Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 6
6 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Bandaríkin GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.66 Sterlingspund 121.08 Dönsk króna 11.24 Evra 83.53 Gengisvístala krónu 120,54 0,34% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 422 Velta 5.455 milljónir ICEX-15 1.419 -0,24% Mestu viðskipti Eimskipafélag Íslands hf. 492.755.219 Kaupþing banki hf. 393.124.233 Pharmaco hf. 189.537.000 Mesta hækkun Framtak Fjárfestingarbanki hf. 2,82% S.H. hf. 2,64% Íslenskir aðalverktakar hf. 2,64% Mesta lækkun Vinnslustöðin hf. -4,55% Pharmaco hf. -1,84% Samherji hf. -1,61% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8018,2 -1,6% Nasdaq*: 1350,9 -1,4% FTSE: 3613,3 -2,6% DAX: 2432,0 -3,5% Nikkei: 8.280,1 -3,7% S&P*: 853,0 -1,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Að opna bókhald stjórnmálaflokk-anna er nánast það sama og afnema leynilegan kostingarétt að mati fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Hvað heitir hann? 2Fyrrverandi framkvæmdastjóri Líf-eyrissjóðs Austurlands, fékk óvænt 25 milljóna króna starfslokasamning. Hvað heitir hann? 3Albert Guðmundsson barðist fyrirhundahaldi á sínum tíma. Hvað hét tíkin hans? Svörin eru á bls. 29 LÖGREGLA Bæjarráð Kópavogs tel- ur að lögreglan í bænum sinni ekki þeirri skyldu sinni að stem- ma stigu við því að stórum bílum sé lagt ólöglega á bílastæðum bæjarins. Bæjarráð segir stórum bílum til dæmis vera ólögleglega lagt við Listasafnið og við leik- og grunnskóla víða í bænum. Bæjar- verkfræðingi hefur verið falið að afla skýringa lögreglu. „Það eru alveg hreinar línur að ég viðurkenni ekki að við séum ekki að sinna þessu,“ segir Jóhann Magnús Hafliðason, varðstjóri í Kópavogi. „Við höfum sinnt þessu jafnt og þétt með öðru. Það eru gerðar skýrslur og gefnir út sektarmiðar eftir eðli málsins. Vandamálið er að það eru mjög fáir staðir í Kópa- vogi sem þessir stóru bílar yfir þremur og hálfu tonni mega í raun vera á eftir klukkan tíu á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Sums staðar mega þeir aldrei vera. Það gildir til dæmis um Listasafnið, þar sem nýlega hafa verið sett upp bannskilti,“ segir Jóhann. ■ FLUTNINGABÍLL Kópavogsbær er ósáttur við meint að- gerðarleysi lögreglu vegna flutninga- bíla sem lagt er ólöglega í bænum. Bæjarráð Kópavogs segir ólöglega vörubíla óhulta fyrir lögreglu: Lögregla segist sinna skyldum Akureyri: Keyrði um á röngum bíl LÖGREGLA Bíleigandi hafði sam- band við lögregluna á Akureyri í síðustu viku og tilkynnti að bíl sínum hefði verið stolið. Lög- reglan svipaðist um og fann bíl- inn fljótt, þar sem honum var ekið um götur bæjarins. Öku- maður sagðist hafa fengið bílinn lánaðan. Hann sagði að illa hafi gengið opna bílinn og prófaði hann því næsta bíl við hliðina, sem var af sömu tegund og gengu lyklarnir greiðlega bæði í hurð og kveik- ilás. Hann hélt þetta vera réttan bíl og ók honum af stað í góðri trú um að vera á réttum bíl. ■ STRÍÐ Í ÍRAK „Ég bjóst nú ekki við að mæta í búðina aftur,“ segir Alfreð Þorsteinsson, fráfarandi forstjóri Sölunefndar varnar- liðseigna. Í dag klukkan níu þarf hann að opna búðina á ný. En bara í dag. Fyrir misskilning kom hingað til lands gámur sem átti að fara til bandarískrar her- deildar í Írak. „Ég hef nú ekki náð að skoða innihaldið til fulls, en mér sýnist kenna þarna ým- issa grasa.“ Alfreð segir að yfir- stjórn Bandaríkjahers í Kefla- vík hafi haft samband við sig og beðið sig um að selja úr gámin- um. „Ég tjáði þeim að hér væri búið að pakka niður sölukössum og búið væri að loka bókhaldinu, þannig að ég gæti þetta ekki.