Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 30
Hrósið 26 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR BÍLAVIÐSKIPTI „Ég keypti bílinn af strák sem ég þekki og treysti hon- um. En svo fer þetta svona,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, starfsmaður á bónstöð, sem missti bílinn sinn óvænt í fyrrinótt í hendur yfir- valda. Bíllinn er nú í Vökuportinu uppi á Höfða vegna vangoldinna stöðumælasekta: „Þetta er skuld upp á 172 þúsund krónur þannig að sektirnar eru meiri en bílverð- ið. Ég keypti bílinn á 150 þúsund krónur. Ég get aldrei leyst hann út,“ segir Ásgeir, sem á engan hlut að stöðumælabrotunum sem nú hafa kostað hann bílinn. Ásgeir segist hafa kannað og komist að því að sektir sem þessar fylgi bílnum en ekki eigandanum sem beri í raun ábyrgð á þeim. „Selj- andinn sagði mér að ekkert hvíldi á bílnum en þó ég hefði fengið að sjá veðbókarvottorð þá hefðu stöðumælasektirnar ekki verið þar. Hvað á maður að gera?“ spyr Ásgeir og er verulega miður sín. Bíllinn sem hér um ræðir er af gerðinni Nissan Sunny og hefur Ásgeir gert sér ferð upp í Vöku- port til að virða hann fyrir sér. Á milli þeirra er girðing sem verður ekki rofin nema Ásgeir reiði fram 172 þúsund krónur. Og það er of mikið í bílaviðskiptum sem þess- um. „Vörslusvipting sem þessi fer ekki fram nema að undangenginni nauðungarsölubeiðni. En hún get- ur að sjálfsögðu komið fram eftir að nýr eigandi hefur tekið við bíln- um,“ segir Björn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Vöku, sem nú er með Nissaninn í girðingunni hjá sér. „Menn geta þó alltaf komist að þessu með því að hringja einfald- lega í bílastæðasjóð og spyrja hvort einhverjar sektir hvíli á bíl sem þeir hyggjast kaupa,“ segir hann. „Þetta er ekki nógu sniðugt og reyndar hábölvað þegar menn lenda í. En hitt er ljóst að seljandi er þarna ekki með hreinan skjöld. menn vita vel af stöðumælasekt- um sínum. Nógu mörg bréf berast áður en gripið er til aðgerða.“ ■ ÁSGEIR VIÐ VÖKUPORTIÐ Innan girðingar er Nissan Sunny sem hann keypti án þess að vita af ógrynni stöðu- mælasekta sem á honum hvíldu. Lífsreynsla ■ Ásgeir Ásgeirsson keypti bíl af kunningja sínum fyrir 150 þúsund krónur. Í fyrrinótt var bíllinn hirtur og fluttur upp í Vökuport vegna stöðu- mælasekta fyrri eiganda upp á 172 þúsund krónur. Ásgeir stendur eftir ráðþrota. SIGURVEGARI Í sumarbyrjun 1987 kom Paolo Turchi hingað til lands í helgarferð frá Lúxemborg. Hann ætlaði aðeins að skoða landið en hefur meira og minna verið hér síðan. Hann kynntist nefnilega konunni sinni þessa helgi og þess vegna fengu sjónvarpsáhorfend- ur að upplifa einhverja skemmti- legustu stund sem íslenskt sjón- varp hefur boðið upp á svo árum skiptir þegar Paolo svaraði öllum spurningum rétt í Viltu vinna milljón? á sunnudagskvöldið og vann sér inn fimm milljónir. „Ég er frá Ancona á Ítalíu, við Adríahafið rétt sunnan við Rim- ini,“ segir Paolo, sem nú kennir listir og menningu við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Hann er með meistarapróf í latínu og grísku og hefur samið ítalsk-íslenska orða- bók í tveimur bindum sem út kom fyrir nokkrum árum: „Þá kenni ég ítölsku í Mími-símenntun en þar er konan mín verkefnisstjóri. Við eigum því sameiginlegar kvöld- stundir þar,“ segir Paolo en eigin- kona hans er Sigríður Einarsdótt- ir Laxness, barnabarn Nóbels- skáldsins. Saman eiga þau tvö börn; Ingibjörgu Elsu sem er fjórtán ára og Jóhann, tólf ára. „Við Jóhann fórum saman á landsleikinn í Skotlandi í síðustu viku. Strákinn langaði og mig líka. Heimurinn er orðinn svo lítill að það er ekkert stórmál að bregða sér svona á milli. Þess vegna skiptir ekki öllu máli hvort ég bý á Íslandi eða á Ítalíu. Maður getur bara farið þegar maður vill.