Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 13
■ Lögreglufréttir 13ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl 2003 STOKKHÓLMUR, AP Flugumferðar- stjórar á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi segjast þjást af ógleði og svima við störf sín vegna þess að flugturninn hreyfist til í vind- inum. Turninn, sem er 83 metra hár, svignar um hátt í einn sentí- metra í hvora átt þegar vindhrað- inn nær fimmtán metrum á sek- úndu. Flugmálastjórn hafði ráðgert að setja vatnstanka á þak turnsins til þess að gera hann stöðugri en hætti við þegar í ljós kom að kostnaður við slíka framkvæmd myndi nema um níu milljónum ís- lenskra króna. Þess í stað hefur verið ákveðið að starfsmenn sem finna fyrir vanlíðan skuli sendir niður á jarðhæð til að jafna sig. ■ ÓUPPLÝST SAKAMÁL „Niðurstaða okkar er sú að í báðum tilvikum hafi verið um íkveikju að ræða en bæði málin eru óupplýst,“ segir Hörður Jóhannsson yfirlögreglu- þjónn í samtali við Fréttablaðið. Um miðjan október á síðasta ári varð stórbruni við Laugaveg og annar meiriháttar bruni átti sér stað að Fákafeni 9 í ágústmán- uði. Hörður segir að ekki sé búið að pakka þessum málum niður í kassa en óneitanlega dvíni von manna um að málin verði upplýst eftir því sem lengra líður frá. „Ef niðurstöður rannsókna okkar og tilgátur reynast réttar þá er hér um hreina og klára eyði- leggingarhvöt að ræða. Við höfum engar vísbendingar um að ein- hver gæti hafa hagnast á þessum bruna og hefðbundnar kenningar um tryggingasvindl eiga ekki við í þessu sambandi,“ segir Hörður. Hjálmar Sigþórsson, deildar- stjóri í tjónadeild Tryggingamið- stöðvarinnar, segir óvenju alvar- lega bruna hafi verið undanfarin misseri. „Þetta hefur áhrif á ið- gjöld, það segir sig sjálft. Þeim mun meira tjón, þeim mun hærri iðgjöld.“ Í ársskýrslu TM kemur fram að árið 2002 hafi verið mesta tjónaárið í sögu félagsins. Bók- færð tjón voru 6.917 milljónir króna samanborið við 4.912 millj- ónir árið áður og hækkuðu um 40.8. Þar vegur reyndar skipaskaði þungt á metum. Hjálmar segir þessi mál gríðar- lega erfið en þeir hjá tryggingafé- laginu séu ekki rannsóknaraðilar heldur sé það alfarið í höndum lögreglu. Fjöldi fyrirtækja var (og er) við Fákafen 9 og að sögn Skafta Harðarsonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Gólfefni ehf. - Teppaland, urðu þeir þar fyrir heildarskaða upp á um 60 milljón- ir króna. Skafti segir að fyrirtæk- ið hafi verið tryggt hjá tveimur tryggingafélögum, án þess að hann vilji gefa upp um hvaða fyr- irtæki sé að ræða, og er annað þeirra búið að gera upp tjónið að fullu og hitt er enn útistandandi. Flutti fyrirtækið inn aftur strax mánuði eftir brunann. jakob@frettabladid.is SUMARVINNA Frestur til að sækja um störf hjá Götuleikhúsi og Jafn- ingjafræðslu Hins hússins rennur út á miðnætti í dag. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Jafningja- fræðslunnar, segir ungmenni á aldrinum 17-25 ára geta sótt um. Ekki eru gerðar menntunarkröfur á umsækjendur, en mikilvægt er að viðkomandi vilji læra og miðla. „Við erum að leita að lífsglöðu fólki sem ljómar,“ segir Ingibjörg. Verkefnið stendur frá júní til júlíloka og oftast færri sem kom- ast að en vilja. „Nú er mikið at- vinnuleysi, þannig að við tökum hugsanlega fleiri inn, en okkur vantar þrjá millistjórnendur í fræðsluna, 12 leiðbeinendur og að minnsta kosti 12 í Götuleikhúsið,“ segir Ingibjörg. ■ FÉKK SÁR Á HÖFUÐ Kona slasað- ist töluvert þegar bíll, sem hún var farþegi í, valt í Þrengslunum um tvöleytið í gær. Hún var flutt á sjúkrabíl á Landspítala – há- skólasjúkrahús. Hún slasaðist á höfði. Ökumaður bílsins var einnig færður til skoðunar en meiðsl hans reyndust mun minni. FASTUR Á FRÓÐÁRHEIÐI Ökumað- ur kallaði eftir aðstoð um fjögur- leytið í gær þar sem hann var fastur á Fróðárheiði. Björgunar- sveitarmenn frá Ólafsvík og Staðarsveit voru kallaðir til að- stoðar. Ökumaðurinn hafði misst stjórn á bílnum og hafnað utan vegar. Mikil hálka var á heiðinni og skafrenningur. LÍFSGLÖÐ UNGMENNI Jafningjafræðslan lagði land undir fót síð- astliðið sumar. Nú er verið að auglýsa eftir fólki til starfa fyrir sumarið. Jafningjafræðsla og Götuleikhús: Vantar ungt fólk sem ljómar Sjóveikir flugumferðarstjórar: Flugturn á fleygiferð GALLAÐ MANNVIRKI Flugturninn á Arlanda-flugvelli var tekinn í notkun á síðasta ári og nam kostnaður við bygginguna yfir þremur milljörðum ís- lenskra króna. BRUNARÚSTIR VIÐ LAUGAVEG Tveir stórbrunar frá síðasta ári eru enn óupplýstir en lögregla segir um íkveikju að ræða. Brennuvargar ganga lausir Stórbrunar á síðasta ári, sem urðu vegna íkveikju, eru enn óupplýstir. Ekkert sem bend- ir til annars en að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Iðgjöld hækka í kjölfarið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.