Fréttablaðið - 01.04.2003, Side 2
2 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Nei, ég stend með Atla.
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, fylgdist með landsleik
Íslendinga og Skota um síðustu helgi. Íslendingar
töpuðu 2-1.
Spurningdagsins
Ellert, þarf að skipta um landsliðs-
þjálfara?
■ Lögreglufréttir
NÆST Á DAGSKRÁ:
Framsaga:
– Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar:
Hver yrði staða Íslands innan ESB?
Kosningamiðstöð VG, Ingólfsstræti 5, Reykjavík
Þriðjudagskvöld 1. apríl kl. 20:30
Fundarstjóri: Katrín Jakobsdóttir
RÉTTLÆTI
6. fundur
Í SAMSKIPTUM ÞJÓÐA
ÍSLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ
www.xu.is
ÚTGÁFA 80 prósent kvenna á höfuð-
borgarsvæðinu lesa eða fletta
Birtu, tímaritinu sem fylgir
Fréttablaðinu á föstudögum. Þetta
kom fram í vikulegri skoðanakönn-
un sem Fréttablaðið gerði á laugar-
daginn var. 63 prósent karla á höf-
uðborgarsvæðinu sögðust lesa eða
fletta Birtu. Samanlagður lestur á
Birtu á svæðinu er um 72 prósent.
„Þessi könnun sýnir mjög góðar
viðtökur fólks og eru langt framar
okkar vonum,“ segir Gunnar
Smári Egilsson, ritstjóri Frétta-
blaðsins. „Könnunin var gerð þeg-
ar þrjú tölublöð af Birtu höfðu
komið út. Miðað við reynsluna af
Fréttablaðinu má reikna með að
lestur á Birtu eigi bara eftir að
aukast.“
Gunnar Smári bendir á að lest-
ur mælist oftast meiri í símakönn-
unum en dagbókarkönnunum. Það
muni þó ekki svo miklu að raski
þeirri niðurstöðu að lestur á Birtu
sé mjög mikill og þá einkum meðal
kvenna.
Lestur á Birtu á landinu öllu
mældist 63 prósent; þar af 71 pró-
sent hjá konum. „Fyrir auglýsend-
ur merkir þetta að Birta nær við-
líka lestri og stærstu dagblöðin en
hefur hins vegar líftíma tímarita
fram yfir þau,“ segir Gunnar
Smári.
Í könnuninni voru 600 manns
spurðir og skiptust þeir jafnt á
milli kynja og hlutfallslega milli
kjördæma eftir mannfjölda. Spurt
var: Lestu eða flettirðu Birtu,
tímariti sem fylgir Fréttablaðinu á
föstudögum? 99,8 prósent þátttak-
enda svöruðu – 0,2 prósent neituðu
að svara. ■
Sjálfstæðismenn í skipulags- og
byggingarnefnd Reykjavíkur
telja ekki hafa verið staðið við
gefin loforð Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, þáverandi borgar-
stjóra, um að
samráð yrði haft
við nágranna um
skipulag á
Landssímalóð-
inni í Grafar-
vogi.
Mikil and-
staða hefur ver-
ið meðal íbúanna við fyrirhugaðar
byggingar á Landssímalóðinni.
Sjálfstæðismenn segja ekki hafa
verið komið nægjanlega til móts
við íbúana. Þeir hafa stungið upp
á því að málið verði leyst með því
að minnka byggingarmagnið og
skipuleggja útivistar- og íþrótta-
svæði. Verktakinn fái sambæri-
lega lóð í staðinn.
Sjálfstæðismenn stóðu gegn
því að nýtt skipulag lóðarinnar
færi í auglýsingu eins og meiri-
hlutinn hefur samþykkt.
Reykjavíkurlistafólk segir
skipulag lóðarinnar hafa breyst
mikið frá fyrstu hugmyndum.
Komið hafi verið til móts við íbú-
ana varðandi umferðarskipulag
og fleira: „Fjölbýlishús hafa verið
lækkuð, byggingarreitir færðir til
og unnið hefur verið að fleiri at-
riðum til breytinga.“
Fulltrúar Reykjavíkurlistans
segja möguleika á grænu svæði í
tengslum við skólalóð á svæðinu.
Nú fyrst sé það kynnt að flytja
eigi barnaskólann og leikskólann
yfir í stækkaðan Rimaskóla. Það
bjóði upp á möguleika á útivistar-
svæði. Engar mótaðar áætlanir
liggi þó fyrir um það. Verði ekki
af flutningi skólanna sé ekki hægt
að koma fyrir útivistarsvæði.
