Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 22
Mick Hucknall, söngvari SimplyRed, er búinn að markaðsetja sitt eigið vín. Hann á vínekrur við rætur Etnu á Sikiley og hefur síð- ustu ár verið að búa vínið til. Hann hannaði sjálfur merkimiðann. Hucknall vonast til þess að selja meira en átta þúsund flöskur af víninu í heimalandi sínu, Bret- landi. Duran Duran er búin að leggjaöll drög að endurkomu sinni í sumar. Allir upprunalegu liðsmenn sveitarinnar; Nick Rhodes, Simon Le Bon, John Taylor, Andy Taylor og Roger Taylor, taka þátt. Piltarnir eru búnir að hljóðrita nýja plötu, sem er sú fyrsta sem þeir gera allir saman í sextán ár. Duran Duran leggur af stað í heimsreisu í sumar og má því búast við nýju æði. Box sem inniheldur allar smáskífur sveitarinnar frá upphafi er væntan- legt í búðir. Sveitin hefur selt yfir 60 milljónir platna á ferli sínum. Viðtal Barböru Walters viðleikkonuna Julianne Moore tók óvænta stefnu á dögunum er talið barst að ástríðufullum lesbíukoss í myndinni „The Hours“. Moore skýrði frá því að það hefði ekki verið neitt vand- ræðalegt að kyssa mótleikkonu sína þar sem hún hefði verið fal- leg og lyktað vel. Þá bað Walters leikkonuna um að sýna sér hvernig svona kossar eru framkvæmdir og kysstust stöllurnar í miðju sjón- varpsviðtali. Leikarinn Kirk Douglas segisthafa íhugað sjálfsmorð eftir hjartaáfall sem hann fékk nýlega. Hann segist hafa sett hlaðna byssu upp í munn sér en að hann hafi hætt við þegar hann braut tönn sína með byssuhlaupinu. Eins og áhorfendur Óskarsverðlaunanna tóku örugglega eftir á Douglas erfitt með að tala eftir áfallið. Fyr- ir leikara hlýtur það að teljast ókostur. 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR Fréttiraf fólki 18 SPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50 DAREDEVIL b.i. 16 kl. 3.40, 8 og 10.20 THE RING kl. 10.30 b.i. 16 ára SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 TWO WEEKS NOTICE kl. 6 og 8 TRAPPED b.i. 12 ára kl. 5.50, 8, 10.10 GULLPLÁNETAN m/ísl. tali kl. 4 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 12 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd í lúxus kl. 8 Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i. 14 ára kl. 6, og 8NÓI ALBINÓI kl. 5.50 og 88 FEMMES kl. 10.10ADAPTATION kl. 8 og 10.30NOWHERE IN AFRICA MAN WITHOUT A PAST kl. 6 NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára THUNDERPANTS kl. 4 og 6 25th HOUR kl. 8 og 10.10 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 8 og 10.05 CHICAGO Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 10.30 SOLARIS b.i. 12 kl. 5.50 og 10.10 ■ KVIKMYNDIR Haukur Már Hrafnsson hefurverið kallaður „utangarðsmað- ur“ í íslenskri kvikmyndagerð. Jafnvel svo að honum var neitað um umfjöllun í Myndböndum mán- aðarins þegar kom að því að gefa út frumraun hans „(Ó)Eðli“ á spólu með þeim rökum að þá þyrfti að „hleypa öllum að“. Sjálfur gat hann ekki talið upp neinn annan sem stóð í því að framleiða, leikstýra og gefa út mynd sína sjálfur. Önnur mynd hans „1. apríll“ verður frumsýnd um allt land í dag og fer í almenna sýningu frá og með morgundeginum. Þó ekki á höfuðborgarsvæðinu. Frumsýning- in í dag er einungis fyrir aðstand- endur, vini og kunningja en svo verða borgarbörnin að bíða fram til 14. eða 16. apríl til þess að berja myndina augum. „Mig langaði svona einu sinni til þess að snúa ferlinu við,“ útskýrir Haukur, sem er uppalinn á Höfn í Hornafirði. „Ég upplifði það oft að vera fastur úti á landi þegar eitt- hvað skemmtilegt var að gerast í Reykjavík. Það tók því ekki alveg að keyra í fimm tíma til Reykjavík- ur.“ Eins og titill myndarinnar gefur til kynna gerist hún á hinum alþjóð- lega gabbdegi sem er í dag. Hauk- ur lýsir barninu sínu sem „íslensk- um farsa“ og segir myndina gerða til þess að kitla hláturtaugarnar. Sagan byrjar snemma dags á sak- lausu aprílgabbi sem fer alvarlega úr böndunum. Í söguna fléttast svo alls kyns persónur sem hafa áhrif á framvinduna. Myndin er að sögn Hauks ekki jafn hrá og frumraunin var. „Það eru himinn og haf á milli þeirra. Í myndinni er gert grín að helling af persónum úr íslensku þjóðlífi sem við ættum öll að kannast við. Fólk ætti samt að sjá að það sé sami maðurinn á bak við báðar myndir.