Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 4
4 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að ÁTVR verði lögð niður? Spurning dagsins í dag: Hverjar verða Íslandsmeistarar í körfu- bolta kvenna? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 33,1% 66,9% Andvíg(ur) Hlynnt(ur) Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is MBA nám ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F/ SI A .I S H IR 2 05 51 0 3. 20 03 Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 1. apríl kl. 17.15 í Háskólanum í Reykjavík. 22 mánaða MBA-nám við Háskólann í Reykjavík eflir stjórnunar- og leiðtogahæfileika þína. Námið byggir á sterkum tengslum við virta háskóla í Evrópu og gefur nemendum kost á að sérhæfa sig í fjármálum, mannauðsstjórnun og „Global eManagement“. www.ru.is/mba LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Kefla- víkurflugvelli rannsakar nú mál karlmanns sem úrskurðaður var í viku gæsluvarðhald á föstudag, grunaður um að hafa aðstoðað fjóra Kínverja við að komast ólög- lega til landsins. Afla verður upp- lýsinga um manninn hjá lögreglu- yfirvöldum í Þýskalandi og Inter- pol. Rannsókn málsins hófst fyrir viku í kjölfar komu fjögurra Kín- verja til landsins með flugi frá Osló. Kínverjarnir, tveir karlar og tvær konur um tvítugt, sögðust ætla að dvelja hér í nokkra daga. Þau áttu bókað flug til baka 31. mars. Fólkið framvísaði banda- rískum vegabréfum. Við nánari skoðun kom í ljós að ekkert þeirra hafði fengið vegabréfsáritun inn á Schengen-svæðið. Í fyrstu sagðist fólkið fætt og uppalið í Bandaríkj- unum. Breyttu þau síðan fram- burði sínum og viðurkenndu að vera frá Fujan-héraði í Kína. Þau sögðust hafa farið frá Kína til Hamborgar. Vegabréfin voru keypt í upphafi ferðarinnar. Í Hamborg áttu þau stefnumót við mann sem hafði titlað sig „lög- fræðinginn“. Kínverjunum var sýnd ljósmynd af manni sem hafði verið handtekinn á Kefla- víkurflugvelli daginn áður við komu frá Stokkhólmi. Báru þau öll kennsl á hann sem „lögfræð- inginn“ í málinu. ■ FRÁ LEIFSSTÖÐ Að sögn eins Kínverjans átti maðurinn að aðstoða hann við að sækja um hæli hér á landi. Landar hans þrír kváðu tilgang ferðar sinnar hafa verið að komast til Bandaríkjanna. Fyrir flutninginn átti hvert um sig að greiða 50-60.000 dollara. Maður grunaðir um mansal: Titlaði sig „lögfræðinginn“ Fékk á sig heybagga: Maðurinn þungt haldinn SLYS Maðurinn sem slasaðist alvar- lega við Nesbú á Vatnsleysuströnd, eftir að rúmlega 200 kílóa heybaggi féll á hann við Nesbú á Vatnsleysu- strönd, liggur þungt haldinn á gjör- gæsludeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi. Er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maður- inn, sem er á áttræðisaldri, gekkst undir tvær aðgerðir í fyrradag. Tildrög slyssins voru þau að ver- ið var að afferma vörubíl þegar heybagginn féll um þrjá metra nið- ur á manninn. ■ VINCE BROOKS HERSHÖFÐINGI Almennir hermenn verða ekki sendir til Guantanamo. Almennir hermenn: Ekki til Gu- antanamo KATAR, AP Vince Brooks, hershöfð- ingi í Bandaríkjaher, segir að stjórnvöld hafi ekki uppi neinar hugmyndir um að skilgreina íraska stríðsfanga sem óvinveitta vígamenn og vista þá í Guantana- mo. Sú aðferð var notuð við fanga sem voru teknir í Afganistan. Í frétt sem birtist í Wash- ington Post sagði að bandaríski herinn væri farinn að safna sam- an Írökum sem hefðu tekið þátt í bardögum borgaralega klæddir og kynnu að senda þá til Guant- anamo. Brooks sagði ekkert