Fréttablaðið - 01.04.2003, Page 20
16 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
FÓTBOLTI Enska deildakeppnin hefst
að nýju á laugardag eftir frí
vegna landsleikja. Fram undan er
lokasprettur sem lýkur sunnudag-
inn 11. maí. Fréttablaðið spáir í
botnbaráttuna í dag og baráttuna
um meistaratitilinn í lok vikunnar.
WBA og Sunderland eru í næst-
um vonlausri stöðu en Leeds,
Bolton og West Ham eru í mikilli
fallhættu. Aston Villa og Birming-
ham eru ekki óhult ennþá. Sunder-
land og Bolton féllu með 40 stig
árin 1997 og 1998 en síðustu fjög-
ur árin hafa félögin í 18. sæti
fengið 33 til 36 stig. Árið 2000
slapp Bradford City við fall með
36 stig en félögin í 17. sæti hafa
yfirleitt þurft 40 til 42 stig til að
halda velli í efstu deild. ■
SMITH OG BOWYER
Alan Smith og Lee Bowyer fagna marki í
landsleik. Þeir voru lengi samherjar hjá
Leeds en Bowyer fór til West Ham í vetur.
Leeds og West Ham eiga í baráttu um
sætií úrvalsdeildinni við Bolton, WBA og
Sunderland.
STAÐA NEÐSTU FÉLAGA
Leikir og stig
Aston Villa 31 36
Birmingham 31 35
Leeds 31 34
Bolton 31 32
West Ham 31 30
WBA 31 21
Sunderland 31 19
Nýliðar í úrvalsdeild:
Ólík örlög
FÓTBOLTI Nýliðar í ensku úrvals-
deildinni hafa jafnan átt erfitt
með að laga sig að fótboltanum í
deildinni. Manchester City, WBA
og Birmingham unnu sér sæti í
efstu deild í fyrra. Manchester
City er í ágætri stöðu um miðja
deild og Birmingham á góða
möguleika á að halda sæti sínu.
Hins vegar eru litlar líkur á því að
WBA bjargi sér frá falli.
Leicester, Ipswich og Derby
féllu úr úrvalsdeildinni í fyrra.
Leicester er á leið upp í úrvals-
deildina að nýju og Ipswich á
möguleika á að fylgja þeim þang-
að. Derby er hins vegar skammt
frá fallsæti. ■
Tvísýn staða Leeds
Leeds United var stofnað árið
1919 á grunni Leeds City, sem var
lagt niður sama ár.
Leeds United lék fyrst í deilda-
keppninni árið 1920. Félagið hefur
leikið samfleytt í efstu deild frá
1990 og er eitt níu félaga sem hafa
leikið óslitið í úrvalsdeildinni frá
stofnun hennar árið 1992.
Peter Reid var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Leeds 21. mars.
Hann tók við af Terry Venables.
Leeds var í efri hluta deildar-
innar fram í miðjan nóvember en
var komið niður í 16. sæti rétt fyr-
ir jól. Leeds vann sig upp í 11.
sætið um miðjan janúar en eftir
fimm ósigra í röð er félagið í 16.
sæti, aðeins fjórum stigum á und-
an West Ham. ■
LEIKIR LEEDS UNITED
5.4. Charlton ú
12.4. Tottenham h
19.4. Southampton ú
22.4. Fulham h
26.4. Blackburn h
3.5. Arsenal ú
11.5. Aston Villa h
Erfið dagskrá fram
undan
FÓTBOLTI Bolton Wanderers var
stofnað 28. ágúst 1877 á grunni
Christ Church FC sem var stofnað
þremur árum fyrr. Félagið var
gert að atvinnumannafélagi árið
1880.
Bolton var eitt stofnfélaga
ensku deildanna árið 1888. Besti
árangur félagsins í deildinni er 3.
sæti árin 1892, 1921 og 1925.
Bolton sigraði í fyrsta bikarúr-
slitaleiknum á Wembley árið 1923
og fylgdi því eftir árin 1926 og
1929. Bolton varð síðast bikar-
meistari árið 1958. Árið 1995 lék
Bolton til úrslita í deildabikarn-
um.
Reebok Stadium hefur verið
heimavöllur Bolton frá árinu 1997
en félagið lék á Burnden Park í
103 ár. Völlurinn rúmar 27.879
áhorfendur en meðalaðsóknin í
vetur er 22.909.
Sam Allardyce var ráðinn
framkvæmdastjóri Bolton í októ-
ber 1999. „Stóri Sam“ lék með
Bolton frá 1973 til 1980 og í stutt-
an tíma árið 1985. Hann lék einnig
með Sunderland, Millwall,
Coventry City, Huddersfield
Town og Preston North End.
Gengi Bolton í vetur: Bolton
hefur verið í 17. sæti deildarinnar
frá öðrum degi jóla. Hæsta staða
félagsins var 12. sæti eftir 1-0 sig-
ur á Old Trafford í september.
Bolton var í neðsta sæti um mán-
aðamótin október og nóvember. ■
LEIKIR BOLTON
5.4. Man City h
12.4. Chelsea ú
19.4. West Ham h
21.4. Blackburn ú
26.4. Arsenal h
3.5. Southampton ú
11.5. Middlesbrough h
West Ham á
góðum skriði
West Ham United var stofnað árið
1900 á grunni Thames Ironworks
sem var lagt niður sama ár, aðeins
fimm árum
eftir stofnun
þess.
