Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 12
Báðir ríkisstjórnarflokkarnirvirðast eiga í vanda með að finna sér viðspyrnu í kosninga- baráttunni. Báðir hafa mælst und- ir kjörfylgi allt þetta ár, Fram- sóknarflokkurinn frá fjórum og upp í átta prósentustigum undir fylginu frá kosningunum 1999. Það þýðir að flokkurinn á á hættu að kjósendur flokksins verði frá 20 og allt upp í 45 prósentum færri en fyrir fjórum árum og að næstum helmingur þingflokksins nái ekki kjöri. Miðað við síðustu könnun fengi Framsókn aðeins 6 þingmenn; helmingi færri þing- menn en hann hefur í dag. Fram- sókn er með sex ráðherra í ríkis- stjórninni og sex óbreytta þing- menn. Staðan í dag býður því upp á fullskipað ráðherralið en engan þingmann þar umfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig verið undir kjörfylgi sínu allt þetta ár. Flokkinn hefur vant- að frá tveimur og upp í sjö pró- sentustig til að jafna fylgið frá 1999. Þetta jafngildir því að frá 5 og upp í 17 prósent kjósenda flokksins skili sér ekki heim. Sam- kvæmt sögunni er það alvarlegra fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mæl- ast undir kjörfylgi í könnunum en aðra flokka. Tilhneigingin hefur verið sú að Sjálfstæðisflokkurinn mælist fremur betur í könnunum en í kosningum. Til eru kenningar um ástæðu þessa; sú trúverðug- asta segir að stuðningur við Sjálf- stæðisflokkinn sé síður launung- armál en stuðningur við aðra flokka vegna stærðar flokksins. Nú kann að vera að þessi tilhneig- ing eigi ekki við lengur; að sér- staða Sjálfstæðisflokksins hafi minnkað. En ef hún er enn í gildi þyrfti flokkurinn að mælast í könnunum með 43 til 44 prósent fylgi til að halda sínum hlut í kosningunum í vor. En hvað ræður þessari slæmu stöðu ríkisstjórnarflokkanna? Líklega fyrst og fremst rangt mat þeirra á ánægju almennings með störf stjórnarinnar. Báðir flokkar hafa hamrað á góðum viðskilnaði ríkisstjórnarinnar. Það væri rétt stefna ef sú skoðun væri almenn og víðtæk. En svo er augljóslega ekki. Það er eins og ríkisstjórn- arnarflokkarnir hafi vanmetið undirliggjandi óánægju í samfé- laginu. Og með því að afneita henni í stað þess að bregðast við aðstæðum grafa flokkarnir í raun undan fylgi sínu með einhæfum málflutningi um að allt sé í lukk- unar velstandi. Ef þeir vilja snúa vörn í sókn þurfa þeir að tala við þjóðina – ekki tala yfir hausamót- unum á henni; taka mark á þeim mikla fjölda sem hefur yfirgefið stjórnarflokkana og lýst sig tilbú- inn að kjósa aðra flokka í stað þess að láta í það skína að það sé eitthvað bogið við þetta fólk. Nú má vera að ríkisstjórnin hafi í flestum verkum staðið sig vel. En það mun ekki tryggja stjórnarflokkunum góða kosningu ef þeim tekst ekki að sannfæra kjósendur um að svo sé. Og besta leiðin til þess er ekki að stappa niður fætinum og segja: Víst. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um vonda stöðu ríkisstjórnarflokkanna. 12 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stundum er talað um að stjórn-arandstaða og smáflokkar séu óábyrg og lofi öllum gulli og grænum skógum. Nú bregður hins vegar svo við að stjórnar- flokkarnir keppast við að bjóða og yfirbjóða þannig að aldrei fyrr hafa stjórnarflokkar hagað sér með þessum hætti fyrir kosning- ar. Til að bjarga atvinnuástandinu og koma í veg fyrir fjöldaatvinnu- leysi var boðað að 6 milljarðar yrðu lagðir í ýmsar framkvæmdir til að koma í veg fyrir að skipbrot atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar opinberist fyrir kosningar. Á flokksþingi Framsóknarflokksins upplýsti Halldór Ásgrímsson að hann hefði gengið á bak orða sinna og hækkað tekjuskattspró- sentuna þrátt fyrir loforð um ann- að. En nú lofar hann að lækka þessa sömu skattprósentu um 3%. Þá kom landsfundur Sjálfstæðis- flokksins og upp reis forsætisráð- herra og lofaði þjóðinni margvís- legum skattalækkunum. Meðal annars yfirbauð hann