slíkt í gangi nú. Hann ítrekaði þó að tekið yrði sérstaklega á hryðju- verkum sem íraskir hermenn og vígamenn gerðu sig seka um. Þar tiltók hann að stuðningsmenn Íraksstjórnar hefðu skotið óbreytta borgara sem þeir hefðu notað sem mannlega skildi. ■ REYKJAVÍK NORÐUR Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson Sjálfstæðisflokkur 1. Davíð Oddsson 2. Björn Bjarnason 3. Guðlaugur Þór Þórðarson 4. Sigurður Kári Kristjánsson 5. Ásta Möller Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson 2. Bryndís Hlöðversdóttir 3. Guðrún Ögmundsdóttir 4. Helgi Hjörvar Vinstri grænir 1. Kolbrún Halldórsdóttir Fellur af þingi Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki Nýir þingmenn Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisfl. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisfl. Helgi Hjörvar, Samfylkingu REYKJAVÍK SUÐUR Sjálfstæðisflokkur 1. Geir H. Haarde 2. Pétur Blöndal 3. Sólveig G. Pétursdóttir 4. Guðmundur Hallvarðsson 5. Birgir Ármannsson Samfylkingin 1. Jóhanna Sigurðardóttir 2. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 3. Mörður Árnason 4. Ágúst Ólafur Ágústsson 5. Einar Karl Haraldsson Vinstri grænir 1. Ögmundur Jónasson Falla af þingi Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki Nýir þingmenn Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki Mörður Árnason, Samfylkingu Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu Einar Karl Haraldsson, Samfylkingu SUÐVESTURKJÖRDÆMI Sjálfstæðisflokkur 1. Árni M. Mathiesen 2. Gunnar I. Birgisson 3. Sigríður A. Þórðardóttir 4. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5. Bjarni Benediktsson Frjálslyndi flokkurinn 1. Gunnar Örlygsson Samfylkingin 1. Guðmundur Árni Stefánsson 2. Rannveig Guðmundsdóttir 3. Þórunn Sveinbjarnardóttir 4. Katrín Júlíusdóttir Vinstri grænir 1. Jóhanna B. Magnúsdóttir Fellur af þingi Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki Nýir þingmenn Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki Gunnar Örlygsson, Frjálslynda flokknum Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu Jóhanna B. Magnúsdóttir, Vinstri grænum NORÐVESTURKJÖRDÆMI Framsóknarflokkur 1. Magnús Stefánsson 2. Kristinn H. Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur 1. Sturla Böðvarsson 2. Einar Kristinn Guðfinnsson 3. Einar Oddur Kristjánsson Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón A. Kristjánsson Samfylkingin 1. Jóhann Ársælsson 2. Anna Kristín Gunnarsdóttir 3. Gísli S. Einarsson Vinstri grænir 1. Jón Bjarnason Falla af þingi Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki Árni Steinar Jóhannsson, Vinstri grænum Nýir þingmenn Anna Kristín Gunnarsdóttir, Samfylkingu NORÐAUSTURKJÖRDÆMI Framsóknarflokkur 1. Valgerður Sverrisdóttir 2. Jón Kristjánsson 3. Dagný Jónsdóttir Sjálfstæðisflokkur 1. Halldór Blöndal 2. Tómas Ingi Olrich Samfylkingin 1. Kristján L. Möller 2. Einar Már Sigurðarson 3. Lára Stefánsdóttir Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon 2. Þuríður Backman Falla af þingi Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki Nýir þingmenn Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki Lára Stefánsdóttir, Samfylkingu SUÐURKJÖRDÆMI Framsóknarflokkur 1. Guðni Ágústsson Sjálfstæðisflokkur 1. Árni Ragnar Árnason 2. Drífa Hjartardóttir 3. Guðjón Hjörleifsson Frjálslyndi flokkurinn 1. Magnús Þór Hafsteinsson Samfylkingin 1. Margrét Frímannsdóttir 2. Lúðvík Bergvinsson 3. Björgvin G. Sigurðsson 4. Jón