West Ham
lék fyrst í
deildakeppn-
inni árið 1919
en félagið
hefur leikið
samfleytt í
efstu deild
frá 1993.
Besti ár-
angur West Ham er 3. sæti í efstu
deild árið 1986. Bikarmeistar
1964, 1975 og 1980. Lék til úrslita í
deildabikarkeppnini árin 1966 og
1981. Félagið varð Evrópumeist-
ari bikarhafa árið 1965 og lék til
úrslita í keppninni árið 1976.
West Ham hefur leikið á Upton
Park frá árinu 1903. Völlurinn
rúmar 35.500 áhorfendur en með-
alaðsóknin í vetur er 33.369.
Glenn Roeder hefur verið
framkvæmdastjóri West Ham
síðan um vorið 2001.
West Ham hefur verið í botn-
baráttunni í allan vetur. Hæsta
staða félagsins var 14. sæti um
miðjan október eftir 1-0 sigur á
Fulham. Eftir þrjá sigra og eitt
jafntefli í síðustu fjórum leikjum
er West Ham nú í seilingarfjar-
lægð frá Bolton og Leeds. ■
LEIKIR WEST HAM
5.4. Southampton ú
12.4. Aston Villa h
19.4. Bolton ú
21.4. Middlesbrough h
27.4. Man City ú
3.5. Chelsea h
11.5. Birmingham ú
Stuttur stans eftir
langa fjarveru
FÓTBOLTI West Bromwich Albion
var stofnað árið 1878. Félagið hét
upphaflega West Bromwich
Strollers en tók upp núverandi
nafn árið 1880. WBA varð at-
vinnumannafélag 1885.
WBA var meðal stofnenda
ensku deildakeppninnar árið 1888
en félagið leikur í efstu deild í
fyrsta sinn síðan 1986. WBA vann
efstu deild árið 1920, bikar-
keppnina árin 1888, 1892, 1931,
1954 og 1968 og deildabikarinn
árið 1966.
WBA hefur leikið á The Haw-
thorns frá árinu 1900. Völlurinn
rúmar nú 26.712 áhorfendur en
meðalaðsóknin í vetur er 26.230.
Gary Megson var ráðinn fram-
kvæmdastjóri WBA í mars 2000,
fjórum mánuðum eftir að hann
var rekinn frá Stoke City. Félagið
var í fallhættu í 1. deild þegar
Megson tók við en ári síðar kom
hann WBA upp í efstu deild.
Stjórnarformaður WBA hefur lýst
því yfir að Megson haldi starfi
sínu þó félagið falli um deild.
WBA er ellefu stigum frá ör-
uggu sæti þegar sjö umferðir eru
eftir. Hæsta staða félagsins var 7.
sætið um miðjan september eftir
þrjá sigra í röð. WBA var komið í
fallsæti rétt fyrir jól og hefur ver-
ið þar síðan. ■
LEIKIR WBA
5.4. Middlesbrough ú
12.4. Everton h
19.4. Sunderland ú
21.4. Tottenham h
26.4. Liverpool h
3.5. Blackburn ú
11.5. Newcastle h
Hörð fallbarátta í
ensku úrvalsdeildinni
Vonlítil staða Sunder-
land
Sunderland AFC var stofnað árið
1879. Félagið hét District Teachers’
Association Football Club fyrsta
árið enda var félagið stofnað af
kennurum við Hendon Board
School. Sunderland varð atvinnu-
mannafélag árið 1886. Gælunafn
félagsins var lengi The Rokermen
en því var breytt í The Black Cats
eftir að Sunderland flutti frá Roker
Park.
Sunderland lék fyrst í deilda-
k e p p n i n n i
árið 1890 og
lék í efstu
deild til
1958. Félagið
hefur leikið í
efstu deild
frá 1999.
Meistarar
árin 1892,
1893, 1895,
1902, 1913 og
1936. Bikar-
m e i s t a r a r
árin 1937 og
1973. Lék til
úrslita í deildabikarkeppninni árið
1985.
Sunderland lék á Roker Park í
heila öld en Stadium of Light hefur
verið heimavöllur félagsins frá
1997. Hann rúmar 48.300 áhorfend-
ur en meðalaðsóknin í vetur er
36.121.
Mick McCarthy tók við stjórn
Sunderland 12. mars eftir að
Howard Wilkinson var rekinn.
Wilkinson var ráðinn til Sunderland
í október þegar Peter Reid, núver-
andi stjóri Leeds, var rekinn.
Sunderland hefur verið í fall-
sæti frá öðrum degi jóla og neðst
frá fyrsta degi febrúarmánaðar.
Hæsta staða félagsins í vetur er 11.
sæti eftir jafntefli við Manchester
United í lok ágúst. Sunderland var
næstneðst um miðjan október eftir
fimm tapleiki í röð. ■
LEIKIR SUNDERLAND
5.4. Chelsea h
12.4. Birmingham ú
19.4. WBA h
21.4. Man. City ú
26.4. Newcastle h
3.5. Aston Villa ú
11.5. Arsenal h
SUNDERLAND
Mick McCarthy tók við
Sunderland í vonlítilli
stöðu.