Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 8
8 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Evrópa ■ Lögreglufréttir VIÐSKIPTI DeCode tilkynnti leið- réttingar á uppgjöri sínu. Um er að ræða leiðréttingu á tekju- færslu vegna samnings við fyrir- tækið Applied Biosystems. Við leiðréttinguna lækka tekjur fyrir- tækisin árið 2001 um rúmar 400 milljónir. Á árinu 2002 færast til tekjur milli ársfjórðunga, en heildarlækkun tekna er um 150 milljónir króna. Tekjur fyrirtækisins á tímabil- inu lækka því um rúman hálfan milljarð vegna breytinganna. Bragi Smith, sérfræðingur hjá Búnaðarbankanum verðbréfum, segir nokkuð um það að undan- förnu að uppgjör hafi verið endur- skoðuð. Í sumum tilfellum hafi menn verið að fegra niðurstöður uppgjöra, en í öðrum hafi fyrir- tæki metið færslur rangt. Sérfræðingar sem rætt var við telja að þetta séu fremur nei- kvæðar fréttir fyrir fyrirtækið. Samningurinn við Applied Bio- system átti að standa út þetta ár. Fyrirtækin gerðu með sér sam- komulag um að honum lyki um síðustu áramót. Ljóst er því að fyrirtækið fær ekki meiri tekjur vegna þessa samnings. ■ UPPLÝSINGAR Forsætisráðu- neytið segir í svari til Fréttablaðsins að í ráðuneyt- inu sé ekki að finna minnis- punkta Davíðs Oddssonar forsætisráðherra vegna fundar sem hann átti með Hreini Loftssyni laugardag- inn 26. janúar 2002. Ráðu- neytinu ber samkvæmt svarbréfinu ekki að halda utan um slíka punkta eða varðveita þá. Fréttablaðið óskaði eftir minnispunktum ráðherrans frá Lundúnafundinum en nú hefur ráðuneytið svarað er- indinu með þeim orðum að málið hafi aldrei verið rætt í ráðuneytinu. „Upplýsingar sem fram koma á þessum fundi varða ekki mál sem er eða hefur verið til umfjöllun- ar hér í ráðuneytinu. Punktar sem forsætisráðherra kann að hafa fært hjá sér um efni þessara viðræðna teljast því ekki til þeirra gagna sem orð- ið hafa til á grundvelli 23. greinar upplýsingarlaga nr. 50/1996,“ segir í svarbréfi ráðuneytisins. ■ DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðu- neytið á ekki minnispunkta þá sem hann skrifaði í London í janúar 2002. Forsætisráðuneytið: Hefur ekki punkta Davíðs MEIRIHLUTINN HLYNNTUR ESB Um 49 prósent Norðmanna eru hlynnt inngöngu landsins í Evr- ópusambandið en 38 prósent and- víg, samkvæmt nýrri skoðana- könnun þar í landi. Athygli vekur að aðild að sambandinu nýtur mun meira fylgis meðal karl- manna en kvenna. Sömuleiðis rík- ir mun meiri andstaða á meðal íbúa á landsbyggðinni. DAPURLEGUR ENDIR Á SKÓLA- FERÐALAGI Unglingsstúlka lét líf- ið og átján manns slösuðust þeg- ar rúta fór út af hraðbraut og valt skammt suður af Barcelona á Spáni. Í rútunni voru 39 börn í skólaferðalagi auk fjögurra kenn- ara. Tíu manns voru lagðir inn á spítala með alvarlega áverka. MILOSEVIC AFTUR FYRIR RÉTT Réttarhöldin yfir Slobodan Milos- evic við stríðsglæpadómstólinn í Haag hófust á ný eftir tveggja vikna hlé. Milosevic var þegar yfirheyrður um morðið á Ivan Stambolic, fyrrum forseta Serbíu, og vísaði hann ásökunum um aðild að ódæðisverkinu alfar- ið á bug. Lík Stambolics fannst í síðustu viku eftir að hans hafði verið saknað þrjú ár. HEILBRIGÐISMÁL Eigandi nektar- dansstaðar í Reykjanesbæ sætir harðri gagnrýni landlæknis fyrir að auglýsa á heimasíðu