utanríkis- ráðherrann um 1% og lofaði að lækka tekjuskattprósentuna um 4%. Þar fyrir utan ætlar forsætis- ráðherra að krukka í ýmsa aðra skatta. Hvorki utanríkis- né forsætis- ráðherra gerðu grein fyrir hvaða ríkisútgjöld ætti að skera niður á móti. Ef til vill vilja þeir reka rík- issjóð með stórfelldum halla þannig að framtíðin borgi fyrir kosningaloforðin og þrásetu í valdastólum. Fullyrt er af ráð- herrunum að nú sé svigrúm til að lækka skatta. Sé það rétt að svig- rúm sé núna, af hverju hefur þá svigrúmið sem hefur verið betra undanfarin ár ekki verið notað? Á því kjörtímabili sem nú er senn á enda hefur ríkt eitt mesta góðæri á landinu samkvæmt því sem bæði Halldór og Davíð fullyrða. Á þessu kjörtímabili hafa tekju- skattar á almenning hækkað og mörg ríkisfyrirtæki verið seld og söluhagnaðurinn runnið að hluta til að reka ríkisbáknið. Í ljósi þessara staðreynda er eðlilegt að spurt sé hvaða sérstaka svigrúm er núna til skattalækkana? Stað- reyndin er sú að svigrúm til skattalækkana er takmarkað nema að niðurskurði verði beitt. Með hvaða hætti ætla núverandi stjórnarflokkar að standa að nið- urskurði nú sem þeir hafa ekki gert undanfarin ár heldur þanið út ríkisbáknið aðhaldslítið alla stjórnartíð sína. Frá árinu 1996 til fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2003 hefur ríkiskerfið þanist út um 140% í krónutölu meðan vísi- töluhækkanir verðlags hafa verið um 38%. Sjálfstæðisflokkur Dav- íðs Oddssonar hefur ítrekað rofið heit sín við þjóðina um skatta- lækkanir á almenning og sam- drátt í ríkisbúskapnum. Halldór Ásgrímsson viðurkenndi heitrof gagnvart þjóðinni í skattamálum á flokksþingi Framsóknarflokks- ins. Nú lofa þeir Davíð og Halldór þjóðinni enn og aftur því sem þeir hafa áður lofað og svikið. Ég hef haldið því fram að það eigi að setja það markmið í skatta- málum að tekjur sem duga fyrir nauðþurftum séu skattfrjálsar. Hækkun skattleysismarka í 150.000 mundi duga til þess og ekki kosta eins mikið og þeir pakkar sem Davíð segist nú munu færa þjóðinni. En fleira kemur til. Samkvæmt tillögum Davíðs mundu skattar manns með 100 þúsund króna mánaðartekjur lækka um 4.000 kr. en skattar manns sem er með eina milljón á mánuði mundu lækka um 104.000 kr. Væri ekki nær að hækka skatt- leysismörkin í 150.000? Þá er líka spurning, ef gera á breytingar á virðisaukaskatti, af hverju ekki gera þær breytingar sem koma venjulegu fólki best? Af hverju ekki fella alveg niður virðisaukaskatt af matvælum? Af hverju má ekki einfalda skattkerf- ið til að gera það ódýra og skil- virkara? Af hverju má ekki láta skattkerfið þjóna því markmiði að skattar leggist aðallega á þá sem eru aflögufærir? Af hverju ekki að lækka skatta þeirra sem mest þurfa á því að halda? ■ Skatta- lækkanir Karl Gústaf Ásgrímsson, formaður Félags eldri borgara í Kópavogi, skrifar: Nú keppast formenn stjórnar-flokkanna við að boða skatta- lækkanir á næsta kjörtímabili en hvað hafa þeir gert á núverandi kjörtímabil? Lækkað skatta á fyr- irtæki, en hvað með staðgreiðslu- skattinn? Árið 1999 var þessi stað- greiðsluskattur 38,34 prósent, en í dag er hann 38,55 prósent, eða 0,21 prósenti hærri en fyrir fjórum árum. Nú boða þeir lækkun stað- greiðsluskatts um fjögur prósent. Hvað þýðir þessi fjögurra pró- senta lækkun sem ráðherrarnir eru að boða? Ellilífeyrisþegi sem fær laun frá Tryggingastofnun og nokkuð frá lífeyrissjóðum hefði möguleika á lækkun sem nemur tvö til fimm þúsund krónum á mánuði. Alþingismenn með laun á bilinu 400 til 600 þúsund krónur munu fá 22 til 26 þúsund króna lækkun á mánuði, bankastjórar og forstjórar með um eina og hálfa milljón króna í laun á mánuði munu fá um 60 þúsund króna lækkun á mánuði og að lokum má benda á að forstóri Kaupþings fengi um þriggja milljóna króna lækkun á ári. Að auki boða þessir ráðherrar afnám hátekjuskatts. