ef takast á að staðfesta stækkun Evrópska efnahags- svæðisins á leiðtogafundi Evr- ópusambandsins um miðjan mán- uðinn. Takist það ekki er framtíð EES-samningsins í óvissu. ■ SIGURVEGARI Vann fimm milljónir bls. 26 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 18% D V 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á þriðjudögum? 63% 79% ■ Alls eru ábyrgð- ir Sementsverk- smiðjunnar utan efnahags 524 milljónir króna. ÞETTA HELST Sjálfstæðismenn í borgarstjórnsegja Reykjavíkurlista hafa svikið loforð sín við íbúa í Grafar- vogi vegna skipulags Landssíma- lóðar. bls. 2 Átján nýir þingmenn taka sætiá Alþingi í vor samkvæmt nið- urstöðum skoðanakannana Frétta- blaðsins í mars. Búið er að reikna út hverjir ná inn og hverjir falla af þingi. bls. 4 Eigandi nektardansstaða býðurerlendum nektardansmeyjum sem vilja brjóstastækkun ferðir til Íslands. bls. 8 MYRTIR ÍBÚAR SREBRENICA GRÁTNIR Fyrstu lík fórnarlamba þjóðernishreinsana í Srebrenica sem borin hafa verið kennsl á voru jarðsett í gær í þorpinu Potocari nærri Srebrenica. Jarðneskar leifar 600 fórnarlamba Serba voru jarðsettar. Um 8.000 manns voru myrtir. Fundað í viðræðum um EES út vikuna: Miðar áfram á lokasprettinum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.