„Því miður hafa efndir ekki
fylgt orðum hjá R-listanum í
þessu máli og muna íbúar hverfis-
ins vel eftir loforðaplaggi frá
Ingibjörgu Sólrúnu sem dreift var
í hvert hús fyrir síðustu kosning-
ar þar sem því var lofað að „end-
urskoða skipulag Landssímalóðar-
innar í sátt við íbúa Grafarvogs,“
sögðu sjálfstæðismenn.
Fulltrúar Reykjavíkurlista
sögðu að unnið hafi verið að því að
taka tillit til sem flestra málefna-
legra sjónarmiða eins og lofað
hafi verið í fyrravor: „Dylgjum
um annað er vísað til föðurhús-
anna.“
Þá sögðu sjálfstæðismenn að
tillaga þeirra væri sett fram
vegna þess að skipulagið hafi ekki
verið unnið í sátt við íbúana eins
og lofað var: „Það eru engar dylgj-
ur – það er staðreynd.“
gar@frettabladid.is
Bandarísk stórfyrirtæki:
Sjötíuföld
ársvelta
ríkissjóðs
NEW YORK, AP Verslunarkeðjan Wal-
Mart Stores vermir efsta sætið á
lista tímaritsins Fortune yfir
stærstu fyrirtæki í Bandaríkjun-
um. Við niðurröðun á listann er
tekið mið af ársveltu allra fyrir-
tækja á almennum hlutabréfa-
markaði. Árið 2002 námu tekjur
Wal-Mart um nítján billjónum ís-
lenskra króna, sem er um sjötíu-
föld ársvelta íslenska ríkisins.
Í öðru sæti er bílaframleiðand-
inn General Motors en fast á hæla
GM koma olíurisinn Exxon og
samkeppnisaðilinn Ford. Ofarlega
á listanum má einnig finna tölvu-
framleiðandann Hewlett Packard
og flugvélaframleiðandann Boeing
ásamt ýmsum fjármálastofnunum
og olíufyrirtækjum. ■
Kerlingarfjöll:
Lést í
vélsleðaslysi
ANDLÁT Maðurinn sem lést í
vélsleðaslysi á laugardag hét
Sveinn Magnús Magnússon, fædd-
ur 1961 og til heimilis að Blómst-
urvöllum 34 í Neskaupstað. Hann
lætur eftir sig eiginkonu og þrjá
syni. Sveinn lést þegar vélsleði
hans fór fram af gilbrún í Hvera-
dal í Kerlingarfjöllum. ■
Konur á höfuðborgarsvæðinu:
80 prósent lesa Birtu
Brigslað um svik
á Landssímalóð
Sjálfstæðismenn segja R-lista hafa svikið kosningaloforð Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur um að sátt yrði náð við nágranna Landssímalóðar um
uppbyggingu svæðisins. R-listinn segist hafa komið til móts við íbúana.
„Það eru
engar dylgjur
- það er stað-
reynd.
LANDSSÍMALÓÐIN
Þessi lóð við Sóleyjarrima 1 í Grafarvogi veldur deilum meðal borgarfulltrúa. Upphafleg-
um hugmyndum um uppbyggingu lóðarinnar hefur verið breytt. Sjálfstæðismenn telja
ekki nóg að gert. Þeir vilja útivistarsvæði og að verktakinn fái lóð annars staðar.
BANDARÍKJAMENN Í HINDIYAH
Bandaríkjaher leitast við að tryggja sér brýr
til að komast yfir Efrat-fljót.
Barist suður
af Bagdad
ÍRAK, AP Bandarískar og íraskar
hersveitir börðust harkalega 80
kílómetra suður af Bagdad í gær í
þeirri orrustu sem hefur verið
háð næst höfuðborginni. Banda-
rískar hersveitir héldu inn í bæ-
inn Hindiyah við Efratfljót. Sunn-
ar í landinu héldu bardagar áfram
við hina helgu borg Shíta, Najaf.
Harðar loftárásir voru gerðar
á Bagdad. Mikill fjöldi sprengju-
flugvéla varpaði sprengjum að
upplýsingaráðuneytinu og fjar-
skiptasendum. Þrátt fyrir það
héldu útsendingar áfram að því
undanskildu að útsendingar sjón-
varpsins féllu niður um þriggja
tíma skeið. Al-Jazeera sjónvarps-
stöðin sagði að fjögur börn hefðu
látist þegar flugskeyti sprengdi
fimm hús í loft upp í lágtekju-
hverfi í borginni.