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir okkur ellilífeyrisþega, sem eigum vart fyrir salti í grautinn, að ráðherrarnir skuli hugsa svona vel um sig og sína. ■ Um daginnog veginn JÓN MAGNÚSSON HRL. ■ skrifar um loforð stjórnmálaflokkanna um lækkun skatta. Heitrof ■ Bréf til blaðsins Tilboðsverð án vsk. 2992.- m.vsk. 3.725.- Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. • Þvottavatn í einu hólfi • Skolvatnið i öðru hólfi • Fótstigin rúllupressa Tvær í einni Tveggja hólfa Rocket-ræstifatan (15 l) hefur fótstigna rúllupressu sem kemur í veg fyrir hokur við þrifin. Einföld og þægileg lausn fyrir heimilið og minni svæði hjá stofnunum og fyrirtækjum. Hreinna gólf og beinna bak RÆSTIFATA Bætiflákar Röng umræða „Þetta er því miður umræða sem byggir á ranghugmyndum um auglýsingar okkar erlendis. Það er verið að mótmæla auglýsinga- herferðum sem eru ekki til. Mér þykir það reyndar furðulegt af Kvenréttindafélaginu að reyna að telja fólki trú um að litið sé niður á íslenskar konur erlendis, þegar staðreyndin er sú að ímynd íslenskra kvenna er afar jákvæð,“ segir Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Flugleiða. Mikil umræða hefur verið um auglýsingar Flugleiða í útlöndum. Kvenréttindafélag Ísland hefur bæst í þann hóp sem gagn- rýnir þessar auglýsingar. Þurfa að tala við þjóð- ina – ekki yfir henni Einar Oddsson í Siðfræðiráði lækna Reglur í endurskoðun Það stendur til hjá Læknafélagi Íslands að endur- skoða reglur hvað varðar auglýsingar og þá sérstaklega í samanburði við siðareglur lækna, sem eru í stöðugri endurskoðun. Þetta er ekki einfalt mál og sér í lagi ekki ef gerðar eru kröfur um það sem berst á Netinu og með tilliti til þess hversu hratt heimurinn breytist. Hins veg- ar eru í gildi þessar almennu auglýsingareglur hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn og þá lækna sérstaklega. Það hefur alltaf verið ljóst að það eru ákveðnir hlutir sem ekki er leyfilegt að auglýsa. Læknar hafa ekki leyfi til að auglýsa færni sína né samanburð við aðra kollega, og heldur ekki að gefa í skyn hversu frábær árangur hafi náðst. Hvað lýtalækn- ingar varðar tel ég persónulega að þær auglýsingar eigi tæpast rétt á sér. Ólafur Ingi Ólafsson form. Sambands íslenskra auglýsingastofa Í lagi að auglýsa Hún er góð og gild reglan sem kveður á um að vörur sem löglegt er að selja sé löglegt að auglýsa. Auglýsing- ar lækna tel ég hins vegar varða við siðferði. Mér finnst til að mynda ekki viðeigandi að læknar auglýsi hvað þeir séu færir í sínu fagi. Í dag mega læknar auglýsa að- setur sitt, viðtalstíma, sérgreinar og vekja athygli á þeg- ar þeir flytja aðstöðu sína. Ég er ekki tilbúinn að vera meðmæltur því að þeir megi tína fram þau tæki og tól sem þeir vinna með. Hvað lýtalækningar varðar er ég bæði gamaldags og íhaldssamur og tel fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Stækkanir á brjóstum eða vörum held ég að réttara sé að flokka undir fegrunaraðgerðir. Ég tel í raun ekki óeðlilegt að auglýsa þær og þá með svipuð- um hætti og heimilistæki í þeim skilningi að fegrunar- aðgerðum fylgi ábyrgðarskírteini og viðgerðarþjónusta. Læknar og auglýsingar Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Fjölskyldugildin Á landsþingi flokksins blasir við íslenzkað slagorð Berlusconi: Forza Italia, Áfram Ísland. Þetta eru ekki fyrstu ítölsku áhrifin á íslenzk stjórnmál. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn tekið upp slagorð fasistans Mussolini: Stétt með stétt. Búast má við, að nýja slagorðið verði áhrifamikið í kosningunum. JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS. Eins og kálfar á vori Færra var um Framsóknarmenn á Landsfundi Sjálfstæðismanna nú en oftast áður. Þetta varð til þess að ályktanir flokksins voru almennt býsna góðar en umræð- ur fóru þó oft út um víðan völl. Allt fór þó vel að lokum. BENEDIKT JÓHANNESSON Á VEFNUM HEIMUR.IS.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.