Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 10
10 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Evrópa VERKFÖLL „Ég efast um að þessi ádrepa frá Alþjóðavinnumála- stofnuninni haldi vöku fyrir þess- um mönnum. En úrskurðurinn er okkur sjómönnum eigi að síður sérstakt ánægjuefni,“ segir Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, vegna þeirrar niðurstöðu Alþjóða- v i n n u m á l a - stofnunarinnar að ríkisstjórnin hafi með tíðum inngripum í vinnudeilur sjó- manna og út- gerðarmanna brotið lög. Alþýðusam- band Íslands kærði lagasetn- ingu íslenskra stjórnvalda, sem bannað hafa verkföll sjómanna og skikkað þá til að halda til veiða á haf út án þess að hafa náð frjáls- um samningum. Úrskurður stjórn- arnefndar Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, ILO, er sá að í öllum aðalatriðum er fallist á málatilbúnað og kröfugerð ASÍ og endurtekin afskipti íslenskra rík- isstjórna af kjarasamningsgerð í landinu eru hörmuð. Niðurstaðan er talin áfellisdómur yfir fram- göngu ríkisstjórnar Íslands. ASÍ kærði íslensku ríkisstjórn- ina til Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar í árslok 2001. Kært var fyrir meint brot á grundvallarsam- þykktum ILO um réttindi frjálsra verkalýðsfélaga nr. 87 og 98. Í kæru ASÍ er á því byggt að lög nr. 34/2001 sem sett voru á fiski- menn í verkfalli hafi falið í sér ólögmæt afskipti af starfsemi frjálsra og löglegra verkalýðsfé- laga og hafi þannig brotið gegn 1. og 2. mgr. 3. gr. Samþykktar nr. 87 og gegn Samþykkt nr. 98. ÝÁ því var einnig byggt, að jafnvel þó ILO teldi að ríkisstjórninni hefðu verið heimil afskipti af kjaradeil- unni þá hafi lög nr. 34/2001 engu að síður brotið gegn fyrrgreindum samþykktum. Það hafi hún gert þar sem hún hafi hvorki hvað varðar undirbúning eða efnislegt innihald mætt þeim kröfum sem gera verður til slíkrar löggjafar til þess að hún teldist lögmæt í skiln- ingi samþykkta nr. 87 og 98. Jafn- framt var bent á að sá gerðardóm- ur sem lögin komu á fót uppfyllti ekki þau skilyrði að geta kallast gerðardómur í skilningi þar sem aðilar áttu ekki aðild að skipun hans. Að lokum hélt ASÍ því fram að lögin hefðu gengið lengra en sú meinta efnahagslega neyð sem kjaradeilan skapaði hefði gefið til- efni til. Dómurinn er ekki einungis felldur vegna setningar laga 34/2001 heldur einnig fyrir ítrek- uð ólögmæt afskipti af kjarasamn- ingum og lögmætum aðgerðum ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. „Ég vona að stjórnarherrarnir læri af þessu og úrskurðurinn leiði til þess að við getum gengið til samninga án þess að eiga endi- lega von á því að það verði valtað yfir okkur innan örfárra daga. Það er mjög erfitt að semja í þeim skugga að stjórnvöld grípi stöðugt inn í deilurnar. Það virðist vera komin hefð á þessi samskipti. Vonandi leiðir þetta til þess að takturinn detti úr hefðinni,“ segir Árni. rt@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Morðið á hinni ís- lensku Lucille Mosco hefur vakið hörð viðbrögð almennings í heimaslóðum hennar í Pensacola í Flórída. Kona að nafni Judy Dav- idson krefst þess í lesendabréfi í Pensacola News Journal að gefn- ar séu skýringar á því að fyrrver- andi eiginmaður Lucille, sem hafi tvisvar brotið gegn endanlegu nálgunarbanni, gat komist að henni: „Hvernig maður sem vakti konu með því að leggja hníf að hálsi hennar var frjáls ferða sinna á skilorði eftir dóm frá í febrúar?