Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 01.04.2003, Qupperneq 21
■ ■ FUNDIR  8.15 Stéttarfélag íslenskra félags- ráðgjafa stendur fyrir morgunverðar- fundi á Grand Hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni Bakhlið borgarinnar. Efni fundarins að þessu sinni er heimilisof- beldi. Fyrirlesarar verða Freydís Jóna Freysteinsdóttir félagsráðgjafi, dr. Sól- veig Anna Bóasdóttir guðfræðingur og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur.  9.00 Marie Riis, sálfræðingur frá Eistlandi, flytur fyrirlestur um sorg og missi barna og unglinga. Rauði kross Íslands stendur fyrir fyrirlestrinum, sem verður haldinn í Ársal á Hótel Sögu.  12.05 Stefán Ólafsson þjóðfélags- fræðingur flytur fyrirlestur í Norræna Húsinu í hádegisfundaröð Sagnfræð- ingafélags Íslands og Borgarfræðaseturs. Erindið nefnist Reykjavík frá alþjóðleg- um sjónarhóli.  19.30 Andri Snær Magnason rithöfundur heldur erindi í Kórnum, sal Bókasafns Kópavogs. Erindið nefnist 1. apríl – Marsbúinn. ■ ■ KVIKMYNDASÝNING  19.30 Kvikmyndaklúbburinn Cine Club Hispano sýnir spænsk-kúbversku myndina Cosa que dejé en la Habana frá 1997 í stofu 101 í Odda, Háskóla Ís- lands. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Barokktónleikar í Hásölum, Hafnarfirði. Flutt verða verk eftir William Lawes, Dietrich Buxtehude og Johann Sebastian Bach. Flytjendur eru söngvar- arnir Guðrún Edda Gunnarsdóttir, alt, Garðar Thor Cortes, tenór og Benedikt Ingólfsson, bassi, ásamt hljómsveitinni Aldavinum, sem leikur á barokkhljóð- færi, og Kammerkór Hafnarfjarðar.  22.00 The Iditarot spilar á Grand Rokk í kvöld. ■ ■ SÝNINGAR  Þorbjörg Þórðardóttir veflistakona sýnir stór ofin verk í fordyri Hallgríms- kirkju. Í gær opnaði hún einnig innsetn- ingu í glugga Meistara Jakobs gallerís, Skólavörðustíg 5.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér á landi.  Myndlistarmaðurinn Gunnar Örn sýnir í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Verkin á sýningunni nefnast Sálir og Skuggi.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur valið verk eftir myndlistarmenn á sýning- una Þetta vil ég sjá í Gerðubergi.  Fjórir ungir ljósmyndarar, Katrín El- varsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Orri og Sigríður Kristín Birnudóttir, sýna í Ljós- myndasafni Reykjavíkur.  Svandís Egilsdóttir er með mynd- listarsýningu í Galleríi Sævar Karls. Á sýningunni eru olíumálverk og skúlptúr. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í Reykjavík.  Í Arinstofu Listasafns ASÍ stendur yfir sýning á nokkrum konkretverkum frá sjötta áratug síðustu aldar. Á sýning- unni eiga verk listamennirnir Benedikt Gunnarsson, Hjörleifur Sigurðsson, Nína Tryggvadóttir, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason.  Upplýsingar um viðburði og sýning- ar sendist á hvar@frettabladid.is ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl 2003 hvað?hvar?hvenær? 29 30 31 1 2 3 4 APRÍL Þriðjudagur Stundum finnst mér reyndar aðég sé alltaf að mála sama málverkið aftur og aftur,“ segir Georg Guðni l i s t m á l a r i . „En þegar þau eru hér svona mörg saman komin þá sé ég hve mikið af ólíkum hlut- um kemur inn í þau. Það kemur mér svolítið á óvart.“ Stór yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna var opnuð í Lista- safni Íslands um helgina. Þar eru sýnd verk sem spanna tvo ára- tugi, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Þegar hann byrjaði að mála landslagsmyndir snemma á níunda ára- tugnum stakk það mjög í stúf við allt sem þá þótti fínt í myndlistinni. Lands- lagsmálverk þóttu hall- ærisleg með afbrigðum. „Til að byrja með var ég líka mikið að spá í þessa íron- íu, landslagsmálverk voru svo mikil klisja. En svo áttaði ég mig á því að ég vildi ekki nálgast þetta út frá íroníunni. Þetta skipti mig miklu meira máli en svo. Fjöll og landslag, umhverfi og náttúra - ef eitthvað er þá hefur þetta skipt æ meira máli fyrir mig eftir því sem tím- inn líður.“ Myndirnar hans þykja draum- kenndar og yfir þeim er einhver óræður minningablær. Þótt þetta séu landslagsmálverk, þá segist listamaðurinn mála þær eftir minni og leggur mikið upp úr því að ná fram ákveðnum andblæ. Margar myndanna eru auk þess án titils. „Samt tengi ég myndirnar alltaf við ákveðna staði. Oftast eru það reyndar margir staðir sem ég tengi við hverja mynd, sérstaklega í seinni myndunum. Og svo reyni ég líka að ná inn í þær einhverri landmótun, ákveð- inni þróun sem á sér stað í tíma. Þá er eins og maður horfi í gegn- um tímann.“ Á tímabili voru myndir Georgs Guðna orðnar mjög geómetrískar í formi, þar sem hann skipti mál- verkinu upp í ferhyrnda fleti í mismunandi litabrigðum. „En jafnvel þá var náttúran uppistaðan í verkunum,“ segir hann. gudsteinn@frettabladid.is ■ MYNDLIST Horft í gegnum tímann GEORG GUÐNI Stór yfirlitssýning á verkum hans stendur yfir í Listasafni Íslands. Þar er einnig sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jónssonar og vídeóinnsetning eftir Steinu Vasulka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.