Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 9
DÓMSMÁL „Dómurinn staðfestir mín sjónarmið en Jón Baldvin og Bryndís hafa auðvitað tækifæri til að áfrýja,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður um þá niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjavíkur að Ríkisendur- skoðun sé heimilt að afhenda fjár- málaráðuneytinu gögn varðandi afmælisveislu Bryndísar Schram sem haldin var í fjármálaráð- herratíð Jóns Baldvins Hannibals- sonar í júlí 1988. Ásakanir komu fram um að Jón Baldvin hefði misnotað ríkissjóð til að greiða vínföng sem voru í veislunni. Jón Baldvin óskaði á þeim tíma eftir því við Ríkisendurskoðun að stofnunin færi yfir málið og lagði fram gögn um veisluna. Ríkisend- urskoðun taldi að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður óskaði eftir því við fjár- málaráðuneytið með vísan til upp- lýsingalaga að fá afrit af gögnum Jóns Baldvins í framhaldi af blaðaviðtali sem tekið var við Jón Baldvin árið 2001. „Jón Baldvin rifjaði upp þetta mál í viðtalinu og bar mig sökum. Ég óskaði þá eftir því við fjár- málaráðuneytið að það afhenti mér gögnin varðandi veisluna. Jón Baldvin fór í mál til að fyrir- byggja að ég fengi umrædd gögn,“ segir Jón Steinar. Hann segist nú bíða þess hvort Jón Baldvin áfrýi málinu. Geri hann það ekki sé væntanlega ekk- ert því til fyrirstöðu að Ríkisend- urskoðun afhendi fjármálaráðu- neytinu gögnin og hann fái þau síðan afhent. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi fjár- málaráðherra, segist enn ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann áfrýi dómi undirréttar. „Ég er að hugsa þetta mál í samráði við minn lögmann,“ segir Jón Baldvin. ■ JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON Stefndi Ríkisendurskoðun til að afhenda gögnin um afmælisveisluna. 9ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl 2003 DAGVIST Ekki er víst að verði af allsherjarlokun Leikskóla Reykja- víkur. „Málið er í skoðun hjá leik- skólaráði,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, fjármálastjóri Leik- skóla Reykjavíkur. Ragnhildur segir leikskóla- stjóra hafa lýst almennri sátt meðal foreldra og ótrúlega fáir hafi mótmælt lokuninni. „For- eldrafélagið Börnin okkar hefur þó lýst yfir óánægju með að leik- skólum verði lokað frá því snemma í júlí og fram yfir versl- unarmannahelgi. Gerð var könn- un meðal foreldra um sumarlok- unina og hefur foreldrafélagið beðið okkur að skoða niðurstöður hennar fyrir næsta leikskólaráðs- fund, sem haldinn verður 11. apríl. Þá munum við sjá hversu margir foreldrar hafa beðið um annað fyrirkomulag.“ „Við erum að fara í gegnum þetta og erum jafnvel að hugsa lausnir fyrir þá foreldra sem ekki eru sáttir. Ef ákveðið margir for- eldrar í leikskóla eru á móti lok- uninni gæti jafnvel komið til greina að sá leikskóli yrði opinn hluta tímabilsins,“ segir Ragn- hildur. ■ Uppreisnarmenn: Eyðilögðu Pepsí-dósir NÝJA-DELHÍ, AP Uppreisnarmenn úr röðum kommúnista á sunnan- verðu Indlandi brutust inn í birgðageymslu bandaríska gos- drykkjaframleiðandans Pepsí og eyðilögðu þar þúsundir gosdósa. Markmið skemmdarvarganna var að mótmæla innrás Bandaríkja- manna í Írak. Uppreisnarmennirnir voru vopnaðir og skutu viðvörunar- skotum upp í loftið til þess að fæla burt nærstadda áður en hafist yrði handa. Þegar þeir yfirgáfu svæðið hrópuðu þeir slagorð gegn Bandaríkjamönnum og innrásinni í Írak. ■ Danskir Írakar á leið í stríð: „Munum berjast með Hussein“ ÍRAKSDEILAN Tveir Írakar með danskan ríkisborgararétt, Ibra- him og Ali, eru lagðir af stað til Íraks til að taka þátt í stríði gegn bandamönnum og verja fjölskyld- ur sínar. Það stríðir gegn danskri löggjöf og dönsku Írakarnir tveir eiga yfir höfði sér refsingu í Dan- mörku ef þeir snúa til baka. Ibrahim og Ali sóttu um hæli í Danmörku eftir Persaflóastríðið. Hvorugur fylgir Saddam Hussein að málum, en þeir segjast ekki geta setið auðum höndum meðan stríð geisar í gamla landinu. „Það er ekkert sem réttlætir þetta stríð,“ segja þeir. Fjölmargir Írakar með nýtt ríkisfang munu vera á leið til Írak til að berjast með Hussein. ■ LEIKSKÓLI Líf og fjör hjá börnunum. Sumarlokun leikskóla Reykjavíkur: Leikskólaráð leitar lausna Jón Steinar Gunnlaugsson vill afmælisnótur úr veislu Jóns Baldvins: Jón Baldvin íhugar að áfrýja JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Vill ekki að ríkisendurskoðun afhendi gögn varðandi afmælisveislu Bryndísar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.