“ Judy segir karlrembu hafa ráð- ið ferðinni þegar Lucille leitaði hjálpar gegn ofbeldi eiginmanns- ins fyrrverandi: „Lögreglan klappaði Lucille á bakið og sagði henni að allt yrði í lagi. En vitið þið hvað? Það er ekki allt í lagi. Megi lögreglan, skil- orðsfulltrúinn, dómarinn og dómskerfið allt liggja andvaka yfir þessu tilgangslausa morði. Ég þekkti ekki Lucille Mosco en við höfum tapað móður, dóttur, systur og vini. Skömm sé Pensacola fyrir að leyfa þessu að gerast,“ segir Judy Davidson. ■ MINNINGARATHÖFN Lucille Mosco var myrt 14. mars. Ættingjar og vinir minntust hennar á heimili bróður hennar í Pensacola. Lucille verður jarðsett heima á Íslandi. „Skömm sé Pensacola fyr- ir að leyfa þessu að gerast,“ segir Judy Davidson í lesendabréfi til Pensacola News Journal. Morðið á Lucille Mosco í Flórída: Almenningur krefst skýringa TÓKÍÓ, AP Japanski farsímafram- leiðandinn NTT DoCoMo ætlar að setja á markaðinn símtæki sem er innblásið af farsíma myndasögu- hetjunnar Dick Tracy. Tækið lítur út eins og armbandsúr en sé ýtt á tvo takka breytist það í venjulegt símtól. Síminn, sem vegur um 113 grömm, þykir fremur stórgerður en að sögn talsmanns fyrirtækis- ins tekur útlitshönnunin mið af markhópnum, sem er kaupsýslu- menn á þrítugs-og fertugsaldri. Tækið mun kosta á bilinu 20.000 til 25.000 íslenskar krónur og verður selt á Netinu. Þess ber þó að geta að aðeins verður hægt að nota símann í Japan. ■ ARMBANDSSÍMI Nýi farsíminn frá DoCoMo kemur á mark- aðinn í næsta mánuði. Gallinn er sá að að- eins er hægt að nota símann í Japan. Armbandsúr sem breytist í síma: Innblásið af Dick Tracy ÁRNI BJARNASON Vonandi læra stjórnvöld af þessu. Leiðtogi sjómanna vonar að stjórnin læri Alþjóðavinnumálastofnunin fellir dóm yfir ríkisstjórn Íslands og segir hana hafi brotið lög með tíðum lagasetningum til að banna verkföll sjó- manna. Forseti Farmannasambandsins fagnar úrskurðinum. „Það er mjög erfitt að semja í þeim skugga að stjórnvöld grípi stöðugt inn í deilurnar. SJÓMANNSLÍF Sjómenn hafa um árabil ekki gert frjálsa kjarasamninga því ríkisstjórnin hefur ævinlega sett lög og sent þá samningslausa á haf út. STARFANDI FÓLK EFTIR ATVINNU- GREINUM 2001 Í PRÓSENTUM 2001 Landbúnaður 1,5 Fiskveiðar og -vinnsla 12,1 Annar iðnaður 11,0 Orkuveitur 3,2 Byggingarstarfsemi 9,8 Verslun, veitingar og hótel 13,3 Samgöngur og flutningar 7,6 Önnur þjónusta 22,1 Opinber starfsemi 19,4 Heimild: bondi.is MEIRIHLUTI HLYNNTUR ESB Um 49 prósent Norðmanna eru hlynnt inngöngu landsins í Evr- ópusambandið en 38 prósent andvíg, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun þar í landi. Athygli vekur að aðild að sambandinu nýtur mun meira fylgis meðal karla en kvenna. Sömuleiðis rík- ir mun meiri andstaða á meðal íbúa á landsbyggðinni. DAPURLEGUR ENDIR Á SKÓLA- FERÐALAGI Unglingsstúlka lét lífið og átján manns slösuðust þegar rúta fór út af hraðbraut og valt skammt suður af Barcelona á Spáni. Í rútunni voru 39 börn í skólaferðalagi auk fjögurra kennara. Tíu manns voru lagðir inn á spítala með alvarlega áverka. Svona erum við FLESTIR STARFA VIÐ VERSLUN OG ÞJÓNUSTU 35 prósent störfuðu við verslun og þjón- ustu á Íslandi árið 2001. Fæstir störfuðu hins vegar við landbúnað, eða aðeins 1,5 prósent, en voru 2,6 prósent árið 1990 og er það þá fækkun um 1,1 prósent á ellefu árum. Opinber starfsemi er viðamikill at- vinnugeiri, þar sem tæplega 20 prósent störfuðu árið 2001. Innbrot: Karl og kona handtekin LÖGREGLUMÁL Karl og kona voru handtekin á Hellisheiði í gær- morgun grunuð um innbrot. Lög- reglunni á Selfossi hafði verið tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Hrísmýri en þegar hún kom á staðinn var fólkið á bak og burt. Ekki komst parið þó lengra en á Hellisheiði þar sem lögregla stöðvaði bíl hjúanna og reyndist hann vera fullur af þýfi. Síðar kom í ljós að brotist hafði verið inn í fyrirtæki við Unu- bakka í Þorlákshöfn og tvö fyrir- tæki við Eyraveg á Selfossi. Fannst hluti varningsins í bíl fólksins. Til stóð að yfirheyra fólkið í gærdag. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.