“ Eins og sjónvarpsáhorfendur urðu vitni að þá er Paolo víðlesinn og fróður um íslensk málefni. Spurningarnar sem hann fékk í sjónvarpsþættinum voru flestar af íslenskum toga og alls ekki auð- veldar. Ekki einu sinni fyrir Ís- lendinga: „Ég hef ferðast mikið um land- ið. Jafnvel meira sem margir Ís- lendingar; ég held að ég sé búinn að fara 40 hringferðir um landið. En ég læt mér ekki nægja að ferð- ast. Ég vil líka fræðast um sög- urnar sem tengjast stöðunum og hef lagt mig eftir þeim.“ Paolo er ánægður með að hafa unnið fimm milljónir og ætlar að njóta þeirra vandræðalaust: „En ég er búinn að loka heimasíman- um hjá mér,“ segir hann, búinn að komast að því að þeir eru margir sem vilja njóta milljónanna með honum. eir@frettabladid.is Fær Davíð Oddsson fyrir að lofa skattalækkunum og ætla að standa við það. Bíllinn hirtur vegna stöðumælasekta fyrri eiganda Persónan ■ Paolo Turchi sló í gegn í Viltu vinna milljón? um síðustu helgi og vann hug og hjörtu þjóðarinnar með einlægri framkomu. Sjaldan hafa sjónvarpsáhorfendur fengið jafn mikið fyrir sinn snúð og Paolo reyndar líka. PAOLO TURCHI FAGNAR SIGRI Stöð 2 hélt honum veislu á veitingastaðn- um Galileo í gær. Hér er sigurvegarinn ásamt Sigríði Einarsdóttur Laxness og börnunum Ingibjörgu Elsu og Jóhanni. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Sements- verksmiðjan er ekki byggð á sandi. Imbakassinn Ég verð að fara að hætta þessu! Þetta er líka þokkaleg skítafýla! Vann 5 milljónir – lokaði heimasímanum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Sögur af klámi og vændi hafajafnan þótt hin besta söluvara og almenningur virðist aldrei fá nóg af safaríkum sögum úr skuggalegu næturlífinu. Það þyk- ir því skjóta nokkuð skökku við að DV og Stöð 2 skuli keyra á fullu á umfjöllun um vændi, eró- tískt nudd og leigu á BDSM söl- um, þar sem fólk getur látið hengja sig upp og flengja með svipu gegn ákveðnu gjaldi, þegar stórri fjölmiðlakönnun er nýlok- ið. Markaðsþenkjandi spekingar telja að það hefði verið sterkara útspil að leyfa þessu efni að tröll- ríða blaðsíðunum og öldum ljós- vakans á meðan könnunin stóð yfir, nema hér sé náttúrlega um að ræða tilraun til að rífa upp áhorf og lestur viðkomandi miðla. Umsjónarmenn Íslands í bítið hafa lofað því að „fletta ofan af vændi“ og ættu að geta rifið áhorfið eitthvað upp með því. Þátturinn mældist að vísu jafn stór og Ísland í dag sem er sýnt á öllu kristilegri tíma, þan- nig að þau Þórhallur Gunnarsson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir ættu að geta verið nokkuð sátt við sitt. Skólahald í Snæfellsbæ er heittum þessar mundir eftir að til- lögur skólanefndar voru lagðar fyrir bæjaráð í sveitarfélaginu. Þar er gert ráð fyrir að grunn- skólarnir í Ólafsvík, Hellissandi og á Lýsuhóli verði sameinaðir. Með því er stefnt að fjárhags- legri hagræðingu og bættum ár- angri í skólastarfi. Um það er full samstaða en hitinn í kolunum stafar af því að til stendur að setja einn skólastjóra yfir skól- ana þrjá þar sem fyrir voru þrír skólastjórar. Eftir sem áður verða aðstoðarskólastjórar í hverjum skóla fyrir sig. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.