“ Sem betur fer fyrir Hauk hefur hann Íslensku kvikmyndasam- steypuna á bak við sig í þetta skiptið. Ætli þeir hjá Myndbönd- um mánaðarins neyðist því ekki til þess að fjalla um þessa mynd þeg- ar kemur að því að gefa hana út á spólu? Utangarðsmaðurinn virðist hafa fundið heimili. „Það er eigin- lega ekki neinum að kenna að ég sé úti á kanti. Það er enginn að ýta mér þangað, ég er bara þar og það er í góðu lagi. Það er mín sýn á þetta að þetta sé bara gott fyrir mig. Ég tel mig vera að sýna mót- vægi við alla hina.“ Að lokum fær Haukur tækifæri á það tjá sig um hvað honum finnst um íslenska kvikmyndagerð: „Má ég sleppa því að svara?“ spyr hann og hlær. biggi@frettabladid.is Það þarf ekki að hafa mörg orð umNational Security enda býður hún ekki upp á neitt sem hefur ekki verið gert þúsund sinnum áður í svipuðum myndum. Hún er dæmi- gerð félagamynd og er auglýst sér- staklega sem „félagamynd án félag- anna“. Það er hins vegar eitthvað sem þarf ekki að taka fram þar sem slíkar myndir ganga einmitt út á það að leiða saman tvo menn sem eiga ekkert sameigilegt og hafa megna andúð hvor á öðrum þar til vondir menn þvinga þá til að snúa bökum saman. Formúlan hefur lifað góðu lífi allt frá því Jack Lemmon og Walter Matthau voru upp á sitt besta en seinni árin hefur ekki þótt galið að leiða saman svartan mann og hvítan (48 Hours, Lethal Weapon, The Last Boy Scout) með tilheyrandi áherslu á kynjamisrétti. Það er leikið á þessar nótur með miklum látum í National Security en Martin Lawrence mun seint geta haldið uppi stuðinu í heilli mynd eins og Eddie Murphy gerði forðum. Hann er átakanlega þreytandi leik- ari en hefur þó oft verið verri. Steve Zahn (Out of Sight, Joy Ride) er hins vegar mikill snillingur og klikkar ekki í hlutverki hálfgerðs aula með hjartað á réttum stað. Hann er það besta við þessa grínspennumynd sem nær hvorki að verða sérstak- lega spennandi eða fyndin en verður aldrei leiðinleg heldur. Þórarinn Þórarinsson NATIONAL SECURITY Aðalhlutverk: Steve Zahn, Martin Lawrence. Umfjöllunkvikmynd Tveir vinir og fastir liðir eins og venjulegaMeð sögunni „Y: The Last Man“stimplar höfundurinn Brian K. Vaughan sig inn sem einn af athyglisverðari nýliðum mynda- sagnanna. Sagan segir í stuttu máli frá því hvernig allar karlkyns- skepnur jarðarinnar deyja skyndi- lega, fyrir utan Yorick og apann hans. Heimsmyndin umturnast skilj- anlega og lamast í fyrstu. Sér- trúarsöfnuður sem trúir því að Guð hafi drepið alla menn vegna margra aldar ofríkis þeirra fréttir af tilvist Yoricks og reynir allt til þess að koma síðasta manninum fyrir kattarnef. Móðir hans, sem er þingkona, vill að hann aðstoði vísindakonu eina í því að byggja upp mannkynið á nýjan leik. Það eina sem greyið hann Yorick vill er kærasta hans, sem stödd er hinum megin á hnettinum. Hugmyndin er skemmtileg og ágætlega útfærð. Þessi fyrsta bók leggur spilin á borðið og gaman verður að fylgj- ast með hvernig sagan þróast. Það er þó ekki útskýrt nægilega vel hvers vegna greyið Yorick er svona mikilvægur fyrir kynstofn manna? Jú, hann er eini karlmað- urinn og þannig gangandi sæðis- banki, en hvað varð eiginlega um uppsafnaðar birgðir sæðisbank- anna? Ætli það verði ekki útskýrt í framhaldinu? Birgir Örn Steinarsson Y: THE LAST MAN - Unmanned Höfundur: Brian K. Vaughan Umfjöllunmyndasaga Síðasti karlpungurinn Sáttur úti á kanti Í dag er önnur mynd Hauks M. Hrafnssonar frumsýnd. Hún heitir „1. apríll“ og fjallar um aprílgabb sem fer alvarlega úr böndunum. Landsbyggðin fær forskot á því að sjá myndina. 1. APRÍLL Myndin er frumsýnd í dag á Ísafirði, Egils- stöðum, Borgarnesi, Hornafirði, Vestmanna- eyjum, Neskaupstað, Flúðum, Skagaströnd, Raufarhöfn, Akureyri, Keflavík og Reykjavík. Með helstu hlutverk fara: Davíð Örn, Júlíus Freyr, Arnbjörg Hlíf, Snævar Darri, Haukur M, Linda Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Borgar, Ívar Örn Sverrisson, Bryn- dís Ásmundsdóttir, Hilmir Steinþórsson, Davíð Guðmundsson, Villi Goði og Jón Mýr- dal. Laugavegi 32 561 0075 Pípulagnir Örugg og lipur þjónusta Sími 699 0100/ 567 9929

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.