Geoff Hoon, varnarmálaráð-
herra Bretlands, sagði að 8.000
íraskir hermenn hefðu verið
teknir til fanga frá því innrásin
hófst. ■
■ Innrás í Írak/
Bardagar
KÆRA Náttúruverndarsamtök Ís-
lands hafa kært til umhverfisráð-
herra ákvörðun Umhverfisstofn-
unar um útgáfu á starfsleyfi fyrir
álver Reyðaráls. Náttúruverndar-
samtökin benda á að dreifingar-
spá fyrir loftmengun hafi ekki
legið fyrir þegar tillögur að
starfsleyfi voru auglýstar. Þegar
dreifingarspá lá hins vegar fyrir
gat Reyðarál ekki uppfyllt þau
skilyrði sem auglýst voru. Um-
hverfisstofnun krafðist ekki
bættra mengunarvarna þannig að
skilyrðin yrðu uppfyllt heldur
slakaði á settum umhverfismörk-
um. Því eru skilyrði fyrir starfs-
leyfi ekki í samræmi við mat á
umhverfisáhrifum.
Í kæru samtakanna eru þrjár
kröfur, þ. e. aðalkrafa, varakrafa
og þrautarkrafa. Aðalkrafan felur
í sér að í starfsleyfi verði gerð
krafa um vothreinsibúnað líkt og
gert var ráð fyrir í því umhverfis-
mati sem liggur til grundvallar
framkvæmdinni. Varakrafan er
að Umhverfisstofnun verði gert
að leggja mat á hvaða tækni sé
best til þess fallin að vernda alla
þætti umhverfisins og að gert
verði ráð fyrir þeirri tækni í
starfsleyfi. Í þrautarkröfunni er
farið fram á að Umhverfisstofnun
verði gert að vinna starfsleyfið að
nýju. ■
FRÁ REYÐARFIRÐI
Náttúruverndarsamtök Íslands segja að
Reyðarál hafi ekki getað uppfyllt auglýst
skilyrði.
Náttúruverndarsamtök Íslands:
Kæra útgáfu á starfsleyfi
Morðingi handtekinn:
Vildi hefnd á
Aröbum
NEW YORK, AP Lögreglan í New York
hefur handtekið mann sem grunað-
ur er um að hafa ráðist með skipu-
lögðum hætti gegn fólki af arabísk-
um uppruna. Maðurinn játaði að
hafa skotið fjórar manneskjur til
bana og sært tvær til þess að hefna
fyrir árásina á World Trade Center.
Hinn grunaði hringdi í lögregl-
una undir því yfirskini að hann
hefði undir höndum upplýsingar
um morðin en játaði á endanum að
hafa sjálfur staðið á bak við ódæð-
in. Flest fórnarlambanna voru frá
Miðausturlöndum en á meðal
þeirra sem létust var einnig karl-
maður frá Gana og einn Rússi. ■
Stríð og ferðalög:
Helst áhrif
vestan hafs
FLUG „Það eru óvissutímar í
heiminum og þar af leiðandi í
fluginu,“ segir Guðjón Arn-
grímsson, upplýsingafulltrúi
Flugleiða, um áhrif stríðsins í
Írak á starfsemi Flugleiða.
Guðjón segir mikla deyfð
hafa verið á ferðamannamark-
aðnum í Bandaríkjunum, sem
valdi því að dregið hafi úr bók-
unum hjá þeim.
„Við seinkuðum meðal ann-
ars að hefja aftur áætlunarflug
til New York sem féll niður í
vetur. Við ætluðum að hefja
flugið á ný um miðjan mars en
byrjum það ekki fyrr en 7. apr-
íl. Hvað varðar ferðamenn til
Íslands lítur sumarið ágætlega
út og Íslendingar virðast komn-
ir í ferðahug. Stríðið virðist
helst koma niður á flutningum
okkar á fólki yfir hafið, milli
Evrópu og Bandaríkjanna,“
segir Guðjón. ■
ÓVENJU MARGIR ÁREKSTRAR
Sextán árekstrar urðu frá klukk-
an tólf til sex í Reykjavík í gær.
Flest urðu óhöppin þó á milli
klukkan hálf fjögur og hálf sex,
alls tólf. Engin skýring er á þess-
ari árekstrahrinu, þar sem að-
stæður voru góðar. Tafir urðu í
austurborginni vegna þessa og
fór mestur floti lögreglunnar í að
leysa úr málunum.