Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Háæruverðugur Blátoppur fékkdrottningarmeðferð og silki- hanskanudd í beinni á Bláskjá um helgina eftir grilljón prósenta kosn- ingu sem keisari Blánefja. Hann lýsti enn og aftur yfir mórölskum stríðsstuðningi við vinaþjóðina í villta vestrinu. Hann var staðfastur og mildur og sagði að þegar staðan væri orðin þannig að menn yrðu að taka afstöðu með villta tryllta Bússa eða slátraranum frá Bagdad þá stæði maður að sjálfsögðu með vin- um sínum. Hvað með þá sem vilja taka afstöðu með siðmenningunni? Hvar geta þeir skipað sér í lið? Auð- vitað eru allir á móti stríði, í hjarta sínu, hjalaði Blátoppur, annars væru menn ekki mennskir, en það eru ekkert margir að deyja, aðeins sára- fáir úr vinaliðinu, fjórir eða kannski fimm, bara eins og í bílslysi. MAMMA, ef ég horfi á einhvern ráðast á annan og geri ekkert, hvað þá ef ég hvet hann til dáða og hrópa áfram! áfram! er ég þá ekki beinn þátttakandi í einelti og árásum? spyr unglingurinn stóreygur og lítur af sjónvarpsskjánum. Jú, það hefði ég haldið, svarar móðirin. Af hverju segir hann þá að við séum ekki beint með í þessu stríði, bara óbeint? LITLA þjóðin á landinu bláa er með blóðugar hendur. Blóð rennur niður stuðningslista fjörutíu þjóða, blóð lítils drengs sem móðir heldur í fangi sínu í vegarkanti skammt frá Basra þegar útvarpsmenn BBC hitta hana fyrir, blóð óbreyttra Íraka sem óttast hið óþekkta ofursterka árás- arafl og einnig blóð sautján ára palestínsk unglings sem ísraelskir hermenn skutu til bana um helgina fyrir að kasta grjóti í brynvarinn skriðdreka. Þar stunda vinaþjóðir mörlandans morð í skjóli styrjaldar í Írak. ÞJÓÐIR á stuðningslista herstjórn- ar í vestri bera ábyrgð. Því fylgir ábyrgð að rita nafn sitt og vera á víxlinum. Þar liggur í orði ábyrgð á mannslífum og örlögum fólks. Mórölskum stuðningi fylgir ábyrgð. Það kennum við börnum okkar. Litla þjóðin á landinu bláa, sem þrátt fyr- ir allt er friðelskandi, er komin í stríð og hrópar eins hátt og hún mögulega getur af stríðslistanum blóðuga: Áfram Ísland - fram í stríð- ið. Hún er neydd til að hrópa, neydd af mönnum sem eitt sinn voru kjörnir til þjónustu við þjóð sína. ■ Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma www.gunnimagg . i s Blátoppur og blóðugur listi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.