Gunnarsson 5. Brynja Magnúsdóttir Falla af þingi Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki Ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki Kjartan Ólafsson, Sjálfstæðisflokki. Kristján Pálsson, Óháðir Nýir þingmenn Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokki Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokki Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu Jón Gunnarsson, Samfylkingu Brynja Magnúsdóttir Samfylkingu SKOÐANAKÖNNUN Fimm sitjandi þingkonur og fjórir sitjandi þing- menn falla í komandi kosningum, samkvæmt samandregnum skoð- anakönnunum Fréttablaðsins í mars. Þrettán karlar og fimm konur ná kjöri sem nýir þing- menn. Alls setjast því átján nýir þingmenn í haust, verði úrslit kosninga í samræmi við kannan- irnar. Siv Friðleifsdóttir er sam- kvæmt könnuninni eini ráðherr- ann sem fellur í kosningunum. Halldór Ásgrímsson er uppbótar- þingmaður í Reykjavík norður, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nær ekki kjöri samkvæmt þessu. Litl- ar breytingar þurfa að verða til þess að hreyfa uppbótarsæti og færa þannig til í hvaða kjördæm- um flokkarnir koma fulltrúum sínum að. Af þingmönnum í framboði sem falla koma fjórir frá Sjálf- stæðisflokki og fjórir frá Fram- sóknarflokki. Þá nær Kristján Pálsson ekki kjöri samkvæmt könnunum en hann hefur boðað sérframboð í Suðurkjördæmi. Í Suðurkjördæmi verður Guðni Ágústsson eini þingmaður fram- sóknarmanna í kjördæminu. Hjálmar Árnason og Ísólfur Gylfi Pálmason falla af þingi. Reyndar þingkonur Sjálfstæð- isflokksins ná ekki inn. Þær Lára Margrét Ragnarsdóttir og Katrín Fjeldsted féllu úr öruggum þing- sætum í prófkjöri flokksins. Guð- jón Guðmundsson fellur einnig af þingi í Norðvesturkjördæmi, en hann hefur átt sæti á Alþingi frá 1991. Samkvæmt samandregnum könnunum í mars fær Sjálfstæð- isflokkurinn 23 þingmenn og Samfylkingin 24. Framsóknar- flokkurinn fær sjö þingmenn, Vinstri grænir sex og Frjálslynd- ir ná þremur. Samkvæmt könnun- unum ná þeir Magnús Þór Haf- steinsson og Gunnar Örlygsson kjöri. Fyrir situr Guðjón Arnar Kristjánsson. Reykvíkingar eignast sam- kvæmt könnuninni sjö nýja þing- menn og eru það allt karlmenn. Í Suðvesturkjördæmi koma inn fjórir nýir þingmenn; tvær konur og tveir karlar. Í Norðvesturkjör- dæmi bætist ein kona í hópinn og í Norðausturkjördæmi setjast tvær nýjar konur á þing. Í Suðurkjördæmi verða miklar breytingar samkvæmt könnunun- um. Þar koma inn fimm nýir þing- menn, fjórir karlar og ein kona. Þrír sitjandi þingmenn falla í kjördæminu. Samfylkingin fær helming þingsæta í kjördæminu eða fimm þingmenn og eru þeir allir kjördæmakjörnir. Miðað við niðurstöðuna mun meðalaldur þingmanna lækka, þar sem töluvert af ungu fólki nær kjöri. Niðurstöðurnar eru byggðar á fimm könnunum Fréttablaðsins í mars. Í úrtakinu voru 3.000 manns og tóku rúm 65 prósent af- stöðu í könnununum. ■ NÍU FALLA Átján nýir þingmenn setjast á Alþingi í vor samkvæmt könnunum. Níu af þeim átján þingmönnum sem hætta falla í kosningum. Níu sitjandi þingmenn falla í kosningum samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. Átján nýir ná kjöri. Mestu sviptingarnar eru í Suðurkjördæmi, þar sem þrír þingmenn falla og fimm nýir setj- ast á þing. Siv Friðleifsdóttir er eini ráðherrann sem fellur af þingi samkvæmt könnunum. Átján nýir þingmenn í vor ÞINGMENN SAMKVÆMT SAMANDREGINNI NIÐURSTÖÐU FJÖGURRA KANNANA FRÉTTABLAÐSINS Í MARS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.