“ Alfreð segist þegar í stað hafa haft samband við utanríkis- ráðuneytið og niðurstaða þess og yfirstjórnar hersins hafi ver- ið að gefa dótið úr gáminum. „Við verðum með söfnunar- bauka frá Rauða krossinum og samtökunum Læknar án landa- mæra. Fólk getur því sett í baukana það sem að því finnst sanngjarnt. Fólk ræður því bara sjálft.“ Hann reiknar með að ekki muni taka langan tíma að koma vörunum út. Alfreð segist ekki vera búinn að sjá allt innihaldið. „Þarna eru hermannaklossar og hermanna- föt, eitthvað matarkyns, tyggjó og sælgæti. Eitthvað er þarna af hjálmum og svo plástrar, sára- bindi og þvílíkt. Innst í gámin- um komu í ljós ísskápar og elda- vélar. Þrjú eða fjögur stykki.“ Alfreð segir að herinn hafi ekki talið svara kostnaði að sækja gáminn og flytja hann til Íraks. „Þar fyrir utan eru þetta eyðimerkurbúningar sem her- deildin hér hefur ekkert með að gera.“ Alfreð segist ekki hafa fengið nákvæmar skýringar á því hvernig stóð á því að gámur- inn barst hingað. „Eftir því sem ég kemst næst þurfti að endur- skipuleggja birgðaflutninga eft- ir að Tyrkir lokuðu leiðinni til Íraks sín megin. Þetta eru gríð- arlegir flutningar og kannski ekki skrýtið þótt eitthvað skolist til.“ Sturla Sigurjónsson, skrif- stofustjóri varnarmálaskrfstofu utanríkisráðuneytisins, segir þessa ákvörðun hafa verið tekna eftir að búið var að ganga úr skugga um að ekkert sem varð- aði hernaðarleynd væri í gámin- um. „Bandarísk hermálayfir- völd töldu kostnað við að leið- rétta mistökin of mikinn, auk þess sem menn gera sér vonir um að þetta stríð dragist ekki um of á langinn.“ Hann sagði ráðuneytið ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið. haflidi@frettabladid.is ÚTKALL Alfreð Þorsteinsson, fráfarandi forstjóri Sölunefndar varnarliðseigna, var kallaður út vegna gáms sem villtist til Íslands. Fjölbreyttar vörur úr gámnum verða gefnar í dag. Gefið úr stríðsgámi Gámur á leið til bandarískrar herdeildar í Írak villtist til Íslands. Vörur úr gáminum verða gefnar hjá Sölunefnd varnarliðseigna í dag. Þeir sem fá vörur úr gáminum geta greitt til hjálparstarfs. RÉÐUST INN Í ÍBÚÐ Kona hafði samband við Lögregluna í Reykjavík á sunnudagsmorgun. Tilkynnti hún að ráðist hefði ver- ið á hana og íbúð hennar lögð í rúst. Greinilegir áverkar voru sjáanlegir og talsvert blóð um alla íbúð auk þess sem allt var á öðrum endanum. Konan sagði konu og karl á miðjum aldri hafa ráðist á hana inni í íbúðinni. Kon- an sagðist ekki þekkja fólkið og á endanum hefðu það farið út og horfið á braut. Konan var flutt á slysadeild. RÖTUÐU EKKI AFTUR Ölið virðist á tíðum leika menn grátt. Lög- reglunni í Reykjavík barst til- kynning á sunnudagsmorgun frá tveimur mönnum. Höfðu þeir skroppið út í búð og vantaði að- stoð lögreglu að rata aftur til vin- konu sinnar. Báðir voru mjög ölv- aðir. Þá tilkynnti maður að hann væri læstur úti en hygðist klifra upp á vinnupall og skríða inn um glugga. Vegna greinilegrar ölvun- ar var hann beðinn um að bíða eftir lögreglu. Þegar komið var á vettvang sást til hans skríða inn um glugga. OFNEYSLA Á LANDA Tveir þrett- án ára drengir voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann við Hringbraut vegna ofneyslu á landa. Lögreglan í Hafnarfirði segir að eftir því sé tekið hversu neysla unglinga á landa virðist vera að aukast. ■ Lögreglufréttir UMFERÐARSLYS Í KALIFORNÍU Fimm létust og þrír eru alvarlega slasaðir eftir umferðarslys á hrað- braut í Kaliforníu. Ökumaður Van- bifreiðar með 14 farþega innan- borðs missti stjórn á ökutækinu á 113 kílómetra hraða. Farþegarnir voru námsmenn á leið í klaustur nærri Barstow. Ellefu þeirra voru ekki í öryggisbeltum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.