Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 14
FÓTBOLTI „Þetta hafa verið afar erfiðir sex mánuðir fyrir fyrir- tækið og frammistaða okkar bæði innan vallar sem utan hefur verið óviðunandi,“ sagði Ridsdale í yf- irlýsingu sinni. „Taka þurfti erfiðar ákvarðan- ir til að fá peninga vegna sölu leikmanna og til að draga úr kostnaði bæði innan og utan vall- ar. Sú mikla gagnrýni sem ég hef fengið hefur leitt til þess að ég hef ákveðið að segja af mér sem stjórnarformaður félagsins.“ Tap Leeds á síðari helmingi síðasta árs jókst úr tæpum 1,7 milljörðum króna í rúman 2,1 milljarð króna. Til að bregðast við slæmri fjárhagsstöðu ákvað Rids- dale að selja marga af bestu leik- mönnum liðsins, þar á meðal Rio Ferdinand, Lee Bowyer, Robbie Keane, Robbie Fowler og Jonath- an Woodgate. Síðastnefnda salan fór mjög í taugarnar á stuðnings- mönnum Leeds enda var Wood- gate uppalinn hjá félaginu og í miklu uppáhaldi. John McKenzie sagði á blaða- mannafundi í gær að félagið gæti þurft að selja fleiri leikmenn til að draga úr skuldum. „Ég mun líta á fjárhagsmálin en mun forð- ast það í lengstu lög að selja leik- menn.“ McKenzie sagðist jafn- framt veita Peter Reid, nýráðnum knattspyrnustjóra félagsins, fullt frelsi til að stýra Leeds úr fall- hættu, en liðið er í 16. sæti deild- arinnar. Ray Fell, formaður stuðnings- mannafélags Leeds, var undrandi á uppsögn Ridsdale. „Ég er mjög undrandi. Fyrir nokkrum dögum sagðist hann ekki vera á förum. Ég held að margir áhangendur liðsins verði ánægðir með ákvörð- unina. Það hefur verið mikill þrýstingur á Peter að segja upp. Nú vonumst við eftir meiri stöðugleika og því að geta einbeitt okkur betur að fótboltanum.“ ■ 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 29 30 31 1 2 3 4 MARS Þriðjudagur              !"!# $%&'($%&')  14 George Burley, fyrrverandiknattpyrnustjóri Ipswich, hefur verið ráðinn stjóri til bráðabirgða hjá Derby County, sem leikur í ensku 1. deildinni. John Gregory, stjóri Derby, hefur verið leystur frá störfum á með- an á rannsókn stendur vegna meintra mistaka hans í starfi. Paolo Maldini, fyrirliði ACMilan, hefur framlengt samn- ing sinn við félagið til 2005. Maldini hefur sex sinnum orðið ítalskur meistari og þrisvar Evr- ópumeistari. Hann lék 501. leikinn með Milan í síðustu viku. Maldini hefur leikið fleiri lands- leiki fyrir Ítalíu en nokkur annar. ■ Fótbolti HANDBOLTI Haukar, sem tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Esso- deild karla um helgina, mæta Frömurum í 8 liða úrslitum, sem hefjast þann 8. apríl. Valsmenn, sem lentu í öðru sæti deildarinnar, etja kappi við FH-inga, ÍR-ingar leika gegn Þórsurum og Íslandsmeistarar KA mæta HK. Tvo sigra þarf til að komast áfram í undanúrslit keppninnar. ■ HAUKAR Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn um helgina með sigri á ÍR. LOKASTAÐAN Í ESSO-DEILD KARLA: Lið L S 1. Haukar 26 41 2. Valur 26 39 3. ÍR 26 37 4. KA 26 37 5. HK 26 33 6. Þór 26 33 7. FH 26 32 8. Fram 26 31 9. Grótta KR 26 29 10. ÍBV 26 16 11. Stjarnan 26 16 12. Afturelding 26 13 13. Víkingur 26 6 14. Selfoss 26 1 Úrslitakeppni Esso-deildar karla: Deildarmeistararnir mæta Fram  15.00 Stöð 2 Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  18.00 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Farið er yfir leiki síðustu umferðar og spáð í spilin fyrir þá næstu.  19.15 Grindavík Grindavík tekur á móti Tindastóli í und- anúrslitum Intersport-deildar karla í körfubolta. Þetta er oddaleikur um sæti í úrslitunum.  19.15 Fylkishöll Fylkir/ÍR og Eyjastúlkur eigast við í 8 liða úrslitum Esso-deildar kvenna í hand- bolta.  19.15 Kaplakriki FH mætir Stjörnunni í 8 liða úrslitum Esso-deildar kvenna í handbolta.  19.15 Seltjarnarnes Grótta/KR tekur á móti Haukum í 8 liða úrslitum Esso-deildar kvenna í hand- bolta.  19.15 Víkin Víkingur mætir Val í 8 liða úrslitum Esso-deildar kvenna í handbolta.  19.30 Sýn Fastrax 2002. Vélasport. Hraðskreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærð- um og gerðum koma við sögu.  20.00 Sjónvarpið Íslandsmótið í handbolta. Bein útsend- ing frá síðari hálfleik leiks í átta liða úr- slitum kvenna.  20.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  22.30 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  0.30 Skjár 1 Mótor (e). Þáttur um mótorsport.  0.40 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim. BÁÐIR FARNIR Peter Ridsdale, til vinstri, og Terry Venables, sem var rekinn sem knattspyrnustjóri Leeds fyrir 11 dögum eftir aðeins níu mánuði í starfi. Ridsdsale hefur verið harðlega gagnrýnd- ur af stuðningsmönnum Leeds fyrir slæmt gengi á leiktíðinni. Liðið er nú í fallhættu í 16. sæti úrvalsdeildarinnar. Ridsdale sagði upp hjá Leeds Peter Ridsdale, stjórnarformaður Leeds, hef- ur sagt upp störfum eftir sex ár við stjórnvöl- inn. John McKenzie tekur við af Ridsdale. NBA-deildin: Tap hjá Wizards KÖRFUBOLTI Michael Jordan og fé- lagar í Washington Wizards töpuðu fyrir Denver Nuggets með 88 stig- um gegn 72 í NBA-deildinni í körfu- bolta í fyrrakvöld. Jordan skoraði 19 stig fyrir Wizards í leiknum. Tapið kom sér afar illa fyrir Wizards, sem á í harðri baráttu við Milwaukee Bucks um eitt af átta lausum sætum í úrslitakeppninni. Seattle SuperSonics vann meist- ara L.A. Lakers með 119 stigum gegn 89. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Sonics. ■ AP/M YN D STACKHOUSE Junior Harrington (til vinstri), leikmaður Denver Nuggets, sækir að Jerry Stack- house hjá Washington Wizards í leik lið- anna í fyrrakvöld. Pílukast: Guðjón og Hjördís sig- urvegarar PÍLUKAST Íslandsmeistaramótið í pílukasti var haldið um helgina. Keppt var í 501 í einmenningi karla, einmenningi kvenna og tví- menningi. Í einmenningi karla varð Guð- jón Hauksson Íslandsmeistari, Þorgeir Guðmundsson í öðru sæti og Ævar Finnsson í því þriðja. Í einmenningi kvenna varð Hjör- dís Rut Sigurjónsdóttir Íslands- meistari, Jóna Holm vermdi ann- að sætið og Þórdís Andersen það þriðja. Sigurður Aðalsteinsson og Þröstur Ingimarsson báru sigur úr bítum í tvímenningi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.