sinni brjóstastækkunaraðgerðir hjá lýtalækninum Guðmundi Stefáns- syni í Reykjavík. „Þessi auglýsing er ólögleg og það er spurning um smekklegheit- in,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Elmar Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri nektardansstaðar- ins Casino, segir á heimasíðu sinni plasticsurgery.is (lýtalækningar.is) að erlendar nektar- dansmeyjar hafi iðulega beðið hann um að koma því í kring að þær gætu gengist undir lýtalækningar hér- lendis. „Aðalástæða þess að dansarar vilja gangast undir lýtalækningar á Íslandi er sú að íslenskir læknar eru þekktir fyrir að vera þeir bestu og öruggustu í heiminum. Reyndar eru aðgerðirnar ódýrari hér en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu,“ segir Elmar á heimasíðunni. Elmar segir að á þeim átta mánuðum sem þjónustan hafi ver- ið starfrækt hafi aðeins ein stúlka á hans vegum komið gagngert til landsins í því skyni að fara í að- gerð. Aðrar stúlkur sem hann hafi liðsinnt hafi verið dansarar á Casino. Að sögn Elmars hefur nafn Guðmundar Stefánssonar nú ver- ið tekið út af heimasíðunni. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins segir Guðmundur að nafn hans hafi komið fram á heimasíðunni að honum forspurðum. Elmar segist ekki sjá hvað sé ósiðlegt við að auglýsa ferðir til lýtalækninga á Íslandi: „Það er stöðugt verið að auglýsa lækn- ingaferðir í Bláa lónið fyrir psori- asis-sjúklinga. Þessir menn virð- ast einfaldlega telja að lýtalækn- ingar yfirhöfuð séu ósiðlegar. Ég held að það fari mest fyrir brjóst- ið á þeim að um er að ræða nekt- ardansmeyjar,“ segir Elmar. Sigurður landlæknir segir hins vegar engu máli skipta hvaðan sjúklingar komi; hvort um er að ræða nektardansmeyjar eða lög- fræðinga. „En brotið er alveg skýrt. Við höfum boðvald yfir lækninum og höfum gert honum grein fyrir því. Við höfum hins vegar ekkert yfir þessum manni að segja. Ég reikna þó með að þetta mál leysist far- sællega,“ segir landlæknir. gar@frettabladid.is PLASTICSURGERY.IS Á heimasíðu fyrirtækisins plasticsurgery.is eru leiðbeiningar á ensku um það hvernig eigi að komast í lýtaaðgerð í Reykjavík. Á þriðja hundrað brjóstastækkanir eru gerðar árlega hérlendis. Landlæknir hefur ekki upplýsingar um það hversu margar aðgerðanna eru á er- lendum konum. Súlukóngur miðlar dönsurum sílikoni Landlæknir segir auglýsingar á lýtalækningum tiltekins læknis vera ólöglegar. Nafn læknisins hefur verið tekið út af heimasíðu sem býður lýtalækningaferðir til Íslands. ■ Skiptir engu máli hvort um er að ræða nektardans- meyjar eða lög- fræðinga. LEIÐRÉTTING DeCode hefur leiðrétt tekjur vegna samn- ings. Tekjulækkun af völdum leiðréttingar- innar er rúmur hálfur milljarður. Leiðrétting á uppgjöri DeCode: Hálfs milljarðs tekjur hverfa ÓTTAST UM SKÍÐAFÓLK Lögreglan í Kópavogi var kölluð út um há- degisbilið á sunnudag eftir að skíðafólk í Bláfjöllum skilaði sér ekki. Blint var á þessum tíma vegna snjókófs, skyggni 1-2 metr- ar. Talið var að einn úr hópnum hefði farið fram af hárri hengju eða hengiflugi og annars væri saknað. Aðrir viðbragðsaðilar voru einnig kvaddir til en fólkið skilaði sér síðan fljótlega heilt á húfi þannig að ekki kom til leitar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.